Vikan


Vikan - 19.03.1959, Side 20

Vikan - 19.03.1959, Side 20
Hvað vai' hún að horfa á með þessu galopna auga? Var hún einnig að hugsa? Þau voru eins sameinuð og tvær verur geta verið, samt skeytti hvort þeirra hinu ekki hið minnsta, og héldu áfram að lifa algerlega óháð hvoru öðru. Það kom yfir hann einhver dapurleiki og óljós órói. Einhvers staðar dýpst i rósemd hans leynd- ist biturleiki, óljós grunur um eitthvað, sem aldrei hafði verið til. Þegar hann reis loks upp, sneri hann sér við, til þess að komast að þvi á hvað hún hafði verið að horfa. Sólargeisli lék um gylitan ramma á veggnum. „Heyrirðu í dyrabjöllunni ?“ spurði hann. „Nei, var hringt?“ Hann heyrði gengið upp stigann, en Alice hreyfði sig ekki. Hún lá endilöng á legubekkn- um með sloppinn fleginn frá sér, kafrjóð og varir hennar brunnu enn eftir kossa þeirra. Og þegar bankað var á hurðina, sá hann bros breiðast yfir andlit hennar. „Guð minn góður! Þetta hlýtur að vera Gigi!“ Hann þóttist viss um, að alit hefði þetta verið fyrirfram ákveðið. Hann þóttist viss um, að allt hefði þetta verið fyrirfram ákveðið. Þetta var næstum eins og gildra. Reyndar virt- ist henni bregða, en hann þóttist viss um, að Alice hefði vitað hvenær vinkona hennar ætlaði að koma. Hún vafði að sér sloppnum í flýti, hljóp til dyra og kyssti stúlkuna, sem inn kom. „Bara komin?" Hún sagði ekki meira, en gaf allt greinilega i skyn þegar hún lagaði hár sitt, sem var allt í óreiðu og slétti úr bældum púðunum á legu- bekknum. Gilles hafði enn fimm mínútur til stefnu, áður en hann skyldi hitta Rinquet á ný. Hann gekk upp og opnaði dyrnar að herbergi frænda síns. Klukkan ellefu höfðu þeir Rinquet farið inn á Lirrain-barinn, en hann hafði verið einn af áætlunarstöðum Octave Mauvoisin. Þeir fundu Babin á sínum venjulega stað við gluggann, með vindii milli tannanna og hálftómt glas á borðinu. Hann hafði glott hæðnislega, þegar hann sá mennina tvo, en hann hafði ekki yrt á þá. Hvernig haföi þeim komið saman, Mauvoisin og Babin? Eins og Babin hafði sjálfur sagt, þá voru þeir af sömu manntegund. Þeir höfðu báðir strit- að, til þess að ná þessum frama, þeir voru báðir fæddir baráttumenn. Daglegt líferni þeirra virtist meira að segja Svípað. Hvorugur skipti sér mikið að heimili og fjölskyldu. Babin var aldrei lengur heima eh hann nauðsynlega þurfti, og örsjaldan minnt- ist hann á fjölskyldu sína, og ef hann gerði það, reyndi hann ekki að dylja fyrirlitningu sína á konu sinni og börnum. Gftast var hægt að ná í hann á Lorrain-barn- um, þar sem hann hafðist við öllum stundum. Mc.v.voisin hafði gengið um í sífellu, en Babin sat kyrr á sinum stól. Mauvoisin hafði skipt deginum reglulega niður, en Babin sat á sínum stað og hreyfði sig ekki. Og klukkan ellefu á hverjum morgni, hittust þessir tveir einmanalegu menn. Stafaði þetta af nauðsyn? Ef til vill sú nauðsyn að fylgjast hver með öðrum? Rinquet hafði sagt Gilles allt, sem hann hafði getað grafið upp um þetta efni. Mauvoisin kom inn í kaffihúsið og stundi við, en það hefði mátt túlka sem kveðju, en hann rétti Babin aldrei höndina. Hann gekk rakleiðis að mahóní-bam- um, og ekki þurfti hann að panta neitt, því Gaston, eigandinn, rétti honum þegar portvíns- flösku. Mennirnir skiptust á hversdagslegum orðum, eins og: „Er Hervineau búinn að fara til La Pallice?“ „Hann fór hér framhjá fyrir klukkustund á heimleið.“ Það skipti engu þótt fleiri væru á barnum, þvi að þeir einir skildu mikilvægi orða sinna. I þetta skipti var það einhver skipasmiður, sem hafði vogað að koma á fót eigin fyrirtæki. Her- vineau hafði verið sendur til þess að fá hann of- an af þessu. „Nokkuð að frétta af Luciolef“ Þetta var einn af bátum Plantels, sem hafði vei'ið tekinn í landhelgi við Azoreyjar. Eigend- urnir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð, til þess að múta yfirvöldunum á eyjunni. Það hafði verið talað persónulega við sjávarútvegsmálaráðherr- ann. Portvínsflaskan stóð á borðinu. Mauvoisin var sérvitur, og fékk alltaf sína eigin flösku, sem hann útvegaði sjálfur. Þegar kaffihúsið átti ekki fleiri flöskur, sendi hann því nýjan kassa. Ætli arsenikið hafi getað verið sett í portvínið, án þess að hann tæki eftir því, hugsaði Gilles. Gat Babin hafa komizt í flöskurnar? Varla. Ekki án þess að Gaston vissi. Hvað með Gaston? Gilles þekkti ekkert til hans, nema hvað hann var í framan eins og kanína. „Nú verðum við að fara, Gilles.