Vikan


Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 29
 !$6overy! pim Heildsala Smásala JOHNSON’S BÓN BEZTA HÚSHJÁLPIN Dranmarsiðningrar Kramhuld af bls. 22. fannst mjög leiðinlegt og óviðkunnanlegt að hafa kistuna svona útlitandí, svo að ég bað kunningja menn að stanza, svo að ég gæti týnt blóm, sem ég tók allt í ciriu eftir, að uxu með- fram veginum, sem við ólcum eftir. Þar tíndi ég mjög falleg blóm, allavega lit og setti þau á kistuná, og fannst mér þá, að mér liði miklu betur á eftir. Við þetta vaknaði ég og var þá hálfkjökrandi? Geturðu sagt mér, hvað þú lest úr skriftinni? Með fyrir fram þökk fyrir ráðninguna. Magga. Svar til Möggu. Draumurinn er ekki fyrir dauða, eins og litið gæti út í fljótu bragði, heldur fyrir því, að þú munt giftast innan skamms og stofna heimili. Blómin í draumnum eru einn- ig mjög gott tákn um velgengni. Skriftin er góð, og þér er margt til lista lagt eftir henni að dæma. Herra draumráðandi. Mig hefur nokkrum sinnum dreymt þennan draum alveg eins og langar til að fá ráðningu á honum. — Mér fannst ég vita af mér á ó- kennilegum stað, — helzt fannst mér það vera úti í geimnum. Ég var þar á gangi á örmjórri braut, og það vissi ég, að ef ég færi út af henni, væri mér bráður bani búinn. Þegar ég hafði gengið dálitla stund, sá ég, að brautin var ekki lengri, en ég vissi, að ég varð að halda áfram. Allt f einu heyrði ég rödd, sem sagði mér að skjóta það, sem væri á undan mér, annars kæm- ist ég aldrei alla leið. En ég sá ekekrt á undan mér, svo að ég skaut ekki. (Ég er ekki viss um, að ég hafi verið með byssu.) Einhvern veginn komst ég samt alla leið, og þar héyrði ég sömu röddina segja: „Af þvi að þú skauzt ekki, þá komstu alla leið, en hefðirðu skotið, liefði ver- ið úti um þig. Lengri var draumurinn ekki. Nonni. Svar til Nonna. Þú munt. vera í mjöir miklum erfiðleikum. en þú inunt saint komast f gegnum erfiðleik- ana vegna réttsýni þinnar. Hlutirnir virðast okkur oft vera erfiðir, en þrátt fyrir það Iiöfum við það. Mig dreymdi fýrir nokkru, að ég var með lvo silfursteinhringi á hendi mér. Var annar með stórum, bláum steini, skinandi fögrum. En hinn hafði lánað mér strákur, sem ég þekki, og fannst mér hann koma og segja mér, að ég mætti hafa sinn ákveðinn tima. Sigga Jóns. Svar til Siggu Jóns. Þú munt eiga í einhverjum ástarævintýr- um með eiganda hringsins um einhvern ákveðinn tíma. Draumráðandi Vikunnar. Mig hefur dreymt kunningja minn, sem er nýdáinn núna tvisvar sinnum i röð. í fyrra sinnið dreymdi mig að ég var að fara í ferða- lag með honum. En i seinna sinnið dreymdi mig að hann væri kominn heim til min og búinn að fylla alla stofuna af blómum. Alla glugga og á gólfinu voru stór pálmatré. Mér fannst ég segja: „Þvi ertu að koma með öll þessi blóm til min, þú veizt að það drepast öll blóm hjá mér.“ Þá sagði hann: „Þú mátt til með að taka við þeim því að ég er að flytja í Stjórnarráðið og hef ekki pláss fyrir þau. Með beztu þökkum. Magnea. Svar til Magnen. Dravmvrirm merkir aft bregttir tímar séu nii i nánd hjá þér og aS f)ér muni vegna bclur. Draumráðandi Vikunnar. Siðastliðna nótt dreymdi mig að ég væri stödd i stórri og glæsilegri tizkuverzlun að leita mér að kjól að mér fannst fyrir eitthvað sérstakt tækifæri. Mát'aði ég einn síðan, bleik- an að lit og passaði hann vcl. Hann var svolit- ið gamaldags, en ekkert að sölc. Spyr ég stúlk- una hvað bann kosti, og fannst mér bún segja fjögur hundruð krónur. Ég spyr hana hvernig standi á því að liann sé svona ódýr. Þá segir hún og lækkar róminn: „Ég er að selja hann fyrir vinkonu' mína.“ Fór ég ánægð út úr búð- inni með kjólinn í fanginu. Anna. Svar lil Önnv. Draiimurinn tákvar ad þn munir hitta gamlan vin á napslunni, sem vcrið hcfur i vinfcngi við aðra konv nú undanfarið. Til Draumaráðandans. Mig dreymdi fyrir nokkrum mánuðum að ég stóð fyrir neðan tröppurnar á Austurbæj- arbarnaskólanum og fannst mér þá koma hlaupandi þrír hundar, hver á eftir öðrum. Sá fyrsti sleikti á mér löppina, sá næsti leit ekki á mig, en sá þriðji flaug á mig og mér fannst ég detta og við það vaknaði ég. Seinna dreymdi mig að ég var á sama stað, en þó ekki lijá tröppunum, heldur úti á flötinni. Þá sá ég stóran hund og varð ég voða hrædd. Hann kom hlaupandi til mín, stoppar fyrir framan mig og kyssir mig. Elsý. Svar til Elsýar. Þti mnnt fá ágirnd á þrem mönnum. Sá siðasti mun reynast þér beztur. „Hve glög:g;iir ertn?4í Lausn á „Ilve glöggur ertu“ á bls. 2fí. Á neðri myndinni liafa orðið eftirfarandi breytingar: 1. Innri hlið hattbarðanna sést. 2. Flibbi veiðimannsins er opnari. 3. Fiðrildið er beint yfir kirkjuturninum. 4. Kirkjuturninn fær ljósið frá vinstri. 5. Húsið með svarta þakinu hefur aðeins einn glugga. 6. Stél fuglsins er orðið lengra. 7. Tréð hefur breyzt. VTKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.