Vikan


Vikan - 01.01.1959, Side 8

Vikan - 01.01.1959, Side 8
Hvorug konan virtist hafa heyrt það sem hann sagði. Julie ýtti diskinum með litlu brauðsam- lokunum á til hliðar og setti olnbogana á borðið svo að hún gæti hallað sér nær Beatrix, sem gerði hið sama og hún. Heimsækirðu enn Castelbeluze systur þina? spurði Julie. Beatrixe settist upp bein í baki og hneppti frá sér loðskinnkápunni, svo í ljós komu brjóstin, sem voru þrengd saman af aðskornum kjólnum. — Hana. Ég held nú ekki! Hún setti sig upp á móti mér á þeirri stundu, sem ég breytti til um atvinnu og kom allri minni fjölskyldu til að gerast mér mótsnúin, mælti hún. Hið geysistóra, sögulega nef lækkaði, er hún hélt áfram í trúnaði: „En ég verð að segja það að mágur minn kom mjög vel fram. Hann gekk ekki í lið með hinu pakktnu. Hann venst ákaflega vel,“ hv'slaði Bea- trix. „Og úr því að ég minnist á þetta, segðu mér hvernig er á milli þin og Espivants?“ -— Mikið til Scima og verið hefur! Við sjáum ekki sólina hvort fyrir öðru, svo lengi sem við erum ekki gift! Ég var að minnsta kosti þrjár klukkustundir hjá honum á dag! Af því geturðu markað. —Heima hjá honum? — Auðvitað heima hjá honum. Hann er enn rúmhggjandi. — En, Julie! Hvað var um konuna hans allan þennan tíma? — Marianne? Kemur mér ekki við, góða. Ég geri ráð fyrir, að hún hafi hugsað um það, sem henni kom við. Hin nærliggjandi augu og langa nef Beatrix lýstu svo fullkcminni furðu, að það gat ekki farið fram hjá Julie, fyrst roðnaði hún, siðan fór hún að skellihlæja. „Þetta endurtekur hún áreiðanlega fyrir gervöllu kristnu mannkyni!“ hugsaði hún með sjálfri sér. — Er það satt, að Espivant liggi fyrir dauð- anum? — Vitaskuld er það ekki satt! Æðasláttur hans er ákaflega óreglulegur. Það er vegna áreynsl- unnar við þingstörfin, og svo framvegis. — Þú hefur sagt mér, greip Coco fram í, að d’Espivant greifi væri reglulega illa haldinn. .— Kveikjarann þinn, Coco. Þakkir. — Ég spurði þig, hélt Madame de la Roche- Tannoy ófram, af því að Espivant á enga ætt- ingja, þegar öllu er á botninn hvolft. —Ætli ég viti það ekki, góða. Alls enga. Þeim varð starsýnt hvorri á aðra, og kampa- vínið orkaði eins og olía á eld. Samt sem áður megnuðu áhrif áfengisins ekki að gefa öllum hjartans málum þessarra drykkjukvenna lausan tauminn, ætíð höfðu þær vaðið fyrir neðan sig, hvor I sínu lagi. — Þér hlýtur auðvitað að vera kunnugt um orðróminn, sem gengið hefur siðustu dagana? Um skilnað Espivants? — Ég veit nú dálítið, sem er enn fróðlegra, svaraði Julie og lét sér hvergi bregða. Það er ekki alger skilnaður að svo stöddu, heldur skiln- aður að borði og sæng. Það lítur út fyrir, að Marianne sé haldin alvarlegum sjúkdómi. Beatrix kumraði af hlátri. — Alvarlegui' sjúkdómur er loforð, sem fólk heldur mjög sjaldan. —- Hreint slúður, sagði Julie. — Ef þú ert ekki viss, greip Coco fram í, af hverju ertu þá að tala um það? Hvað kemur þér það þá við? Julie ýtti glasi unga mannsins og öskubakk- anum til hliðar, hallaði sér fram á litla borðið svo brjóst hennar tók yfir helminginn af því. Hún var enn komin með ermarnar að berum hand- leggjum og djásnum Beatrix. Annars voru þær á þessari stundu einstaklega tilhliðrunarsamar hvor við aðra, sem