Vikan - 16.06.1960, Qupperneq 8
Jónas Jónsson.
Heilaþvottur með maraþonskrifum. —
SPORIN
FRÁ
HRIFLU
JtÍNAS jONKNON
Að fornu og nýju eru það málsbætur mestar fyrir kviðdómi almennings-
álitsins hér á landi, að hinn ákærði sé annaðhvort drykkfelldur eða gáf-
aður. Fari betta saman má afhrotið vera bæði lítiðfjörlegt og lágkúrulegt,
ef bað duair ekki ákærða til algerrar sýknu af hálfu þessa kviðdóms, sem
alltaf tekur vægara á beim glænum. sem eittbvert mannshragð er að en
brotum, sem framin eru i veikleika og með hangandi hendi. En miskunn-
arlausastur er hann bó beim, sem vafasamt er að hafi yfirleitt nokkuð
af sér brotið, að maður tali nú ekki um, ef þeir hafa svo auk þess ekki
nema hálfar málsbætur eða engar.
Þeir Jónas sálugi dómsmálaráðherra. sem e-itt sinn réði örlögum bjóð-
arinnar. og Jónas .Tónsson. sem skrifar nú á gamalaldri leiðara i Mánu-
dagsblaðið og hefur fvrir löngu misst taumhaldið á sinum eigin örlögum,
standa háðir jafn höllum fæti fyrir hessum kviðdómi að hvi leyti til, að
vafi leikur á um brot beggia og hvorugur nýtur nema hálfra málsbóta,
þvi að þeir hafa aldrei verið við veigar kenndir. Hins vegar verður það
af hvorugum skafið, að þeir hafi verið gáfaðir, þótt sumum þætti
sá sálugi nokkuð misvitur á stundum, og hinn, sem lifs er, sé mjðg
tekinn að gerast gamlaður. Munu nokkrir meðal kviðdómenda telja það
heHt hrot hins fvrrnefnda að hann skuli nokkurntíma hafa verið á Hfl,
en hins siðarnefnda, að hann skuli enn vera á lífi. en bar sem hvorugt
getur falizt siálfrátt. haðan af sfður afbrot sem nokkurt verulegt manns-
bragð er að. en málsbætur aðeins hálfar. er vart við sýknu að búast.
hótf flest sé iafn ólfkt i fari beirra .Tónasanna og það. að annar er
liðinn en hinn lifandi, eiga þeir ýmislegt samei'ginJegt. Báðir eru lieir
til dæmis Þingevingar, fæddir á sama bænum. Hriflu i Rárðardal, meira að
segia sama daginn, 1. mai 1885. og sagðir af sama foreldri, og sannar sú
undantekning bá reglu. að margt sé likt með skyldum. Munu báðir hafa
ali7t unu við sama atlæti, sömu viðhorf og sömu störf. unað sér við sömu
leiki. hevrf sömu sögurnar lesnar á kvöldvökum og sömu rimur kveðnar,
hl’étt á frásagnir af sömu afrekum hingeyskra garpa, fundið samskonar
aðdáunarkennd vakna með sér. er beir heyrðu getið ófeigs á Fjalli.
Báðir munu þeir og hafa alið með sér sömu þrár og báða dreymt
svipaða drauma, að minnsta kosti fvrst f stað. Þeir urðu og samferða að
heiman og lögðu leifS sina til höfuðborgar Norðurlands, Akureyrar, fæð^-
ingarborgar islenzkrar ungmennafé.lagshreyfingar og siðar meginvirki
samvinnustarfserninnar á fslandi. Luku þeir þar báðir gagnfræðaprófi
sama árið, 1905. og urðu á eitt sáttir um hað, að þeim lægi ekkert á að
hverfa aftur heim í Bárðardalinn að svo búnu, það væri að minnsta kosti
eins hyggilegt að athuga það fyrst hvort ekki mætti nema eitthvað er-
lendis umfram það, sem kennt var til gagnfræðaprófs á Aknrevri. Lögðu
þeir þvi leið sina til Danmerkur og urðu enn samferða. Dvöldust þeir
einn vetur f Ivðháskólanum í Askov, héldu síðan til Oxford, Lundúna og
Parisar. Sneru þeir þá heimleiðis og létust hafa farið nógu víða til að
sannfærast um, að Þingeyjarsýslan bæri af öSrum löndum, og sú há-
menningarþjóð er hana byggði, öðrum hámenningarþjóðum, og væri því
til forysfu kjörin. Um svipað leyti vaknaði og hjá þeim sá grunur, að þeir
myndu sjálfir bera af öðrum Þingeyingum; varð nú svo einlægt og náið
þeirra bræðralag, að oft og tíðum áttuðu þeir sig ekki á þvi siálfir að þeir
væru ekki einn og sami maðurinn, og þvi sízt að undra þótt öðrum dyldist
sú staðreynd.
Engu að sfður hafði það aldrei komið jafn skýrt f ljós og i þessari ut-
anferð, hve ólikir þeir voru hið innra þótt yfirborðið væri hið sama. Að
vísu höfðu þeir báðir kunnað álíka illa við sig með Dönum, sem ekki kunnu
sýsluskil heima á íslandi og þekktu ekki þingeyskan aðal, og hugsuðu
báðir dönskum þegjandi þörfina. En Oxford og Paris skáru úr — fast-
heldni Breta við fornar venjur, tryggð við gamlar erfðir og þrákelknisleg
íhaldsemi vöktu aðdáun og virðingu með öðrum Jónasinum, svo að brezkir
skipuðu öndvegi í minningum hans og hugsunum upp frá því, en hinn
varð svo altekinn annarlegri hrifningu, er hann leit fallöx þá í Paris, sem
kvistað hafði niður franska broddborgara á sínum tima, að hann varð
8
VIKAN