Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 86

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 86
Hjörleiffur Guttormsson, iðnaðarráðherra: Ræða við setningu 39. Iðnþings islendinga Við erum oft minnt á afstæði hlutanna. Fyrir skömmu hitti ég að máli forystumenn norrænna málmiðnaðarmanna, sem komu hingað til að þinga með íslenskum starfsbræðrum sínum. Ekki kom mér neitt á óvart að heyra þá dást að ásýnd landsins, þ\ í það skartaði sínu fegursta dagana, sem þeir dvöldu hér. En þegar þeir tóku að lýsa undrun sinni yfir velgengni okkar í atvinnumálum og segja að svo virtist sem við ættum ekki við nein stórfelld efiia- hagsleg vandamál að etja, þá liugsaði ég sem svo: betur að satt væri. EFNAHAGSKREPPAN OG ÍSLAND Mig fýsti að vita, hver væri viðmiðun þessara er- lendu gesta okkar, hvaða aðstæður á öðrum Norður- ltindum þeir legðu til grundvallar. Skýringin var ofur einföld: Þjóð, sem hefur atvinnu fyrir allar vinnufúsar hendur, þarf ekki að kvarta, á meðan vofa atvinnuleysis ríður húsum í nálægum löndum. Verst er ástandið í Danmörku. Þar voru að meðal- tali 180 þúsund manns atvinnulausir á árinu 1980, sem er um 7% verkfærra manna. Gert er ráð fyrir að á þessu ári fari tala atvinnulausra upp í 250 þús. manns, eða um 9,0%. Næst í þessari röð er Finnland, en í aprílmánuði sl. var tala atvinnulausra þar um 113 þús., eða um 5%, og reiknað er með að þetta hlutfall hækki í 5,5% á árinu 1982. I Svíþjóð og Noregi er ástandið skárra, en þó er þar umtalsvert atvinnuleysi og spáð að það fari vax- andi. Svipaða sögu er að segja um þjóðartekjur, en mjög hefur dregið úr vexti þeirra í flestum iðnríkjum síðustu árin. Það er án efa þessi mynd af efnahagsþróun í iðn- ríkjunum, sem nágrannar okkar hafa til samanburð- ar, ogengan þarfað undra, þótt forystumenn launa- fólks setji kröf una um fulla atvinnu efst á blað. En eitt er að tryggja fulla atvinnu í bráð og annað að tryggja atvinnuöryggi til lengri tíma. Þótt okkur haft á síðustu árum tekist að forðast hér umtalsvert atvinnuleysi, skulum við varast alla sjálfumgleði, einnig þegar gesti ber að garði. Við höfum á þessu ári eir.s og svo oft áður verið minnt á það, hversu við erum háðir þróun efnahags- mála á alþjóðlegum vettvangi og þá einkum í helstu viðskiptaríkjum okkar. Eg nefni hér sem dæmi þann vanda, sem tilfaJFsla á gengi ýmissa erlendra gjald- miðla hefur skapað fyrir vissar útílutningsgreinar og samkeppnisiðnað. Því aðeins mun okkar takast að halda í horfinu varðandi atvinnuöryggi og sækja fram til betri og umfram allt jafnari lífskjara, að við treystum sjálfar undirstöður efnahagslífsins og náum tökum á þeim mörgu þáttum, sem móta starfsgrundvöll fyrirtækj- anna, smárra sem stórra, og lífsafkomu þess fólks sem við þau vinnur. Eg mun hér á eftir víkja að nokkrum atriðum, sem snerta þetta víða svið, og þá einkum ræða þau mál, sem stjórnvöld hafa beitt sér fyrir að undanförnu eða eru nú í undirbúningi. IÐNAÐARSTEFNA Eins og ykkur mun kunnugt, tókst ekki að afgreiða á síðasta Alþingi þingsályktunartillögu um iðnaðar- stefnu. I undirbúningi er að endurílytja tillöguna á yíír- standandi þingi með nokkrum breytingum. Eg tel nú sem fyrr þýðingarmikið að slík stefnu- rnörkun nái fram að ganga. Með vilja Alþingis að bakhjarli varðandi helstu markmið og leiðir í iðn- þróun ætti róðurinn að verða auðveldari í að sam- hæfa störf og stefnu þeirra Ijölmörgu aðila, ráðu- neyta, stofnana, og samtaka, sem áhrif hafa á gang mála. Eg hlýt að fagna hér þeim afdráttarlausa stuðn- ingi við tillögur ráðuneytis og rfkisstjórnar um iðn- aðarstefnu, eins og m. a. kom fram í erindi ykkar til ríkisstjórnarinnar í marsmánuði á s. 1. ári. VAL Á VIÐFANGSEENUM Undirstaðan í æskilegri stefnumótun í iðnaði er að við gerum okkur á hverjum tíma sem gleggsta grein fyrir því, hvaða greinar framleiðslu og þjónustu eigi hér lífvænlega möguleika. Leggja þarf megin- áherslu á þær greinar, þar sem við höfurn einhverja 84 Timarit iðnaðarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.