Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 92

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 92
fyrir 10 m. kr. sérstakri fjáröflun vegna þessa verk- efnis og hliðstæð upphæð er á lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir næsta ár. Með framkvæmd þessarar áætlunar tel ég að náð verði fram afar mikilvægu hagsmunamáli fyrir inn- lendan skipasmíðaiðnað, og nú er það iðngreinar- innar að hagnýta sér sem best þann byr, sem hún hefur fengið afhálfu stjórnvalda. ÁTAK í MÁLM- OG RAFIÐNAÐI Bygging raforkuvera og hagnýting orkulindanna á næstu áratugum undir ótvíræðri innlendri forystu verður að teljast eitt þýðingarmesta viðfangsefni í þjóðarbúskap okkar, jafnhliða eflingu þeirra at- vinnugreina, sem fyrir eru. Aðgerðir stjórnvalda til liagsbóta fyrir iðnaðinn þurfa m. a. að taka mið af þessum stóru verkefnum. Á vegum verkefnisstjórnar í rafiðnaði hefur verið gerð könnun á helstu raf- og vélbúnaðarhlutum vatnsvirkjana með það að markmiði, að hönnun, nýsmíði og samsetning fari fram hérlendis. I fram- haldi af þeirri könnun eru nú viðræður hafnar við virkjunaraðila um samstarf til að auka hlutdeild inn- lendra aðila í smíði búnaðar til virkjana, og taka einnig þátt í þeim viðræðum fulltrúar frá iðnþróun- arverkefni Sambands málm- og skipasmiðja. Þá er í undirbúningi samstarf rafiðnaðarhópsins og nýstofnaðra samtaka raftækjaframleiðenda til að hlúa að fyrirtækjum í rafeindaiðnaði. Verkefnið beinist fyrst og fremst að aðgerðum til að bæta fram- leiðslutækni, svo og að gæðaprófunum og að stuðn- ingi við hin ýmsu fyrirtæki, sem tengjast rafeinda- iðnaði. Þess er að vænta, að með skipulegu samstarfi og aðstoð' sjóða og stjórnvalda takist að þróa raf- eindaiðnað hérlendis. Otal verkefni bíða málm- og rafiðnaðar í tengslum við orkusparnað og við hagnýtingu innlendra orku- gjafa í stað innfluttra. Hér er um ýmis staðbundin vandamál að ræða, sem ekki verða leyst með inn- fluttri tækni. Má þar t. d. nefna rafþurrkun á fiski- mjöli. HAGRÆÐINGARAÐGERÐIR — ÁHRIF STARFSMANNA Með starfi að þeim iðngreinaverkefnum, sem hér hafa verið nefnd, hefur fengist þýðingarmikil reynsla. Eg mun ekki ræða um hana í einstökum atriðum. Á hitt vil ég minna, að með þessu er verið að leita leiða til að lækka tilkostnað við framleiðsluna og auka gæði. Það skiptir meginmáli í þessu sambandi, að við lítum á þessar aðgerðir sem þátt í víðara samhengi, en ekki sem einangruð viðfangsefni. Við þurfum að leitast við að tryggja, að hagræð- ingaraðgerðir í iðnaði okkar \erði lyftistöng fyrir iðngreinarnar og að þær samrýmist þeim áherslum í iðnaðaruppbyggingu, sem ég hef hér vikið að. Meðan hér vantar fólk til starfa í ýmsum greinum, þurfum við ekki að óttast, að hugsanleg fækkun starfa í kjölfar hagræðingaraðgerða leiði til atvinnu- leysis. I þessu efni skiptir í tvö horn hérlendis og hjá grannþjóðum okkar, eins og ég gat um í upphafi. En þótt ávinningur af framleiðniaukningu geti verið umtalsverður, þá er ég sannfærður um, að við eigum þess utan mikla ónotaða möguleika til að lyfta íslenskum iðnaði. Eg hef áður á þessum vettvangi fjallað um viðhorf mín til aukinnar þátttöku starfsmanna í atvinnulíf- inu. Þótt leiðir til slíkrar þátttöku séu enn lítt mótað- ar, þá hlýtur það að vera keppikefli að gera vinnu- staðinn í ríkara mæli en nú er að vettvangi hópstarfs, þar sem allir beini kröftum sínum í sömu átt. TRYGGJA ÞARF BÆTT LÍFSKJÖR Verkefni, sem við er að fást og úrlausnar bíða í íslenskum iðnaði, eru mörg og fjölbreytileg, á sama hátt og iðnaðurinn sem atvinnuvegur er margbrot- inn. Þar reynir því á að stilla saman hina mörgu strengi, og rata á þau grip, sem skila réttum sam- hljómi. í iðnaðinum þurfum við að gefa í senn gaum að öflugum framleiðsluiðnaði og fylkja þar til nýrra átaka, en jafnframt að efla stuðningsgreinar á sviði viðgerða og þjónustu. Eg sé að í þeim ályktunardrögum, sem liggja fyrir þessu Iðnþingi, koma fram margar gagnlegar ábendingar og áhersluatriði, sem bera vott um fram- sýni og sóknarhug innan vébanda sambands ykkar. Þótt við margháttaða erfiðleika sé að glíma í efna- hagslíf’i hérlendis, nú sem oft áður, og margir í at- vinnurekstri finni fyrir þeirri aðhaldsstefnu, sem stjórnvöld beita í viðleitni sinni við að ná niðúr verð- bólgu, er engin ástæða til að láta svartsýni byrgja sýn til þeirra miklu möguleika, sem eru til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi, ekki síst iðnaðinum. Þar hefur margt áunnist, bæði í sókn og vörn, og nú er við- spyrna til nýrra átaka. Þeirra er brýn þörf um land allt til að auka fjölbreytni í atvinnulífi, treysta undir- stöður þess, sem fyrir er, og hlú^ að nýjum vaxtar- sprotum. Markmiðið er að tryggja og bæta lífskjör landsmanna, hlut launafólks og félagslegar og menningarlegar aðstæður. Ég hygg, að ekki þurfi að brýna samtök ykkar til að leggja þar hönd að verki. Landssambandi iðnaðarmanna, stjórn þess, fram- kvæmdastjórn og starfsmönnum þakka ég gott sam- starfog óska þingi ykkar ogaðildarfélögum heilla og góðs gengis. 90 Timant iðnaðarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.