Vikan


Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 23
I f VIKAl , 11 Úti t’Mkidi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Hitstjórn og auglýsing Gísli Sigurðsso/i (átuu.) Skipliolti 33. Auglýsingastjóri: Sfraur: 35320, 35321, Ásbjörn Magnússon Fósthólf 149. Framkværadastjóri: Afgreiðsla og dreifing Hilmar A. Kristjánsson Blaðadreifing, Mikit | Verð í lausasölu kr. 15. ÁskriftarverS er Pren 200 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfrain Mya :ar: 35322. íLraut 15, síiui 15017 lun: Hilmir h.f. dumót: Myndamót h.f. í næsta blaði verður m. a.: ♦ Á ferð með Vikunni til fjarlægra landa og framandi borga. Landið sem við heimsækjum nú er Afganistan. ♦ Kynnt úrslit í keppninni „Sumarstúlka Vikunnar 1960“ ♦ Fimmti og síðasti þátturinn í verðlaunagetraun Vik- unnar. ♦ Auðugustu menn heims II: Henry Ford. ♦ Grein dr. Matthíasar Jónassonar: Sálarspegill. ♦ Gamansöm smásaga: Ástleitni innbrotsþjófurinn. ♦ Vestfirzkir galdrar og kvenréttindi. Viðtal við vestfirzka kvenréttindakonu, Guðrúnu Friðriksdóttur. ♦ Hvernig dó Hitler. Árid 3000 Hvernig verða karlmennirnir klæddir árið 2000? hefur enskur tízkufrömuður spurt sjálfan sig. Hér kemur svarið, — tízkan, eins og hann ímyndar sér hana eftir 40 ár. Svarti jakkinn er úr nælon- satini, án hnappa og með flegnu köntuðu hálsmáli. Buxurnar eru einnig úr næloni, ljós-röndóttar og skyrtan úr nælon-silki-blöndu. 1 regnhlífinni hans er innbyggt örlítið senditæki, sem hann notar til að senda einkaskilaboð. Svona heldur mr. Tinling, að tízkan verði árið 2000. Það er ekki gott að segja, hvað verður. Ef við lít- um 40 ár aftur i timann, til 1920, þá sjáum við, að ekki hafa orðið svona miklar breytingar á ígangs- fötum. Aftur á móti hafa orðið byltingar í allri sportfatagerð á þessu tímabili. Það verður fróðlegt að vita, hvort Tinling reynist sannspár. — Mundirðu eftir að póstleggja bréfin fyrir mig? spurði mamma, þegar Óli var háttaður um kvöldið. — Já, hvort ég gerði það, svar- aði hann hreykinn. — En þegar ég ætlaði að setja þau í kassann, sá ég, að þú hafðir ruglað frí- merkjunum. Bréfið, sem átti að fara til Englands, var með 45 aura merkinu, en Það, sem átti að fara til Akureyrar, var með 90 aura frímerkinu. Ég kippti því öllu i lag. — Hvernig í ósköpunum gaztu losað frímerkin? — Það var ekki nauðsynlegt, því að ég hafði blýant á mér og skipti bara um heimilisföng, sagði Óli og sofnaði eins og steinn. •v.v.v.v. •v.v.v I.V.V.V.V Hrútsvierkiö (21. marz—20. apríl): Hætt er við að þú setjir þér markið of hátt í vikunni, og gæti það valdið þér talsverðum vonbrigðum. Miðvikudagur- inn er dálítið varasamur, og skaltu ekki leggja í nein stórræði þann dag. Reyndu að skipuleggja vinnu þína og frístundir dálitið betur — þér verður þannig mun meira úr tímanum. Heillatala 7. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Láttu ekki ginn- ast af þessu girnilega tilboði. Sá sem býður þér þessi kostakjör, vill einungis hagnast á þér og ann- að ekki. Varaztu ailt óhóf í vikunni, einkum þó um helgina. Líkur á heimboði, sem mun veita þér mikla gleði. Á sunnudag verður tekin mikilvæg ákvörðun bak við tjöldin, og eftir helgina munt þú einhvern tíma njóta góðs af. TvíburamerkiÖ (22. mai—21. júní): Þér gefst gull- vægt tækifæri í vikunni, sem þú getur aðeins fært þér í nyt með Því að neita þér um ýmislegt, sem þú hefur talið ómissandi til þessa. Það er þó mesti mis- skilningur. Notaðu þetta tækifæri, ef þú mögulega getur. Þú ert að verða of einhæfur í vinnu þinni. Reyndu að fá sem margvíslegust verkefni til úrlausnar, til þess að staðna ekki. Heillalitur grænt eða grænleitt. