Vikan


Vikan - 28.07.1960, Qupperneq 20

Vikan - 28.07.1960, Qupperneq 20
Það gall við skot í næturkyrrðinni og hann hneig til jarðar eins og mjölpoki sem fellur af vagni. KARIW MICHAFLS: FORSAGA Páll og Phyllis, sem bceði eru munaöarleysiugjar, hittast, veröa ástfangin og ganga í ihjónaband. Þau eignuöust heimili í tveim- ur smáherbergjum meö baöi og brúöueldhúsi, þar sem ham- ingjan brosti viö þeim. En svo kom kreppan. Páli var sagt wpp atvinnunni og peninga- leysiö tók aö sverfa aö. Stöku sinnum tókst Páli þó aö fá vinnu nokkrar klukkustundir í einu. Einn slíkan dag varö Páll vitni að árekstri, en fann á eftir litla perlufesti é götunni, haföi hana meö sér heim og gaf Phyllis. Litlu síöar tóhst Páli aö fá atvinnu sem ghiggafœgingarmaður, sœmilega borgaö starf, en hættulegt. En nú fór aöeins aö birta til hjá ungu hjónunum, og þau gátu leyst út muni sína hjá veölánaranum. Einn dag sá Phyllis auglýst eftir perlufesti í gömlu blaöi,. og þau skrifuöu blaöinu og sögöu frá festinni, sem Páll fann. En einn daginn, er Phyllis var em heima, var bariö aö dyrum og komnir voru tveir menn, sem báru upp á þau þjófnaö á perlufestinni ... l '&M því. — Á ... á götunni. Maðurinn horfði hvasst á hana. — Ég held að yður sé bezt að segja sannleikann. — Já, en ... já, en, þetta er sannleikur! Páll fann hana . .. Það var að morgni til. Við höfðum enga vir(nu ... snemma morguns ... Hann sagði það sjálfur! — Hann? Hvar er hann? Hinn maðurinn tók fast um úlnliðinn á henni. — Ég er leynilög- regluþjónn. Ég læt ekki slá ryki í augun á mér. Ef þér ekki segið sanleikann, tek ég yður með mér. Þá skulum við sjá hvort ekki verður hægt að fá yður til að tala! Fyrri maðurinn, sem Phyllis fannst ósjálfrátt að væri heiðursmaður. þaggaði niður í lögreglu- manninum: — Hægan! Hún er skelkuð. Gefið henni næði til að átta sig. Og Fhyllis sagði iþeim frá erfiðleikunum, þegar þau höfðu ekki haft neitt til neins, en nú hefði Páll góða vinnu, og nú gætu þau aftur leyst út muni sína hjá veðlánaranum ... Lögreglumaðurinn greip fram í: — Hættið þessum þvættingi. Festin er stolin. Það vitið þér vel sjálfar. Maðurjnn yðar hrifsaði hana, rétt eftir áreksturinn. Frúin var með hana, þegar hún steig út úr vagninum, en er hún kom heim til sín, var hún horfin. ... Þér getið eins vel játað það nú, og síðar. •Rétt í þessu opnaðist hurðin og Páll stóð í dyrunum. Phyllis rak upp óp og leitaði verfcdar í útbreiddum örmum hans. — Stolið ... Páll, þeir segja . .. þeir segja ... að þú hafir stolið henni ... Páll leit frá einum til annars. — Hver talar um þjófnað hér á mínu heimili? Það var sem Páll yrði þrem þumlungum hærri. Gráklæddi maðurinn horfði rannsakandi á hann og muldraði svo í hálfum hljóðum: — H.'gnn hefir ekki útlit fyrir að vera Þjófur! En leynilögregluþjónninn lét ekkert á sig bíta. — Ég þekki nú allt mitt heimafólk. Þetta er kænskubragð. Ofsóttir sakleysingjar ... ! Phyllis grét, en angist hennar var horfin. Páll myndi standa fyrir sinu. Lögreglumaðurinn spurði i þaula, Páll svaraði rólega öllum spurningum, en Phyllis heyrði á rómnum hve reiður hann hann var. Á meðan gekk hinn maðurinn um í íbúðinini, staðnæmdist við gluggann og fitlaði við blómin hennar, skoðaði bækurnar í hyllunni, loks tók hann að rjála við kögrið á borðdúknum. Hann blygðaðist sín auðsæilega fyrir framkomu þeirra. Lögregluþjónninn yppti öxlum. — Það er ekk- ert hægt að hafa upp úr honum. Ég sting upp á að við förum með hann á lögreglustöðina, svo hægt sé að taka fingraför hans og leita í skjölum okkar. Hinn hristi höfuðið. Svo staðnæmdist hann fyr- ir framan Pál og mælti: Leyfið mér að spyrja yður eins. Hvað heimtið þér mikið í ... fundar- laun? Páll