Vikan


Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 25
HLJÓMPLÖTUR Á MARKAÐNUM Elly Vilhjálms hefur um árabil verið ein fremsta dægurlagasöngkona okkar. En samt sem áður hefur hún ekki sungið inn á nema örfáar plötur, og er það miður, því undanfarin ár hefur heyrst í útvarpi og af hljómplötum margt dægurlagasöngfólk, sem þangað hefur haft minna erindi en E'lly Vilhjálms. En nú er nýlega komin á markaðinn ný plata með þessari ágætu söng- konu, en þar syngur hún tvö ítölsk lög með is- lenzkum textum eftir Jón Sigurðsson og Pálmar Ólason. Lögin heita: Ég vil fara upp í sveit og Kveðju sendir blærinn. KK-sextettinn annast undirleik, en íslenzkir Tónar gefa plötuna út. TEXTINN Hér er svo textinn eftir Jón Sigurðsson, sem Ellý Vilhjálms syngur á hljómplötunni. ÉG YIL FARA UPP í SVEIT. Ég vil fara upp í sveit, þar í sumar vil ég vinna, veit ég margt er þar að finna. Ég vil reyna eitthvað nýtt, því ég veit að allir elska kaupakonur. Og í jeppa, oft vil skreppa, ýmislegt mun gerast þar um sumarkvöldin. Þó með einum oft í leynum ein ég fari það mig skaðað getur ekki neitt. Og mig dreymir oft um það sem þar gerist, þegar sólin rennur síðla bak við fjöllin. Því að sveitin er engu lík. Um Ijósa nótt við leiðumst okkar veg við lækinn bak við ásinn, þú og ég, og hvað þar verður hvíslað veit ei neinn nema lækurinn einn hann hlustar einn. Ég vil fara upp í sveit o. s. frv. Upp til heiða, inn til dala liggja okkar tveggja spor. Nú hlýtur hún að fara Ég vona að hún hafi að koma ... ekki lent í slysi ... i KVIKMYNDIR Trípóli-bíó sýnir: UMHVERFIS JÖRÐINA Á ÁTTATÍU DÖGUM. Cantinflas Flestir munu kann- ast við hina heims- frægu sögu Jules Vernes, Umhverfis jöröina á áttatíu dög- um, en hún hefur komið út í íslenzkri þýðingu og var einn- ig flutt í ríkisútvarp- inu s.l. vetur og þá í leikritsformi. Tripoli- bíó mun á næstunni sýna kvikmyndina, sem kvikmyndafram- leiðandinn Michael Todd gerði eftir þess- ari þekktu skáldsögu, en sú mynd hefur hlotið mesta viðurkenningu allra kvikmynda, eða yfir 80 alþjóðleg heiðursverðlaun Newsweek Magazine kallaði hana „ævintýralegasta atburðinn, sem gerzt hefur í kvikmyndaiðnaðinum". Svipuð um- mæli hafa birzt í flestum útbreiddustu blöðum heims. Aðalhlutverkin i kvikmyndinni leika David Niven, Cantinflas, mexikanskur gamanleikari, Robert Newton og Shirley McLaine, ásamt yfir 40 af þekktustu kvikmyndastjörnum heimsins. Má þar nefna Charles Boyer, Joe E. Brown, Martine Carol, Charles Coburn, Ronald Colman, Noel Coward, Marlene Dietrich, Fernandel, Buster Keaton, Peter Lorre, George Raft, Frank Sinatra og Red Skelton. Umliverfis jöröina á áttatíu dögum er ævintýra- gamanmynd, sem sýnir hina atburðariku og tví- sýnu för E’nglendingsins Phileas Fogg umhverfis jörðina, sem hann ræðst í vegna 20 þúsund punda veðmáls. Aðrar helztu söguhetjur eru tryggur þjónn hans, Passepartout, Mr. Fix, þrautseigur en lítt gáfaður leynilögreglumaður og Aoda, indversk prinsessa. Meðal hinna óvenjulega atburða, sem birtast okkur i kvikmyndinni Urnhverfis jöröina á áttatíu dögum, sjáum við æðislega flugferð i loftbelg yfir Alpafjöllin, nautaat, trúarathöfn indverskra presta, heiftarlegan kosningaslag og blóðþyrsta indíána. Hlutverkin í myndinni eru aðeins 68.894 talsins! David Niven sem Phileas Fogg, Robert Newton sem Fix og Shirley McLaine sem Aoda prinsessa. Svona er þetta bölvað Sæl, ástin. Bíða? Nei, kvenfólk alltaf ... ég var að koma ... Kæra Vika. Þú ert mitt uppáhaldsblað og mig hefur lengi langað til að skrifa þér. Ég er 15 ára, 154 sm. á hæð og á heima í sveit. Og nú ætla ég að biðja