Vikan


Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 35

Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 35
spark i óæðri endann, svo að hann hrökk í burtu, og beygði sig síðan sjálf niður að byssunni. „Skjóttu ekki!“ æpti ég, en það var of seint, hún hafði tekið í gikk- inn. Skotið hljóp úr byssunni, sem var nærri aldargömul, með ógurleg- um hávaða, og svartur reykmökkur gaus upp. Ég sá mömmu falla fram fyrir sig með andlitið kolsvart, líkt og sá vondi væri þar sjálfur kominn. Pabbi stökk á fætur með jafnsnöggu viðbragði og hann sjálfur hefði ver- ið skotinn, og báðir köstuðum við okkur án þess að hika andartak í gegnum gluggann, þrátt fyrir það að hann væri lokaður. Við vorum þotnir upp í klettana efst á hæðinni, áður en við máttum vera að því að draga andann, en þeg- ar við loks þorðum að líta við, blasti við okkur sjón, sem gerði okkur furðu lostna. Gatan fyrir framan bæ- inn okkar var algerlega auð, og langt í burtu rétt við þorpið sást í dreifð- ar mannverur, sem hlupu eins og þær ættu lífið að leysa. Einhvers staðar fremst i hópnum þóttist ég greina signor Antonio. „Og hver fjandinn," sagði faðir minn og starði yfir auðan orustuvöll- inn yfir sig kominn af undrun. „Við höfum sigrað.“ Við gengum niður að húsinu hæg- um og hugsandi skrefum. Gat það verið, að signor Antonio væri rag- geit? Hafði hann gert steypuvestin frægu aðeins handa fólki, sem hafði ekki slíkt hugrekki og við til að verja sig? Við fundum mömmu liggjandi með- vitundarlausa undir borðinu og köll- uðum hana aftur til lífsins með fötu fullri af vatni og glasi af koníaki. „Við sigruðum," sagði faðir minn, þegar mamma gat loks hlustað á okk- ur, og rödd hans var hörð og einarð- leg. „Bardaginn var langur og harð- ur, en við höfum unnið fyrstu atrenn- una. Næsta atrenna,“ sagði hann og sló hnefanum i borðið, svo að söng i, „skal fara fram í herbúðum and- stæðingsins sjálfs. Við Pietro munum fara niður eftir og gera út um þetta mál í eitt skipti fyrir öll!“ Strax og við höfum haft fataskipti og hlaðið byssuna á nýjan leik, lögðum við svo af stað. Aðalgatan i þorpinu okkar var full- komlega mannlaus. Jafnvel hundarnir virtust hafa flúið burtu. En ég þótt- ist finna fjölda augna stara á okk- ur, þar sem við gengum tignarlegir rakleiðis að ógnþrungnu vígi signors Antonios, það er að segja húsi hans. Skyndilega datt mér nokkuð í hug, og ég sagði: „Pabbi, ef til vill bíður signor Antonio komu okkar með byssu sína bak við einhvern glugg- ann?“ Pabbi stanzaði eins og hann hefði gengið á vegg. „Ja, hver þrem- illinn,“ sagði hann. „Þú virðist ekki alveg tómur í kollinum. Við skulum setjast niður á næstu vínstofu og hugsa mál okkar.“ Við settumst niður og af tómri tilviljun einmitt við það borð, þar sem signor Antonio var vanur að sitja. Það, sem næst gerðist, gerði okkur steinhissa, því að signor Antonio tók þessa ögrun sem úrslitakosti. Áður en skjálfandi þjónninn hafði haft tima til að spyrja okkur, hvað við vildum, opnuðust dyrnar á húsi signors Antonios, og Eugenia kom í ljós, bognari og kræklóttari en nokkru sinni fyrr og veifaði skítug- um, hvitum vasaklút. „Fáni uppgjafarinnar," hvislaði ég. „Orustan er unnin.“ — Bak við hurð- ina, sem enn var aðeins opin í hálfa gátt, skein í fölt andlit signors Antonios. „Húsbóndinn vi 11 fá að tala við ykkur,“ mælti hún veikri, titrandi röddu, „ef þið viljið leggja frá ykk- ur vopnin.