Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 17
innra með manninum sjálfum. Til þess afi draga úr
þessari innri streitu og gera hana þolanlegri gerum
vi?5 útlæg úr vökuvitund okkar þrár og langanir,
sem rekast á hnitbjörg samfélagssiðgæðisins. í þvi
skyni þrengjum við þeim niður í dulvitund okkar,
bælum þær, felum þær bak við tjald gleymskunnar.
En einmitt af því að kleyfhuginn hneigist aS eSlis-
fari til þess aS gagnrýna sjálfan sig, þá reynist þetta
fangelsi dulvitundarinnar oft ótraust. Hinar bann-
færSu hugsanir og tilfinningar brjótast þá fram i
ljósa vökuvitund, þegar okkur varir sizt.
Af þeim áhlaupum sprettur sá sársauki, sem viS-
kvæmur kleyfhugi lýsti í byrjun þessarar greinar.
Hann á í innri baráttu viS bældar tilfinningar og
þrár, sem ekki máttu fá eSa gátu fengiS fullnæg-
ingu, þegar þær kröfSust fyrst réttar síns. E. t. v.
naut hann ekki þeirrar móSurástar, sem hann þráSi,
og fékk þess vegna ekki heldur tækifæri til aS elska
móður sina með öllum þeim innileika, sem barn-
inu er eiginlegur. En ásthneigð, sem ekki fær að
njóta sín, verður óþægileg og sérsaukafull tilfinn-
ing, og það er varnarráðstöfun hvers manns að reyna
að bæla hana niður. En sú bæling getur leitt til
jiess, að undir köldu yfirbragði ólgi logandi sár
viðkvæmni.
SKRIFTIR OG SYNDALAUSN.
Þó að kenningin um bælingu og duldir sé mjög
nýtizkuleg á okkar dögum, er hún vaxin fram úr
ævafornri mannþekkingu. Menn hafa lengi þótzt
vita, að hætta geti stafað af bælingu þrár og kennda.
Sá, sem bælir niður í hugskoti sínu þrá, ótta, von-
brigði eða sektarvitund, hjá honum geta þau brot-
izt fram í annarlegu gerfi við hin ólíklegustu til-
efni. Þau þurfa að fá eðlilega framrás, fá að koma
fram i dagsljósið. Barnið, sem getur látið undan
hræðslu sinni og flúið, er i minni hættu en hitt, sem
er lokað inni og getur ekki látið undan flóttatil-
hneygingu sinni. Fullorðnir finna oft létti i þvi
að trúa öðrum fyrir því, sem þjakar þá. Þá er eins
og trúnaðarvinurinn taki á sig einhvern hluta byrS-
arinnar.
AlþýSuspekin þekkir þetta læknisráð. Uggvænlegan
draum á maður að segja yfir logandi eldi eða renn-
andi vatni, þá missir hann álagakraft sinn og rætist
ekki. Hinn dýpri tilgangur þessarar aðferðar er sá,
að óþægileg tilfinning fái útrás í stað þess að vera
bæld í dulvitundinni. MeS reglubundnum skrifta-
málum sínum hefur kirkjan einnig rækt mikilvægt
geðverndarstarf i þessum anda. Syndalausnin er
fyrst og fremst fólgin í því, að hinn þagmælski
trúnaðarvinur, skriftafaSirinn, tekur á sig þjakandi
áhyggju hins breyzka skriftabarns. Þá verður hin
þvingandi bæling óþörf.
Innhverfur kleyfhugi á miklu erfiðara með að
gera sér aðra að trúnaðarvinum en hið sviflétta geð
Framhald á bls. 31.
Djúpt í hugtaki sumra manna
leynist mikill sársauki sem fjýgur
fram við ákveðnar hugsanir og veld-
ur sálarkvölum.
Þessi sársauki er til kominn vegna
bælingar á tilfinningum eða óskum
og þarf að fá eðlilega útrás til þess
að jafna sig.
VIKAN
Þess bera
menn sár...
eftir Dr. Matthías Jónasson