Vikan


Vikan - 16.06.1960, Síða 21

Vikan - 16.06.1960, Síða 21
að tefla djarft og hann hljóp beint yfir sandinn og eins hratt og honum var auðið. Hann gat heyrt sinn eigin hjartslátt, bjóst við því i hverju skrefi, að nú riði skotið af. Ekkert var sennilegra en einhver stæði í skugganum og fylgdist með ferð- um hans, öldungis eins og náunginn, sem fylgst hafði með ferðum Lilyar, og ekkert látið á sér bæra fyrr en hún var komin langleiðina. Aldrei hefði Bonito getað gert sér það i hugar- lund, að hundrað metra spölur gæti reynst svo langur. Loks var hann kominn alla leið heim að húsinu. Fyrst i stað varð hann að láta hallast upp að veggnum og kasta mæðinni. Hann komst að raun um að hann var ekki neinn unglingur leng- ur, og að hann hafði hreyft sig of litiö en hins vegar etið of mikið af góðum mat undanfarin ár. Bonito gætti varlega fyrir húshornið. Það brak- aði eilitið í lausri fjöl undir fótum hans; sand- flugurnar réðust á bera öklana og stungu hann, en hann lét sig Það engu skipta. Hélt niðri I sér andanum og starði fyrir húshornið, en gætti bess vandlega, að hann yrði ekki séður. Og það var líka eins heppilegt fyrir hann, því að þarna sátu þau, Mick og Lily á dyraþrepun- um, á að gizka tvö skref frá húshorninu; lágvær jazztónlist barst frá ferðaútvarpstæki og Mick strauk stuttum, digrum fingrum sínum um Ijósa lokka Lilyar. „Við skulum koma að synda," heyrði hann Lily segja. „Við förum ekki fet," svaraði náunginn og kippti hrottalega í lokka hennar. „Hvorugt okkar." Bonito heyrði það, að hlátur Lilyar var ekki sem eðlilegastur, enda þótt hann efaðist stórlega um að náunginn veitti því nokkra athygli. „Það er óþarfi fyrir þig að fara svona hranalega að mér, góði,“ sagði hún. „Eg er ekki neitt að fara að þér,“ svaraði Mick fólskulega. „Eg gæti snúið þig úr hálsliðnum með einu handtakl," Bonito dró öryggið af byssugikknum. Ef ég hefði haldið skotfiminni betur við, hugsaði hann, þá gæti ég verið viss um að hæfa hann án þess aö særa hana En það eru tuttugu ár síðan ég hef haft tækifæri til að beita byssunni á annaö en slasaða belju. Lily svaraði lágt. „Ég trúi þvi ekki að þú sért neinn hrotti í rauninni. Þú ert sviphreinn og að- laðandi, að minnsta kosti í tunglsljósinu, og mig langar sannarlega til að kynnast þér betur. Ég er viss um, að þú hugsar margt með sjálfum Þér ...“ „Hugsa?" endurtók náunginn spyrjandi og af nokkurri tortryggni. „Þú veizt hvað ég á við. Ég er viss um að þú ert greindur piltur." Náunginn sleppti takinu á lokkum hennar. Strauk henni um hárið næstum þvi blíðlega. „Meinarðu það?“ spurði hann. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.