“ „Láttu hann koma út fyrst og það vopnlausan," sagði pabbi. Skilaboðum hans var komið til rétts aðila, og hægt, með reikulum skrefum og öskulitað andlit kom hinn mikli signor Antonio í Ijós, studdur af Florellu. Við skildum byssuna eftir á borðinu og gengum fram. Faðir minn hvessti augun á signor Antonio, en ég hins vegar gat ekki haft augun af hinni yndislegu Floreliu minni. Andlit hennar var allt þakið tárum, og fæt- ur hennar reikuðu, rétt eins og þeir ætluðu að neita að bera hana. „Ég elska hana,“ hrópaði ég. „Ef þú leyfir mér ekki að giftast, pabbi, þá dey ég.“ „Þú að giftast dóttur morðingja!" hrópaði faðir minn. „Nei, það skal aldrei verða." „Einkadóttir mín að giftast glæpa- manni!" æpti signor Antonio enn hærra, — „manni, sem skýtur af fall- byssu á föður, sem rangt hefur verið gert til. Nei, aldrei!" ,,Aldrei?“ hrópaði ég. Við hróp mitt leit vesalings Florella mín upp, og sorgmætt andlit hennar var fegurra en útsprungin rós. „Aldrei," stundi hún, og hægt, líkt og þegar rós föln- ar, leið yfir hana. „Hún er dáin!“ hrópaði fólkið, um leið og það tók að streyma út úr hús- unum í kring. „Glæpamennirnir hafa myrt hana.“ „Ó, ástin min!“ hrópaði ég. „Þú yndislega blóm hjarta mins.“ Ég greip hana í faðm minn, um leið og hún féll, og þakti andlit hennar kossum. „Húrra!" hrópaði einhver. „Kvenna- flagari!" hrópaði annar. E'n húrra- hrópið var miklu hærra. „Hvernig dirfistu að snerta hana!“ hrópaði signor Antonio og hélt dauða- haldi í síðustu leifarnar af virðingu sinni. „Pabbi!“ hrópaði ég yfir vaxandi húrrahróp mannfjöldans. „Mundu, að enginn sigur er fullkominn án her- fangs. Eigum við að fara af orustu- vellinum með tómar hendur?" „Nei, aldrei!“ hrópaði faðir minn. „Signor Antonio! Ég krefst dóttur þinnar handa hinum hugrakka syni mínum!" „Aldrei,“ hvislaði signor Antonio, en hvísl hans skorti alla sannfæringu og drukknaði eins og hinn eyðilagði orðstír hans algerlega í húrrahróp- um mannfjöldans. „Yndið mitt,“ hvíslaði ég að Florellu. „Hetjan mín,“ hvíslaði hún. „Enginn skal nokkurn tíma skilja okkur að.“ Og það reyndist orð að sönnu. 1 fyrstu var Florella dálítið miður sín vegna þeirrar minnkunar, sem faðir hennar hafði orðið fyrir, en eins og ég útskýrði fyrir henni og allir þorpsbúar urðu sammála um, þá getur jafnvel hinn harðgerasti morð- ingi misst kjarkinn, þegar við ofur- huga eins og mig og pabba væri að fást, og enginn skyldi frekar hæðast að signor Antonio en að fræknum íþróttagarpi, sem nú væri hættur allri keppni og ef til vill farinn að gildna. Eins og að líkum lætur, eru end- ur og eggjakörfur ekki framar skild- ar eftir við dyrnar hjá signor Antonio. En honum er enn sýnd full virðing, eins og sæmir morðingja,- sem setztur er í helgan stein, og þó að hann sé ekki lengur „borgari númer eitt“ í þorpinu okkar, þá hefur hann að minnsta kosti ánægjuna af því að vera tengdur honum. Og hver er þá þessi nýi aðalborgari? má Vera, að þú spyrjir. Auðvitað faðir minn. Hver annar? Var hann ekki hetjan í umsátrinu? Jafnvel mamma þagnar stundum, þegar hann lítur á hana á vissan hátt og minnir hana á, hvað gerðist, þegar Antonio Chirico, morðinginn frægi, framdi þann kjána- skap að ætla sér að etja við hann kappi. ★ '&o’vScuáúA, ftjo&ky&Lunnúh teœ£isleápur 125 in™ H.i. Haftækjaverksmiiljan HAFNARFIRÐI — SlMAR: 50022 OG 50023 V I K A N 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.