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): 1 þessari viku verða gerðar miklar kröfur til þín — líklega muntu þurfa að standa við gamalt loforð, sem þú ert búinn að gleyma. Stattu við það, fyrir alla muni, þótt það breyti eitthvað áformum þínum. Maðurinn, sem þú talaðir við í fyrri viku, kemur aftur við sögu, en nú á nokkurn annan hátt en fyrr. Sunnudagurinn er dálítið varasamur. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág): Mánudagur og þriðju- dagur eru viðsjárverðir, svo að þú skalt bíða með að taka nokkrar ákvarðanir fyrr en eftir þriðjudag. Nýjungagirni þín kemur þér í einhver peningavand- ræði I vikunni. Amor er talsvert á ferðinni, þótt ekki sé hann þér fyllilega að skapi í þetta sinn. Hann virðist jafn duttlungafullur og þú. Líkur á ferðalagi, sem lýkur mjög skyndilega en’ skemmtilega þó. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Ef þú verður varaður við einhverju í vikunni, skaltu hugsa þig um tvisvar, áður en þú leggur í neitt. Ef þú lendir í samræðum við þér ókunna menn, skaltu gæta tungu þinnar og varast umfram allt að vera persónulegur. Miðvikudagurinn er heilladagur vikunnar. Bréfaskipti virðast skipta þig miklu þessa dagana. Heillatala 7. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Taktu umfram allt ekki neina afstöðu í þessu máli, sem snertir kunningja þinn persónulega. Það gæti komið þér í stökustu vandræði. Þú sætir talsverðri gagnrýni fyr- ir framkomu þína í fyrri viku, og skaltu láta þessa gagnrýni þér að kenningu verða, án þess þó að taka hana allt of nærri þér. Fimmtudagurinn verður mjög skemmtilegur. DrekamerkiÖ (24. okt—22. nóv.): Þér getur orðið mikið úr verki í vikunni, og skaltu þess vegna varast að sóa tímanum eins og undanfarið. Útivera er þér bráð nauðsyn í vikunni, og skaltu því reyna að komast eitthvað út í náttúruna. Hjálpaðu vini þín- um, ef hann leitar til þín, þótt þér sé meinilla við að vinna þetta verk. Þú munt ekki sjá eftir því. Heillatala 6. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Eitthvað, sem þér varð á fyrir nokkrum vikum, verður nú til þess að þú kemst í klandur, en þú getur hæglega bætt úr því með prúðmannlegri framkomu — og fyrir alla muni, segja stjörnurnar, ekki missa stjórn á skaps- munum þínum. Það er engin ástæða til þess að kviða fyrir þessu, sem þú átt í vændum, það þýðir ekki að angra sig með því, sem ókomið er. Heilladagur vikunnar: mánudagur. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Það verður krafizt mikils af þér i vikunni, og vara stjörnurnar þig stranglega við að taka ekki neinar vanhugsaðar á- kvarðanir. Ástin skýtur upp kollinum — taktu hana samt ekki allt of alvarlega og minnztu gefinna heita. Félagi þinn er í vanda staddur. Leitaðu til félaga þinna, og reynið þið í sameiningu að hjálpa honum. Heillatala 4. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú lendir í undarlegu ævintýri út af einhverjum misskilningi, líklega eftir helgina. Þú ferð til móts við ókunnan mann eða konu í vikunni, og ber þér að gæta tungu þinnar og sýna fyllstu varúð, þvi að eitt víxlspor getur komið þér í hið versta klandur. Fjárhagurinn batnar i vikunni. Þessi vikna er giftu fólki einkum til heilla, Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Vikan verður furðu tilbreytingalítil, og geta stjörnurnar ekki spáð neinu markverðu, nema hvað þær vilja benda á þriðjudag sem mikilvægan dag, en ekki er ljóst hvort hann verður til heilla eða ekki. Líklega er talan 5 mikilvæg, en það er afar óljóst. m v.v.v.v

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.