þig að segja mér hvaða litir fara mér bezt og hvaða varalit ég ætti að nota. Ég er með skol- leitt hár, frekar dökkt, dökkblá augu og frekar dökka húð. Viltu svo segja mér hvaða gagnfræða- skólar eru starfandi á landinu og hvar þeir eru og hvort sund er kennt i einhverjum þeirra. Hvernig er skriftin? Með fyrirfram þakklæti. Sigga. Ljósrautt, bleikt og drapplitaö ætti aö fara þér mjög vel, einnig hvitt og flestir bláir litir, eink- um þeir mildari. Varaliturinn ætti aö vera Ijós- rauöur meö örlitlum bláum tón í, en alls ekki meö gulleitum blæ. Utan Reykjavíkur eru gagn- fræðaskólar á ísafiröi, Akureyri, Neskaupstaö og í Vestmannaeyjum og er sund kennt viö þá álla. Skriftin er lœsileg. Kæra Vika. Ég er þér mjög þakklát fyrir allt það skemmtilega efni, sem þú flytur og þó sérstaklega fyrir getraunirnar. En nú bið ég þig að segja mér hvort nokkur fjöll séu til i Vestmannaeyjum, og ef svo er, þá hvað þau heita. Þetta er smá- þræta milli min og kunningja míns og væntum við svars sem allra fyrst. Boggý. Fróöir menn hafa tjáö okkur, aö samkvæmt hinni álmennu túlkun á liugtakinu fjáll, séu ekki talin vera til nein fjöll í Vestmannaeyjum. Kæra Vika. Mig langar til að biðja þig um dálitla aðstoð. Undanfarið hefur sungið með hljómsveit Árna Elvars, ung stúlka, Kolbrún að nafni. Gætir þú ekki gefið mér upp heimilisfang hennar? Með fyrirfram þökk. Manni. Kolbrún Hjartardóttir söng um tíma í Breiö- firöingabúö meö hljómsveit Árna Isleifssonar og heimilisfang liennar er: Ásvállagata 71, Reykjavík. Kæra Vika. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allt það skemmtilega, sem hefur komið í þér. Mér finnst mest gaman að myndasögunum og skrítlunum. En nú ætla ég að biðja þig að gefa mér utanáskrift einhvers blaðs í New York, sem birtir nöfn þeirra, sem vilja eignast pennavini, því mig langar til að komast í bréfasamband við krakka úti í Ameríku. Með fyrirfram þakklæti. „STJARNA". Þaö væri þá lielzt skátablaö, sem heitir „BOY‘S LIFE“ og er gefiö út mánaöarlega í 2.000.000 cintaka. Utanáskriftin er: „BOY‘S LIFE“, New Brunswick, New Jersey. Kæra Vika. Ég kaupi alltaf Vikuna og mér finnst hún ágæt, því oft hefur hún stytt mér marga stundina. Þó að það sé stundum haldin fegurðarsamkeppni í Vikunni, er það alltof sjaldan. Okkur karlmönn- unura finnst alveg sérstaklega gaman af fallegu kvenfólki og við vitum að það kitlar einnig hé- gómagirnd stúlku að vera talin svo falleg, að henni sé boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Því þá ekki að hafa nógu margar samkeppnir, svo að flestar fái tækifæri til að taka þátt í þeim? Við hérna nokkrir strákar höfum tekið eftir því, að það eru anzi fallegar stelpur sem vinna i kaffi- stofum hér í bænum, og þá fengum við hugmynd: Við skorum á þig að birta myndir af sem flestum stúlkum, sem vinna á kaffihúsum hér i bænum og láta svo lesendur Vikunnar skera úr hver stúlknanna verður Kaffihúsadrottning Reykja- vikur. Ég vona að þú birtir kafla úr bréfinu eða það allt og svo þakka ég fyrir birtinguna. Kven-aðdáandi. Hugmyndin er í athugun. BRÉFAVÍÐSKIPTI Guðrún Káradóttir, Norðurgötu 16, Akureyri, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilta og stúlkur 12—13 ára. Olaug Giæver Hansen, Lyngseidet, Troms, Norge, við pilta og stúlkur 13—14 ára. Guðmundur Einarsson, Vestmannabraut 42, Vest- mannaeyjum, við stúlkur 30—40 ára. Marir\ó ílig- urbjörnsson, Brimhólabraut 27, Vestmannaeyjunr, við stúlku 20—30 ára. Sigriður Bjarnadóttir, Fr.- Hvestq, ArnarfirQi, yið piltg 15—19 ára. ÆsHíiegt að mynd fylgl. 25 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.