ekki hefði komið til mála, ef þær hefðu ekki haft eitthvað að drekka, þær gátu ekkí neitað sér um að læðast til baka, eins og innbrotsþjófar, inn í heim, sem þær höfðu yfir- gefið með svo áhrifalausu stærilæti. Samtal þeirra gekk út á að skiptast á hneykslissögum og upp- lognum trúnaðarmálum, á bakmælgi og gorti, sem þær trúðu ekki nema til hálfs. Minnzt var á stefnumót, og persónur nefndar hinum svi- virðilegustu uppnefnum. Hljómsveitin hreif þær allt í einu upp frá þessari ástríðuþrungnu iðju. — Elskan min góða, sagði Beatrix upp yfir sig, þetta verður að taka enda. Dýrð sé konunni! Hvað er orðið af vini þínum. — Að púðra á sér nefið, geri ég ráð fyrir. Viltu afsaka mig, ef ég fer frá þér núna? Ég vil ekki fyrir nokkurn mun missa af Sandrini. Við skulum hittast bráðlega. — Endilega, ljúfan. Þegar Julie sat eftir ein við borðið, fór hún að virða fyrir sér ljósin slokkna hvert af öðru, <^x(rs\ ifw> um leið og mannfjöldinn þokaðist að útgöngu- dyrunum og þyrlaði um leið upp þykku rykskýi. Hún gaf barþjóninum merki, og hann kom að borðinu til hennar. — Maðurinn, sem var með yður baðst afsökun- ar á því, að hann gæti ekki beðið. Það er búið að gera upp fyrir borðið. — Ágætt, sagði Julie. Hún fór fótgangandi alla leið niður að Saint- Augustin kirkjunni. Hið svala kvöldloft lék um kápuiausar herðar hennar og andlit, en hinir hlýju litir þess sáust nú ekki lengur í rökkrinu. Hún varð allt í einu óskaplega einmana, og samstundis yfirgaf hana sælutilfinningin, sem hún hafði fundið til eftir klukkustundir undir beru lofti, hina góðu máltíð og gnægð af vini. ,,Æ, hvers vegna er nú ekki ungi bjálfinn hér?“ Þar eð nú var komið langt fram yfir miðnætti, klifr- aði hún upp í leiguvagn til að spara peninga, um leið og hún barmaði sér yfir hlutskipti gamla, hrörlega vagnhestsins, sem vildi ekki með neinu móti segja Julie de Cameilhan ævisögu sína, á meðan þau voru að aka frá áttundu að sextándu götu. Þegar hún loks hafði lokið við að fá sér bað og farða sig í framan hafði hún í hyggju að leggja sig eina klukkustund í nýumbúið rúmið. En þá hringdi síminn allt í einu. Hún hljóp nakin inn í stofuna og bölsótaðist með sjálfri sér út af ónæðinu, en jafnskjótt og hún heyrði í símanum rödd Lucie Albert, kom annað hljóð í strokkinn. — Ert það þú, elskan? Áttir þú skemmtilegt kvöld? Æ, hvernig læt ég, það var laugardagur. Það er sama hvernig ég fer að, laugardagur á aldrei við mig. I speglinum andspænis var hávaxin, nakin kona og horfði á hana. Með sinu gullna hári var líkam- inn á litinn einna líkastur hinni gulu terós, fremur lítill, flatur magi, fallegur nafli, sem máli, elskan. Allt í lagi, við hittumst hérna um fjögurleytið. Hún stóð þarna enn um stund nakin, með höndina á símanum, hún varð yfirkomin af þungiyndi við tilhugsunina um tómleika dagsins framundan, enda þótt þannig væru flestir hennar dagar. „Það er Beatrix að kenna. Þetta stóra nef hennar færir mér alltaf ógæfu! Svo er nú líka það, ef satt skal segja, að það er sá áttundi í mánuðinum. Frá áttunda til fimmtánda helst sið- ferðisþrekið alltaf í hendur við fjárhaginn." Hún gerði nokkrar bolvindur með fæturna saman og hendurnar yfir höfðinu, en hætti svo, af því sultargörnin var farin