Vikan


Vikan - 25.08.1960, Síða 14

Vikan - 25.08.1960, Síða 14
DÓTTIR GLÆPAMANNSINS Framhald af bls. 13. Suður-Ameríku? En ég hafði engan passa, og svo var það Florella. Ég mundi eftir kossi okkar. Bara, að fjandans stiginn hefði ekki dottið. Ég læddist inn í húsið eins hljóð- lega og ég gat, en samt ekki nógu hljóðlega til að koma í veg fyrir það, að móðir mín vaknaði. „Hvar hefur þú verið?“ spurði hún með þjósti, þegar ég var að komast inn úr eld- húsinu. ,.l garði signors Antonios," sagði ég. „1 garði signors Antonios," æpti faðir minn, sem nú kom í ljós fyrir aftan þrekið bak móður minnar. Hann var á náttbrókunum, með stírurnar i augunum og auðsjáanlega grútsyfj- aður. Mér varð á augabragði ljóst, að einnig hann gæti haft Brooklynar- steypuvesti upp úr þessu öllu saman. „Ég held það væri bezt fyrir þig, piltur minn, að segja okkur allt af létta af því, hvað komið hefur fyrir," mælti móðir mín. / Faðir minn settist niður, þegar ég hafði lokið frásögn minni, og leit I kringum sig á hin fáu verðmæti, sem í eldhúsinu voru — klukkuna á veggn- um, gömlu veiðibyssuna, sem hékk yfir dyrunum, á fallegu diskana á skápnum, á brúðkaupsmynd foreldra hans i mahónírammanum. Síðan lyfti hann höndunum dapur í bragði og líkt og í fullkominni uppgjöf. „Hann myrðir okkur öll,“ stundi hann. „Aldrei!" æpti móðir mín. Hún reis upp og náði í byssuna. „Við munum verjast, þar til yfir lýkur.“ — Augu hennar skutu gneistum. „Ef hann hefur í hyggju að skjóta okkur, verð- ur hann að ganga upp veginn, sem liggur að húsinu, og þá liggið þið í leyni hér við gluggann og skjótið hann niður eins og óðan hund, strax og hann sýnir sig.“ — Hún beygði sig niður bak við eldhúsgluggann til þess að sýna pabba, hvað hún ætti við. „Sennilega er öruggara að flýja bara burtu,“ sagði faðir minn. en bæði ég og hann vissum, að ekki var annarra kosta völ en hlýða. Við sett- umst því niður og biðum dagsbirt- unnar, en móðir mín tók til að búa okur undir umsátrið með þvi að hafa vistir tilbúnar, aðallega kaffi, og einnig með því að færa skáp inn að útidyrahurðinni. Sólin kom upp og hellti skínandi geislaflóði sínu yfir allt, og rykugur vegurinn, sem lá upp að bóndabæn- um okkar, varð silfurhvítur á litinn rétt eins og kjúkurnar af dauðum manni. En ekkert rauf hina venjulegu kyrrð sunnudagsins. Við heyrðum kirkjuklukkurnar hringja til messu, síðan ómuðu skólabjöllurnar, en enn þá sást enginn skuggi bera við náhvítan veginn. Var verið að draga það að full- nægja dómnum yfir okkur, eða var þetta aðeins gert til að auka á sál- arkvalir okkar? Ég fór að hugsa um Florellu, hana ætti ég sennilega aldrei eftir að sjá aftur. Faðir minn sagði allt í einu: „Uss! Er einhver að koma þarna?“ Við störðum niður veginn. Hópur af fólki kom út úr þorpinu, og skugg- ar þess féllu sem feigð á náföla göt- una. Mitt í hópnum mátti sjá signor Antoriio, otandi stærðar-marghleypu, og að baki honum tvær manneskjur, báðar hjúpaðar svörtum slæðum. Önnur þeírra, mátti sjá, að var Eugenia, og hin var .. . Gat það ver- ið ? Jú, það var hún, — Florella. Þrátt fyrir fjarlægðina og slæðuna gat ég séð, að hún var grátandi, með höfuðið beygt af sorg. Hvílíkt þrælmenni af föður að vera að ætla sér að láta hana vera áhorfanda að því, er hann myrti elskhuga hennar með köldu blóði. Svo sannarlega skyldi hann verða sviptur þeirri ánægjunni, hugs- Framhald á bls. 34. kjólar Hér sjáið þið nokkra tækifæriskjóla, sem alveg eins gætu verið venjulegir sumarkjólar og þar að auki eru þeir bæði einfaldir og smekklegir. Þið, sem þann- ig er ástatt fyrir, ættuð nú að hefjast handa og sauma einn þessara kjóla, því það er ekki nokkur ástæða til þess, að vera verr klæddur en venjulega á þessu tímabili. Svo þegar við á annað borð erum að tala um tæki- færiskjóla man ég eftir grein, sem ég las um daginn í einhverju blaði og fjallaði urn það hvað óþægilegt það væri, að vanfærar konur mættu ekki hreyfa sig án þess að fólk mændi á þær ,hvort sem það væri af öfund eða þakklæti fyrir að vera ekki sjálfar svo á sig komin. Til dæmis þegar fólk heilsaðist liti það framan í hvort annað; en ef vanfærri konu væri heilsað, liti fólk fyrst á magann, síðan framan í hana. Einnig væri það óþægilegt, að fólk virtist ekki vita að þetta tæki yfir níu mánuði, strax svona hálfum mánuði eftir að fólk viti hvernig ástatt er, fari það að undra sig yfir því að konan skuli ekki fæða. Svo lýkur greininni með vinsamlegum tilmælum um að lofa vanfærum konum vera í friði með sig og sína. Við erum hjartanlega sammála. Tækifæri§

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.