Vikan


Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 6
Meinleg örlög margan hrjá Náttúruhamfarir og einræðis- herrar valda jafnan ólgu og illum tíðindum. Við náttúruhamförum er víst ekki mikið að gera, og það lítur ekki heldur út fyrir í bráð, að mannkynið öðlist þann þroska, að ofbeldisseggjum verði heft för- in á tind einræðisvalds. Keynslan af einræði hefur jafnan orðið hin sama, og ætti þó engum að dyljast, að með nútíma-hernaðartækni eru einræðisherrar hættulegri en nokkru sinni fyrr. E'inræði fylgja byltingar, og byltingum fylgja hreinsanir og aftökur, því að bylt- ingin étur börnin sín. Myndin við hliðina er frá Chile. Þar urðu geysilegir jarðskjálftar s.l. vor, og þarna sést, hvernig malbikuð gata hefur rifnað og gengið á misvíxl. Tugþúsundir eru heimilislausar eftir hamfarirnar, en um þær er þó engan mannlegan mátt að saka. Myndirnar þrjár að neðan eru frá Cúbu. Þar hefur soðið upp úr stjórnmálapottinum, og Castró og menn hans hafa gengið rösklega fram í Því að farga fylgismönnum fyrrverandi einræðisherra, Batista. Það er ekki verið með neinar málalengingar eða óþarfa vafstur. Á þessum myndum sjást hermenn' Castrós uppgötva mann á götu, sem þá grunar, að hafi verið and- stæðingur. Hann er umsvifalaust tekinn, dæmdur til dauða, prestur látinn tala við hann örfá orð, og síðan er aftakan framkvæmd á staðnum. Sænska blaðið Se segir, að þetta hafi samtals tekið eina minútu. Það var amerískur ljós- myndari, sem náði myndunum, og hlaub hann Pulitzer-verðlaunin fyrir þær. jl. í Þeir fundu hann á götu og og- réttarhöldin og aftakan voru framkvæmd á staðn- um. 6 VIKAN Nú eru þeir að verða uógu gamlir til þess að deyja Jósef Þeir voru fjórtán ára haustið 1956, þegar byltingin varð í Ungverjalandi. Þeir voru þá eins og hver önnur böm, sem verða fyrir áhrifum af umhverfinu, og meðal annars léku þeir „föðurlandsvini“, — það er að segja, þeir hengdu smástyttu af kommúnistaleiðtoga upp í staur. Rauða lögreglan tók þá alla fasta. Síðan eru liðin fjögur ár, og þeir eru enn í fangelsi, — verða flestir 18 ára á næstunni. Nú hefur það komið i ljós nýlega, hvers vegna þeim er haldið í fangelsi. Þeir voru allir dæmdir til dauða, — líklega fyrir að taka þátt í byltingunni eða að óvirða kommúnistaleiðtogann. En samkvæmt lögum má ekki taka mann af lífi, fyrr en liann er fullráða, og í Ungverjalandi verða menn fullráða 18 ára. 5n Kadar hefur þótt borga sig að halda þeim f jögur ár í fangelsi til þess að geta hefnt sin á þeim, sem tæplega vissu, livað þeir voru að gera. Jósef er einn af þessum unglingum. Systir hans, Anna, hafði verið drepin í byltingunni, og Jósef var reiður við kúgarana. Hann stóð í liópnum, sem var tekinn, og það voru raunar fleiri hópar teknir. 1 lögregluríki er það illa séð, að menn haldi sig í hópum. Það er aldrei að vita, hvað menn eru að ráða með sér. Þá er öruggara að hafa þá i fangelsi. Jósef verður 18 ára í haust. Á afmælisdaginn sinn verður hann hengdur. Þá hefur lögregluríkið lokið hefnd sinni. Móðir hans flýði til Svíþjóðar og er þar. Henni var nýlega skrifað um þetta og þar með, að hún fengi fötin lians send að honum látnum. Það verður kveðja til liennar frá stjórninni. Þetta mál var gert að umtalsefni í sænska þinginu, og þingmenn voru sammála um að reyna að koma í veg fyrir þennan svívirðilega glæp. En hvernig verður það hægt? VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.