Vikan


Vikan - 16.06.1960, Qupperneq 4

Vikan - 16.06.1960, Qupperneq 4
Á útmánuðunum í vetur efndi Vikan til samkeppni um það að þekkja sjö andlit, sem öll höfðu áSur birzt i blaSinu. í sam- bandi viS þessa keppni var skoSanakönnun um efni blaSsins og hefur veriS gerS grein fyrir henni fyrir nokkru. Verðlaunin voru: Kóngur í einn dag — án rikis og kórónu. Nokkur hundr- uð réttar lausnir bárust og við drógum úr þeim réttu. Upp kom miði með nafninu Gísli Jónsson og gaf undirritaður þær skýr- ingar á sjálfum sér, að hann væri skrifstofumaður, 22 ára og til heimilis að Ásvallagötu 64. Sem sagt, Gísli Jónsson var kjörinn til þess að verða lcóngur i einn dag, og einn góðviðris- dag i byrjun maí rann sú stund upp. Til þess að gera honum daginn ánægjulegri höfðum við fengið ungfrú Rúnu Brynjólfs honum til samfylgdar og hvítan Cadillac til þess að ferðast í eins og með þyrfti. Rekjum við nú ekki söguna lengur hér, en látum myndirnar tala. Kóngurinn óskaði eftir því að byrja daginn með því að rera viðstaddur messu í Kristskirkju { Landakoti, þvi þangað hafði hann ekki komið áður. Þar tók faðir Hackings á móti honum og útskýrði fyrir hon- um messuna. Ungfrú Rúna Brynjólfs heilsar hans hátign um morguninn. Farkosturinn, hvítur Cadillac, stendur ferðbúinn í baksýn, Forráðamönnum í Flugskólanum Þyt þótti það mikil náð að fá tækifæri til þess að fljúga yfir bæinn með svo tiginn gest. Hér er einn af eigendum skólans, Sigurður Ágústsson, að ferðbúast, en kóngurinn tók síðan sjálfur við stýri og flaug fyrir kurtfeisi sakir yfir Bessastaði. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri í Reykjavík, átti mjög annríkt þennan dag, en að sjálfsögðu gerði hann hlé á störfum sínum til þess að taka á móti majestetinu og gerði það með sinni alkunnu glæsimennsku.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.