Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 5
Þessi miðstöð á engan sinn lika i gervailri Afriku. Nauösyn
þessarar miðstöðvar sést bezt, þegar menn komast að raun
um, að í landinu eru aðeins um 100 innlendir læknar og um
200 erlendir, — í landi, þar sem búa 17 milljónir manna!
Stjórnmálaleg afstaða Eþíópíu er afar erfið. Haile Selassie
á ekki upp á pallborðið hjá Nasser. Hið þrjú þúsund ára
gamla kristna keisaraveldi hefur ávallt átt í höggi við
ágenga Múhameðstrúarmenn. Eftir að skriður komst á
framkvæmdir við Assúan-stífluna, hefur samkomulagið við
Egyptaland farið hríðversnandi. Eþíópíumenn halda fast í
það, að Þeir eigi sjálfir upptök Bláu Nílar, og 84 prósent
af stifluvatninu kemur úr þeirri á, og vatnsorkuna ætlar svo
Násser að nýta í þágu Egyptalands. Stíflur eru nú ráðgerðar
við Tana-vatn og við fossa Bláu Nilar. Ef eitthvað verður
úr framkvæmdum, gætu Eþiópíumenn beizlað orku, sem
nemur milljörðum kílówatta og yrði iðnaði landsins, sem enn
er á frumstigi, ómetanlegur stuðningur. En tekur svo Nasser
sönsum? Munu Vesturlönd veita E'þíópíu stuðning sinn?
Þjóðsagan segir, að keisarinn eigi tilveru sína vatninu að
þakka. Þegar drottningin af Saba sótti Salómon konung
heim, varð hann að sverja að leyfa henni að halda ósnort-
inni heim. Salómon sór, en drottning varð sjálf að lofa því
að snerta ekki neitt i höll Salómóns. Hinn vitri Salómon
lét bera fyrir drottningu sterkkryddaðan mat, og í herbergi
hennar lét hann setja skál fulla af vatni. Drottning varð
brátt miður sín af þorsta, stóðst ekki mátið, og Salómon
stóð hana að verki, er hún dreypti á vatninu. Þannig losn-
uðu bæði undan eiðnum. Sonur þeirra, segja menn, að hafi
verið Menelik I., fyrsti konungur hinnar fornu ættar
Eþlópíukonunga. ie
tiondar var höfuðborg Eþiópíu í næstum 300 ár, þar til í
^3 byrjun 19. aldar, að Menelik II. keisari gerði Addis Abeba
höfuðborg landsins. Nú eru hallirnar frá blómatímum borg-
arinnar hálffallnar, og enginn hefur áhuga á þeim lengur
oema sagnfræðingar.
A
Eþíópfumenn hafa enn ekki beizlað hina miklu orku, sem býr í ám og vötnum
landsins. Með því að virkja Bláu Níl munu þeir eignast orku, sem næmi milljörðum
kílowatta. Slík virkjun er nauðsynleg iðnaðinum og áveitunum á hið frjósama
gróðurland.
í steikjandi hita moka svertingjarnir saltinu í stóra hauga. Saltið er aðalútflutn-
ingsvara hafnarborgarinnar Massava við Rauðahaf, en í Massava og grennd er
einhver heitasti staður á jörðinni.
V