Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 26

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 26
■ ■ ■ ALDARSPEGILLINN Framhald af bls. Jf. En sagan er ekki öll sögð um tóbakið, því eitt sinn sat hann á tali við erlendan sendimann og sagði hon- um ágæta skáldsögu um tóbaks- klúbb, sem hann kvað hér starf- andi, en mjög væri erfltt um inn- göngu, bæði þyrftu menn að geta iesið lög kiúbbsins aftur á bak og áfram og eins uppfylla einhver „nef- tóbaksieg skilyrði", sem ekki væri á allra færi, og aumingja maður- inn trúði öllu saman, þangað til Voill- ery hló og klappaði á öxl hans og sagði honum sannleikann um sög- una. Voillery hefur í'erðazt nokkuð um landið, heimsótt óbyggðir, komið að Mývatni, í Vík í Mýrdal og um Ak- ureyri og Siglufjörð. Þær stundir, sem verða honum einna ógleymanlegast- ar eru fagrar sumarnætur, tindrandi norðurljós á vetrum og tilkomumik- il vorsól, sem sígur i sæ. Hann hef- ur mikið dálæti á Islandi og Islend- ingum og undrast örar breytingar, sem orðið hafa, siðan hann fluttist til Sögueyjarinnar. Hann skilur vel agnúa og misbresti þjóðfélagsins, en þykir vænt um fólkið sakir alúðar þess og hæfiiegrar kaldhæðni. Hann sér eftir þvi, að honum hefur ekki imnizt tími til að dvelja um hrið á gömlum, íslenzkum sveitabæ, þar sem hann gæti borið saman að nokkru fortíð og nútíð landsins, þar seái hann hefur dvalið lengstan tíma starfsferils sins. Honum geðjast sér- lega vel að ýmsum íslenzkum mat, t. d. fer hann gjarna fram á það að fá fisk, einnig hrogn og lifur — og auðvitað skyr. Hann er frábær „con- naisseur" á mat að ekki sé talað um sérgrein hans sem Frakka, vínin. Einhverju sinni átti Voillery að mæta í veizlu í París og tók leigu- bifreið þangað með pomp og pragt. Svo leið og beið, og veizlugesti tók að lengja eftir sendíherranum, en hann sat þá bara og rabbaði við bifreiðarstjórann um daginn og veg- Énn, og hafði steingleymt veizlunni. ENN er ótalinn sá þáttur i skap- gerð Sendiráðherrans, sem veiga- mestyr er og skiptir hann sjálf- an tvímælalaust mestu máli, en það er trú hans. Hann er ákaflega rétt- trúaður maður, án allrar kreddu- festu eða ofstækis, hann er hjartan- lega kaþólskur og lífsskoðun hans í þeim éfnum getur sannfært trúarlega öfugga með stuttu samtali, þannig að þeir viðurkenna ekki eingöngu rök hans, heldur láta sannfærast af elskulegri og blíðri framkomu hans og einlægri trúarvissu, sem að sönnu hefur fylgt honum allt hans líf. Hon- um er ljósara en mörgum, hversu lítill þáttur veraldargengi og alls- nægtir eru og afvopnar menn þeg- ar, þótt þeir komi til vígvallarins al- vopnaðir. Hann veit, að böl mann- anna er fyrst og fremst það, sem frá sjálfum þeim kemur og hann leggur áherzlu á innri erfiðleika manna, sem mikiivægt sé að ráða bót á. Hann er sér vel meðvitandi um hið eilífa v íðavangshlaup tilverunnar, menn hlaupa undan lífinu á flótta og alveg er óvíst, hvort sá flótti verð- ur þeim til undankomu eða falls. HENRI Voillery segir vinum sín- um, að hann sé hamingjusam- asti maðurinn undir sólunni, og allir, sem á annað borð eru svo heppn- ir a’ð ræða við manninn í einrúmi nokkra stund, komast ekki hjá því að viðurkenna, að erfitt muni að finna sælli mann. Hann er sæll, því að hann hefur gefið sér tíma til að kanna sál sjálfs sín, ýtt mjúklega og með rólegri yfirvegun hinum innri erfiðleikum úr vegi og því eru hin- ar hversdagslegu og niðurdrepandi hraðaþrautir nútímans jafn fjarri honum og Gullna hliðið, er logandi eldtungum vonda staðarins. NIÐUR... OG UPP GIramkald af bls. 18 heyrist lágmælt i hátalaranum: Anna og Tony, tilbúin að ganga inn á sviðið. Þriðji og síðasti þátturinn er að hefjast. OG loksins, þegar tjaldið er falliö, lófatakið dáið út, og síðustu gestirnir farnir úr salnum, brýt- ur kátínan að tjaldabaki af sér öli bönd. Að vísu er kennsludagur að morgni, en allir leikendur og leik- sviðsviðsstarfsmenn hafa frí í fyrstu tveimur timunum, og hvað er þá sjálfsagðara en að syngja og dansa og ærslast ofurlítið til þess að fagna sigri ? Rufus. r '»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»:♦»»»»»:♦:♦:.»»»»»:♦»» ♦ ♦ w ♦ ♦ vv Jv vv vv vv vv vv >v vv vv T«V vv vv vv vv vv vv vv vv vv vv vv vv vv ♦ V ♦ V T4I.T4 ► ♦ ^0^4 ♦ ♦ vv vv vv ^41.4 ♦ ♦ vv vv vv vv vv 7V vv vv vv ♦ ♦ ♦ ♦ vv vv vv ?v vv vv t4»t<| ♦ ♦ vv *v vv vv tOt4 ♦ ♦ vv vv vv vv ♦ V *>v vv VV vv vv vv vv vv vv vv vv vv TikT4 Loftkældar Dieseldráttarvélar cjfiícjel-C/ch(eppe/' von // Óú 9Qpr Deutz dleseldráttarvélamar eru fáanlegar í stærðunum 13 Ha — D25 — D25S — D405 50 Ha og 65 Ha. — Bændur leitið yður upplýsinga um loftkældu Deutz dieseldráttarvélamar. Deutz dráttarvélar spara vinnu, tíma og peninga. Að fengnum nauðsynlegum innflutningsleyfum mun- um vér útvega væntanlegum kaupendnm flest algeng dráttarvélaverkfæri og vinnuvélar, svo sem: JACOMBI — múgavélar driftengdar, HEUMA — hjólmúga- vélar dragtengdar, EBERHARDT — jarð- tætarar, plógar og herfi. SCHIEFERSTEIN — áburðardreifarar, FELLA — heyhleðslu- vélar — rakstrarvélar — grastætarar, BAAS — ámoksturstæki auk margra annarra tækja. Sendiö fyrirspurnir og pantanir yöar, sem ailra fyrst. Hlutafélagið HAMAR ♦"*< Tryggvagötu Keykjavík •»:♦:♦:♦»:♦:♦:♦:♦:♦:♦:♦:♦»:♦:♦:♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»»»>»»»»»:' •»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>i»»»»»»»>: 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.