Vikan


Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 3
Hún var þá ekki að reykja — stúlkan á skólasjoppumyndinni var bara að mála sig — og % v • hvað er saklausara? ' úrÝalsmynd er að ræða. Vitanlega þarf bíóið á njiklu fé að lialda upp í allan kostnaðinn, en það er lika áreiðanlegt, að maður fer þangað ekki eins oft fyrir bragðið. Mundi það ekki bórga sig fyrir bióið að lækka verð aðgöngu- miðanna eitthvað? Ég er þeirrar skoðunar, og bið þig að koma þessu á framfæri. Með beztu kveðjum. Bíógestur. Það má vel vera, að það borgi sig, en ekki veit ég það samt. Ég geri ráð fyrir að forráða- menn kvikmyndahússins hafi stillt verði að- göngumiðanna í hóf, miðað við kostnaðinn, en þetta kemur vitanlega í ljós þegai frá líð- ur. Öllum ber saman um að kvikmyndin sé ágæt og sýningin nálgist það að veia tækni- legt ævintýri, og ég geri ráð fyrir, að margir séu þeirrar skoðunar, að betra sé að fara einu sinni að sjá góða mynd en oft til að sjá miðlungsmyndir. En sein sagt — þetta hlýtur að koma á daginn. MÁ EKKI MINNAST Á „VINNUBÚÐIR“? Kæra Vika. Undanfarin sumur hefur þjóðkirkjan — ef ég man rétt — og ýms önnur samtök starfrækt sumardvalarbúðir fyrir börn, og í sumar gang- ast tveir ungir áhugasainjr íþróttafrömuðir fyrir „íþróttabúðum“ fyrir drengi austur í Hvera- gerði, eftir þvi sem sagt var í útvarpinu. Þetta er gott og' blessað og ber sannarlega að fagna þvi. En hversvegna gengst enginn, og á ég þar við opinbera aðila eða félagssamtök, fyrir vinnu- búðum fyrir börn yfir sumarmánuðina? Það er ágætt að drengir læri íþróttir, en öll börn þurfa líka að læra að vinna og hafa ánægju af gagnlegu starfi. Má' kannski ekki minnast á vinnubúðir, vegna þess óorðs, sem 'harðstjórn- ir erlendis hafa komið á slikar stofnanir með því að nefna þrælkunarbúðir slíku nafni. Ef svo væri, finndist mér það illa farið. Það ætti að vera tiltölulega auðvelt fyrir bæjarfélög, að koma slikum stofnunum á fót undir stjórn góðra manna, og enginn þarf að efast um þá gagnsemi, sem það hefði fyrir börnin. Virðingarfyllst. Einn af eldri skólanum. Bréfið var nokkru lengra, og er bréfritar- inn beðinn velvirðingar á því, að rúmsins vegna er ekki hægt að birta það í heild. Hug- mynd hans er hér með komið á framfæri. Ég hef ekki kynnt mér þetta mál neitt, en tel hugmyndina vel þess verða, að henni sé gaumur gefinn. KARDEMOMMUBÆRINN ÚT Á LAND . . . Iíæra Vika. Komdu nú þeim skilaboðum til Þjóðleikhúss- ins fyrir mig, að það ætti, svo framarlega sem það hefur nokkur tök á, að senda leikflokk með „Kardemommubæinn“ í sumarferðalag um landið. Allir, sem séð hafa leikritið, láta mikið af því, og fullorðnir ekki síður en hörn, enda mun ekkert leikrit, sem þjóðleikhúsið hefur sýnt á þessu leikári, hafa notið jafnmikilla vin- sælda. Það kann að vera að erfitt sé að koma þessu við, tjaldanna vegna, — en mætti ekki gera einhver sérstök tjöld fyrir ferðalagið, sem ekki væru eins örðug meðferðar. Það er áreið- anlegt að æskan í dreifbýlinu mundi kunna Þjóðleikhúsinu þakkir fyrir, af það réðist í þetta — og þeir fullorðnu lika. Með þökk fyrir birtinguna. Iiona í kauptúni. Það er rétt — ég býst við að tjöldin yrðu erfiður þröskuldur í vegi, og einhvernveginn finnst mér, að það mundi draga mjög úr svip og áhrifum leiksins, ef farið væri að gera önnur tjöld. Ilitt lái ég ekki, að fólki úti á landi langi til að sjá þetta bráðskemmtilega barnaleikrit, sem fullorðnir geta lika notið sér til mikillar ánægju. Skilaboðunum er kom- ið til viðtakenda á sömu forsendum og endra- nær — að þeir séu meðal hinna mörgu les- enda Vikunnar. LÍNAN ðumi__

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.