Vikan


Vikan - 28.07.1960, Side 24

Vikan - 28.07.1960, Side 24
; ■ 7 , . ..,,,, • ,-> ,. , , .,-<- :■: , • •><•,< •:, ,. •, , ■ mzzMmm />>■>' ■» v. <•>»: ■ '■ •'■ ' ■ ' ''A •:•:• Hún hefur hlotið heimsfrægð — það er staðreynd. Hvort það er að verð- leikum er svo annað mál og skal ekki rætt hér. En eitt er víst: Jayne Mansfield hefur kunnað að nota sér mátt auglýsinga og ef til vill hafa þær fleytt henni þangað sem hún er. Jayne hefur ekki verið við eina fjölina felld, sem ekki er von. Hér er hún með dóttur sína, Jayne Marie, frá fyrsta hjónabandi. Hvort það sé satt að ég sé vön að þurrka af gólfinu meS minka- skinnskápunni minni? Nú, jæja, það er ef til vill full fast að orSi kveSiS. Hitt er rétt, aS mér er gjarnt til aS fara gálauslega meS dýr- mæta hluti, til dæmis aS draga þá eftir gólfinu í hugsunarleysi. ÞaS hefir að vissu leyti sin áhrif á viSstadda, og jafnvel sjálfa mig líka, svo langt sem þaS nær. Ég hafði nefnilega aldrei vanist munaSi á fyrri árum. Nú fyrst hefir mér tekist aS koma upp þessu heimili, sem mig hefir dreyint um alia mína æfi —• meS gestaálmu, smíSajárnshliSi og bugSóttum garS- stígum .... ÞaS liggja margar leiSir upp á tindinn. Sumir vinna baki brotnu, ganga á leikskóla og stunda aukanám, aSrir reyna að taka fólkiS réttum tökum. Sjálf valdi ég þá leið, að leggja rækt við útlit mitt og — auglýs- ingarnar. Eitt var mér ljóst, allt frá byrjun: ÞaS var um að gera að verSa kunn, verða fræg, -— gilti einu með hverju móti. Ég lýsti hárið, sem ég liafði áður litað svart, réði til mín blaðafulltrúa og hét hon- um ríflegum liluta af tekjum mínum. Þær voru raunar engar fyrir hendi i bili, en ég huggaði bæði hann og mig með þvi, að þær myndu áreiðanlega ekki láta á sér standa, ef liann væri aðeins nógu dug- legur viS að skapa mér hylli almennings. Nú d ég þetta allt samant Fyrsta tækifærið bauðst mér við blaðamannasýningu á kvikmynd- inni „Underwater", með Jane Russell og Ricbard Egan. Fulltrúan- um hafði tekist að útvega mér heimboð til Silver Springs í Flórída, þar sem sýningin átti að fara fram. Ég fór í loftköstum frá Hollywood til Flórída. í asanum sem á mér var, gleymdi ég baðfötunum, svo ég varð að fá jiau lánuð til þess að geta sýnt mig á baðströndinni i Silver Springs. Þar hlaut sem sé að vera rétti staðurinn til að hefja frægðarferil sinn, hugs- aði ég. Eaðfötin voru í æpandi rauðum lit og tveimur númerum of litil, en ekki leit út fyrir að það gerði neitt til, þvi ljósmyndararnir hóp- uðust utan um mig........ Fræg varð ég áreiðanlega ekki fyrir þetta æfihtýri, en blaðaljós- myndurum varð starsýnt á mig, og töldu mig mjög heppilega lil Ijósmyndafyrirsætu. Eigi að síður var enn langt upp í þann stjarna- heim, er ég hafði alltaf þráð svo einlæglega. Mig langaði til að kom- ast yfir allt þetta sem vikuritin voru aS segja að kvikmyndastjörn- urnar ættu: Fögur skrauthýsi, hvíta sportbíla, sundlaugar, allskyns munað. Nú á ég þetta allt saman! Nú get ég sofið á silkiþægindum og liaft brönugrös í baðherberg- inu. Ég get legið í minni breiðu hvílu og brotið heilan um hvort ég eigi að vera i hvítu minkakápunni minni, eða safírminknum. Hvort ég eigi að aka í hvíta kádiljáknum ellegar í ljósrauða Jagúarbiln- um. Eg get pantað mér tólf kassa af kampavíni, ekki til að drekka það, heldur til jiess að hressa mig á kampavínsbaði. Ég á eins marga klæðnaði og dagar ern i ári. Eg fæ aðdáunarbréf frá milljónum manna........ Ég vildi ekki skipta á Jífskjörunum við nokkra lifandi manneskju í öllum heiininum. Kvænt skólastúlka, Ég er fædd í Bryn Mawr. i Pennsylvaníu, liinn 10. janúar 1933. Þegar ég var sextán ára, giftist ég með leynd, formanni knattspyrnu- félags skólans. Hann var snyrtimenni og liár vexti og ég hélt að ég elskaði hann. Ekki þorði ég að segja neinum heima lijá mér frá giflingunni, og ég var ógurlega hrædd um að skólameistari kæmist að því. Mig langaði svo til að ná prófi. Lögum samkvæmt var ég auðvitað frú Paul Mansfield, cn ég notaði áfram meyjarnafn mitt, sem var Vera Jayne Palmer. Að morgnin- um kyssti ég mömmu mína á kinnina, áður en ég fór i slcólann. Að skólatíma loknum var ég með Páli, en lieim varð ég að vera komin i síðasta lagi klukkan hálf ellefu. Loks varð ég þess vör, að ég var barnshafandi. Nú varð ég að segja móður minni og stjúpa frá hjónabandi okkar Páls. Þau urðu ekkert sérlega hrifin af tíðindunum. Ég tók próf í maí, en i nóvember fæddist dóttir okkar. Páll var byrjaður á námi við háskólann i Texas. Við leigðum okkur litla íbúð og tókum að okkur allskyns ígripavinnu, til þess að hafa eitthvað á að lifa. Erfitt var það að vera með smábarn i í miðjum kennslustundum. Háskólarektor leyfði okkur að koma með telpuna til fyrirlestra, að því tilskildu, að að hún truflaði ekki kennsl- una.... Og námsfélagar okkar vöndust þvi smám saman að hafa litlu Jayne Maríu að áheyranda. 24 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.