starði á hann. — Fundarlaún? Ég skil yður ekki ... Ókunni maðurinn endurtók óþolinmóðlega: — Þér skiljið mig mæta vel. Ég spyr yður aftur, hvers krefjist þér í fundarlaun? Augu Páls skutu eldingum. — Ég er búinn að segja það, að ég fann festina í svaðinu, ég tók hana upp í þeirri trú oð hún væri verðlaus hlut- ur. Ég krefst ekki launa fyrir það. ... Skiljið þér mig nú? Takið festi yðar og bindið enda á þetta mál. Meðan Páll hjálpaði Phyllis til að taka af sér festina, hélt lögregluþjónninn áfram að tala um fingraför og lögreglustöð, en gráklæddi maðurinn svaraði: — Ég vil helzt losna við að blanda lögreglunni í þetta. Ég hef heldur ekki tima til Þess. Bátur- inn fer eftir fjóra daga og ég er hlaðinn störfum. Páll rétti honum festina. Maðurinn tók við henni og stakk her^ni i seðlaveski sitt. Síðan tók hann aftur til að ganga um stofurnar eins og hann væri að leita að einhverju. Páll hélt að hann væri að svipast um eftir hattinum og rétti honum hann. — Og úiú vilduð þið kannske gera svo vel aðhverfa úr mínum húsum! Maðurinn tók við hattinum, hneigði sig og fór án Þess að mæla orð. Lögregluþjónninn fór án þess að kveðja. Þegar þeir voru farnir, fékk Phyllis fyrsta sefasýkiskastið á ævinni. Hún stappaði í gólfið. — Þessir þorparar! Ég gæti drepið þá! Þvílík ósvífini! Bara af því að við erum fátæklingar. Annars hefðu þeir aldrei þorað þessu. ... Ég hata þá ... Ég gæti hrækt framan í þá! TVEIM dögum síðar var Páll svo heppinn að fá fyrgtu aukavinnuna, Nú var um að gera að taka á því sem hann átti til. Hann fór að sveifla sér æ oftar milli glugga utan á húsunum, í því skyni að spara timann. Á þvi augnabliki sem báðar lkkjurnar voru lausar, fann hann eilítinn hroll fara um sig, en það var búið undir eins og fyrri endinn greip í. Hann beitti öllu viljaþreki sínu til að hugsa ekki um hina svimandi hæð fyrir neðan sig, Þvingaði sig til að líta aldrei niður. Og nú sá hann, sér til mikillar gleði, að hann gat lokið við fjörutíu glugga á sjö stundum, þó hánn fengi fullt kaup fyrir átta stundir. Það var föstudagskvöld. Þótt hann væri búinn að segja Phyllis að vinur sinn væri veikur og hann yrði að taka að sér hans vinnu, var hún þó orðin veik af hræðslu þegar hann kom heim. Laugardagurii^n var frídagur og hann átti að nota til vikulegrar hreingerningar, en nú sagði Páll: — Kemur ekki til mála. 1 fyrarmálið förum við til læknis, ég vil láta skoða þig. Og hann lagði blátt bann við því að hún snerti á neinni hreingerningu. Hann skyldi sjá um það, fyrst um sinn, að rykið yrði ekki álnarhátt. Læknirinn skoðaði Phyllis. Það var ekkert sér- að henni, sagði hann, en heilsan var ekki vel sterk. Hún þurfti hvíld, útivist og nærandi og holla fæðu. Það sakaði ekki að hún færi út í sveit um stundarsakir. — Páll brosti. Nákvæmlega það sem mér datt í hug. Síðan borgaði hann lækninum, hann var ósköp sanngjarn, og þegar þau komu út, dró hann Phyllis að sér og sagði: — Að þrem vikum liðnum ferð þú upp í fjöll og sleikir sólskinið og drekkur mjólk frá morgni til kvölds. Phyllis vildi ekki heyra þvílíkt óhóf nefnt, en Páll trúði henni fyrir því, að hann ætti peninga í bankanum, og hún skyldi ekki hafa áhyggjur út af neinu. En þetta með aukavinnuna hennar vegna, nefndi hann ekki á nafn. Hann þekkti litlu stúlkuna sína of vel til þess. E'iginlega var Phyllis þvi einkar fegin að Páll skyldi taka hreingerninguna á sínar herðar, þótt svolítið sæi reyndar á íbúðinni við það. Hún var eitthvað svo þreytt. Það áttu ekki aðrir að ganga um stofurnar en þau sjálf, og þegar hún hafði safnað kröftum, skyldi hún vinna helmingi meira en áður. gg í: J 20 YIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.