“ Siðan litu þeir í snatri um verkstæðið. Stund- um hafði Mauvoisin þurft að skrifa undir hitt og annað, og það hafði hann alltaf gert standandi. Síðan kvöldverður uppi á lofti, þar sem hann hafði setið þegjandi, augliti til auglitis við Colette. Gilles stóð í dyragættinni og horfði inn í her- bergi Octave Mauvoisin. Um þetta leyti var sá síðarnefndi vanur að leggja sig. Hann var vanur að sitja þarna í stólnum sinum, hreyfingarlaus, með augun aftur, munninn opinn og handleggina danglandi niður á gólfið. Frú Rinquet sagði, að hann hefði líka hrotið. „Hann fékk sér aldrei kaffi eftir mat, vegna hjartans." Gilles gekk að glugganum og sá Rinquet ganga eirðarleysislega fyrir neðan, drepandi tímann, meðan hann beið þess, að Gilles kæmi með hon- um og horfði á bifreiðarnar koma og fara. Þegar Gilles fór niður, heyrði hann hlátrasköll niðri á fjTstu hæð. Hann hálfskammaðist sín, þar sem honum fannst Alice hljóta að vera að ljóstra upp einhverju leyndarmáli. „Jæja, Gilles. Nú þurfum við að fara inn á skrifstofuna, þar sem herra Mauvoisin var vanur að ski'ifa imdir bréfin. Meðal annarra orða . . .“ Hann tók Gilles afsíðis. „Ég veit ekki, hvort það skiptir nokkí'u máli. Ég rakst áðan á náunga úr lögreglunni, og hann sagði mér, að meðal fjölda nafnlausra bréfa, sem þeir hefðu fengið, væri eitt, þar sem sagt var, að Poineau hefði sagt kvöld eitt — ölvaður reynd- ar — að hann skyldi einhvern tíma hefna sín á húsbóndanum. Hann virðist hafa fyrirlitið frænda yðar.“ „Ég veit, að hann gerði það.“ Gilles mundi er'tir þjófnaði þessa manns og hefnd Mauvoisins. En hvernig hefði Poineau, sem var allan daginn á þönum um verkstæðið, átt að fá tækifæri til þess að byrla honum inn eitur? Þeir fóru inn í húsið, sem eitt sinn hafði verið kirkja og rákust þar á Esprit Lepart, sem leit að vanda einkennilega á tengdason sinn, eins og skömmustulegur drengur. „Segðu mér eitt papa . . .“ Þetta var einkennilegt. Gilles hafCi aldrei átt eins erfitt með að segja papa. Og hann horfði einnig kinduglega á vingjarnlega manninn, tengdaföður sinn. „Fi'ændi minn kom alltaf að máli við þig um þetta leyti, er það ekki?“ „Haim var vanur að koma inn og setjast í stól- inn minn, án þess að segja aukatekið orð. Ég skildi aldrei hversvegna hann hafði ekki eigin skrifstofu. Einu sinni stakk ég upp á því, en ég fékk ekki annað svar en augnatillit, sem sagði mér að skipta mér ekki að þessu. Hann átti ekki einu sinni penna, heldur notaði alltaf minn. Bréf- in, sem átti að undirrita, voru geymd í þessari brúnu möppu. Hann virtist aldrei lesa bréfin, en ég get bölvað mér upp á, að hann hefur alltaf vitað undir hvað hann var að skrifa. Rithönd hans var breið og kröftug, og hann stundi alltaf við, þegar hann skrifaðl." Enn einu sinni skar sólskinið bryggjurnar, síð- an göturnar í tvennt, öðrum megin var skugg- sælt, hinum megin var allt baðað í sólskini. „Hann fór aftur niður í Ouvarard-bankann, til þess að kynna sér síðustu verðlagningar frá París. Og um þetta leyti komu líka blöðin frá París. Mauvoisin var vanur að kaupa sex eða sjö, sem sáust venjulega gægjast upp úr vinstri jakka- vasa hans. Og þá var klukkan orðin fjögur. „Milli fjögur og 'flmm var nokkur fjölbreytni í stundarskránni. Þetta ringlaði mig talsvert. Einn daginn fór hann t. d. til Place d’Armes og heimsótti Penoux-Rataud, öldungadeildarþing- mann. Ég hef ekki reynt að fylgja í fótspor hans þangað, vegna þess að ég veit á hverju ég á von þar. Stundum fór harrn til Hervineau í Rue Gargoulleau. Hann var ekki vanur að tilkynna komu sína þangað. Hann óð strax inn á skrif- stofuna, jafnvel þótt lögfræðingurinn væri að tala við viðskiptavin. Stunum fór hann til Basse og Plantels. Það var þá, sem haldin var sam- koma hjá því, sem við kölluðum Samlagið. Ég komst að einu um þessar samkomur — frændi yðar kom alltaf síðastur og fór ævinlega fyrstur aftur.“ Þegar mennirnir tveir gengu eftir Rue de l’Evescot, leit Gilles á gluggana á húsi móður Colette, en hann sá enga hreyfingu inni í húsinu. 1 Rue de l’Escale höfðu foreldrar Gilles kynnzt, og húsið númer 17, sem eitt sinn hafði verið tón- listarskóli. Rinquet tók upp litlu minnisbókina. „Klukkan fimm fór frændi yðar til frú Eloi.“ Þeir fóru fram hjá klukkuturninum, niður að höfninni, sem enn var böðuð sólskini og iðandi af manngrúa. Sætin utan við kaffihúsið voru þéttskipuð fólki, sem þarna sat, til þess að njóta vorsólarinnar. Það starði spyrjandi á hinn unga Mauvoisin og lögreglumanninn fyrrverandi. Rinquet leit á kaffihús frú Eloi og spurði: „Ætlið þér inn?“ Gilles hikaði. „Ég komst að dálitlu hjá manni, sem er eitt- hvað skyldur konunni minni. Að því er virðist, Framhaldssaga efftir G. Simenon 20 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.