að gaula í henni. „Ég hef slíka andstyggð á því að borða einsömul, en ég geri ráð fyrir, að það sé ekki um annað að ræða, þangað til Becker-ávísunin kemur. Enn einu sinni hringdi síminn, og hún stóð eitt augnablik eins og steingervingur, datt i hug, að nú væri máske Espivant að hringja til hennar. En það var þá bara Coco Vatard. Þá lyfti hún augnabrúnunum, þandi út nasirnar og setti hönd- ina á mjöðmina. Hún þéraði hann. — Ha, hvað ? Þér- eruð frámunalega fáfróður um, hvernig á að hegða sér, drengur minn. Reið? Ég? Þér eruð bara aldeilis hlægilegur. Þér þurfið ekki að hafa áhyggjur út af mér. Auk þess var Beatrix með bílinn sinn og ók mér heim með glöðu geði. Langt í burtu heyrði Julie í ritvél og mótor I hægum gangi, og Coco þrjóskaðist í einlægni við að reyna að útskýra málið. „Þú skilur mig ekki. Lofaðu mér að tala, Julie. Nei, það var alls ekki meiningin að gera þér neina bölvun. En ég var á bílnum hans pabba, og ég sá, að klukkan var orðin framyfir eitt, og hreingerningamennirnir koma alltaf á vetvang klukkan fimm og byrja alltaf á bílnum. Ég fer á fætur klukkan hálfsjö sunnudaga jafnt sem virka, svo ég sagði við sjálfan mig: Þessar tvær kvenpersónur eru með sinu óendalegu skvaldri búnar að setja mig út af laginu, það er hvort sem er engu likara en að ég sé hvergi nærri. Setjum svo, að ég hafi heppn- ina með og Julie verði mér eftirlát, þá get ég verið hárviss um að koma ekki heim fyr en eftir hálfsex að morgni. Ég vendi mínu kvæði í kross og fer heim. Með því móti vinn ég fullan vinnudag og lendi ekki í rifrildi við pabba.“ Julie, nei, hlustaðu á mig. Julie, ég kem nú og tek þig upp í. Við förum saman í hádegisverð á Bois. Hlustaðu nú, Julie. Ég gerði bara það, sem var fyrir beztu. Allt í einu sleppti Madame de Carneilhan öllum framhaldssaga eftir Colette sal' hátt, brjóstin höfðu ekki glatað neinu af fínleika sinum, nema í hinum miskunnarlausu gagnrýni-augirm hennar sjálfrar. „öllu líkari marglittum en helminguðum eplum“ var hennar úrskunður. „Halló! Halló!“ heyrðist hrópað hvað eftir annað í símanum, og hún gerði sér loks ljóst, að hún var alls ekki að hlusta. — Já, elskan mín góða, það var vist tekið af okkur sambandið. Ha, hvað segirðu ? Fegurðar- drottningar í skrúðgöngu. Já, mikil ósköp, það hlýtur að vera heilmikil skemmtun. Þeim, sem vinna verðlaunin, er alltaf svo dásamlega ábóta- vant, finnst þér ekki? Ha, á ég að varpa blóm- um? Hvílikt húllumhæ! Ég sagði „Hvílíkt húllum- hæ!„ Nei, „húllumhæ" . . . Það skiptir ekki virðuleikanum og þéringum, fór að skellihlæja og teygði svo úr sér fyrir framan spegilinn. — Komdu hingað á stundinni, asninn þinn! Fór ég illa með þig núna? Hitti þig eftir augnablik. Hún leit fyrirlitlega á símann og var í þeirri trú, að hún hataði manneskjuna, sem hún hafði rétt í þessu gefizt upp fyrir. Hve mörgum mönn- um, frá Becker til Coco Vatard, hafði hún látið undan við eina skipun? Enn í þriðja sinn varð hún að svara í símann og hlusta á fádæma óáheyrilega rödd, sem hún þekkti ekki i fyrstu. Ó, sagði hún, ert það þú, Toni? Ertu eitt- hvað slæmur í hálsinum? Góðan dag. Ég ætlaði ekki að þekkja röddina. Hafa ekki allir það gott? 3 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.