Vikan


Vikan - 28.07.1960, Side 6

Vikan - 28.07.1960, Side 6
Menn fcru frjálslegir í klæðaburði á Miami Beach. Hér eru nokkrir virðulegir Norðurríkjamenn, sem <] þó eru ekkert virðulegir lengur. Þeir hafa fengið sér einn slag á laugarbakkanum, meðan sólin vermir þá. kosta kvöklkjólarnir nálægt 20 þúsund krón- um . . . Ferðafólk getur keypt sér gullbrydduð bað- föt, alsett knipplingum eða þá örlitið skjól- meiri og þá fóðruð með minkafeldi. Verðið er hátt á þriðja þúsund krónur eða meira. Þær sem hafa i hyggju að fá sér kvöldkjóla geta liæglega fundið sér glæsilegan kjól með Dior- eða Balancinsniði. Og kvöldkjólarnir verða að vera skrautlegir, því að samkvæmisklæðn- aður er fyrirskipaður á hverju kvöldi i hinum glæsiiegu gistihúsum. Það er orðin hefð að verzla á þessum stað, og oft getur að lita aug- lýsingar sem þessa í blöðunum: Takið með ykkur tómar töskur og fyllið þær iijá okkur! Eftir innkaupin þarf að fá sér kokkteil, kvöldverð, dansa, fara í næturklúbb og loks að fá sér öriítinn svefn, áður en dagurinn hefst að nýju. En vesalings forstjórinn! Hin stóru gistihús liafa á boðstólum alla hugsanlega rétti, svo að ekki er hlaupið að þvi að grenna sig þarna. Þarna eru sjaldgæfir réttir frá öllum löndum. Það er mikils um vert að koma heim til New York eða Chicago og státa af því, að ostrusalatið hjá Joe liefi verið sérstaklega gott í ár, og að geta sagt kunningjum sínum, að enginn geti glóðar- steikt eins og brytinn í „The Einbers“. Og ef menn skjóta svo að smá atliugasemd sem þess- ari: - Reyndirðu ostakexið hjá Wolfie? þá hafa þeir unnið í síðustu lotu. Auk þess koma fram stjörnur eins og Harry Belafonte, Edith Piaf, Nat King Cole og fjöl- margir aðrir á Miami Beach eða i Miami ár- iega. Þessar stjörnur láta ljós sitt skína i görð- um gistiliúsanna eða á svölunum, þar sem ljósadýrðin og litskrúðið er svo heillandi, að sjálf náttúran gæti ahlrei slegið því við. Þeir einu sem lifa eðlilegu lífi eru lieima- menn. Eitt sinn á sextándu öld hertóku Spán- verjar Flórida, og eðli þeirra er enn lieima- mönnum í blóð borið. Þeir horfa yfirlætislega á ferðafólkið, sem þýtur um allt til þess að sjá og láta sjá sig. Beztu gistihúsin standa hlið við hlið með- fram Collins Avenue. Eigendunum virðist koma vel saman, en sú er ekki raunin á, því að bak við tjöldin berjast allir um básætið og virð- inguna. Á sama hátt og bandarískir auðkýfingar aka í nýjum lúxusbílum ár hvert, verða þeir einnig að dveljast á beztn gistihúsinu ár livert. Miami-gistihúsin eru eins og íþrótta- garpar, þau eru ekki ,á toppnum" nema stutt- an tíma i einu. Fjölsóttasta gistihúsið eitt árið, getur algerlega fallið í skuggann næsta ár. Einkennandi er auglýsing stærsta gisti- hússins: „Americana-gistihús ársins!!“ Miami Beach er sandrif, sem sker sig ög.a frá meginlandi Florida. Á þessu sandrifi er ein óslitin röð hótela og jiar geta ailii fengið eitthrað við sitt hæfi. Þar getur láglaunamaður fundið afdrep, sem hæfir pyngju hans og auðjöfrarnir geta baðað sig í lúxus eins og þeim lystir. Næst á myndinni er sjálf perlan í festinni: Hótel Fontainebleu. ■ S/ i . : ••úi • Illlil ' I 'V' ' } , '

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.