Vikan


Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 24
Hljómsveit Guðjóns Pálssonar, sem mörg undanfarin ár hefur leikið í Samkomuhús inu i , Vestmannaeyj- um, mun um þetta leyti vera á heimleið frá meginlandinu, en Þeir félagar fóru ut an í byrjun mánaðar- ins. Við náðum tali af Guðjóni nokkru áður en hann steig um borð i Heklu á miðri Þjóðhátíð og Guðjón lagði af stað með hóp inn. — Og hvert er för inni heitið, Guðjón? — Við förum fyrst til Danmerkur en ætlum svo að reyna að komast til Parísar. Annars hef- ur ekki verið gerð nein föst ferðaáætlun. — Þið takið auðvitað hljóðfærin, með? — Jú, en við höfum enga ákveðna vinnu í huga úti. Þetta á fyrst og fremst að verða eftir- minnilegt sumarfrí, en við erum að sjálfsögðu til viðtals, ef okkur býðst eitthvað að gera ■— svona kvöld og kvöld, því ekki veitir nú af aurunum á svona reisu. — Og hvernig er fylgdarliðið skipað? — Auk mín fara þeir Gylfi Gunnars- son trompetleikari, Sigurður Guðmunds- son trommuleikari, Aðalsteinn Brynjólfs son bassaleikari og Erling Ágústsson söngvari — allir héð- an úr Eyjum. Þá verður með í förinni Reynir Sigurðsson, vibrafónleikari úr Ormslev Reykjavík og rúsin- an í pylsuendanum er svo hinn þekkti tenórsaxófónleikari, Gunnar Ormslev, sem tekur sér sumarfrí frá Hótel Borg og slæst með í förina. Teljum við okkur vel borg- ið að hafa slíkan ágætismann í framlínunni. — Hvenær er von á ykkur heim aftur? — Ég býst við að þetta verði um það bil mán- aðarferðalag. Svo kveðjum við Guðjón Pálsson og óskum hon- um góðrar ferðar og ánægjulegs sumarleyfis. ÖRN STEINSEN hefur leikið hægra útherja í islenzka landsliðinu í knattspyrnu um eins árs skeið. Hann hefur æft knattspyrnu hjá KR síðan hann var 13 ára gam- all, en hefur einnig mikinn áhuga á öðrum íþrótta- greinum, og hefur stundað þær jafnhliða. örn. starfar hjá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum h.f., Brautarholti 20, er rúmlega tvítugur að aldri og ókvæntur. Á undanförnum árum hefur veitinga- og skemmtistöðum skotið upp eins og gorkúlum á haug hér í Reykjavík, og á næstu árum munu enn nokkrir nýir bætast við. En þó að skemmt- analífið hér í bænum megi teljast með fjörugra móti, hafa veitingamenn hvergi nærri verið ánægðir með aðsóknina og á margan hátt reynt að laða til sin gesti, og þá oftast með því að ráða til sin skemmtikrafta erlendis frá. Mánuð eftir mánuð rignir yfir bæjarbúa auglýsingum um „listafólk" frá einu og öðru landi, kvenfólki, sem syngur dægurlög eða dansar fáklætt, danspör, alls konar trúða eða jafnvel heilar hljómsveitir. En það hefur sýnt sig að þar er misjafn sauður í mörgu fé, og þetta svokallaða listafólk er margt ekki annað en fjórða flokks skemmtikraftar frá undirheimum stórborganna. En þó slæðist með eitt og eitt atriði, sem vakið hefur athygli sam- komuhússgesta fyrir frambærilega vöru. Eitt þeirra er cubanski píanóleikarinn Numidia, sem hefur skemmt gestum Þjóðleikhússkjallarans með ágætum leik sínum síðan i byrjun júlímánaðar. Numidia, eða Rafaela Numidia Luisa de la Caridad del Cobre Vaillant Villalón, eins og hún lajtt) Ufir — Ég fer 1. september til Parísar til að skemmta á „Le Boeuf sur le toit“, en þar er ég ráðin a .m. k. næsta ár. — Og síðan ... ? -— ... kem ég ef til vill aftur hingað til Islands. Mér geðjast mjög vel að hugsunarhætti fólksins hérna og hef eignast marga góða vini. Hér finnst mér ég vera eins og heima hjá mér. Numidia Vaillant heitir reyndar fullu nafni, er fædd og uppalin 1 Santiago, sem er önnur stærsta borgin á Cubu. Allt hennar fólk voru miklir tónlistarunnendur og músík i hávegum höfð á heimilinu og Numidia var aðeins tveggja ára gömul, er hún settist I píanóstólinn og byrjaði að læra að spila. Nokkrum árum seinna hóf hún nám í tónlistarskóla í borg- inni og aðeins tíu ára gömul hélt hún sína fyrstu hljómleika. Árið 1951 yfirgaf hún sitt gamla góða eyland og hefir síðan verið á ferðlagi um fjölda- mörg lönd bæði austan hafs og vestan. Hún hefur haldið hljómleika, komið fram í sjónvarpi og út- varpi og skemmt á samkomustöðum í Bandarikj- unum, Suður-Ameriku, Italíu, Frakklandi, Sviss, Spáni og hefur auk þess stundað nám við lista- háskólann í París. Við hittum Numidiu Vaillant snöggvast að máli fyrir skömmu og spurðum hana hvernig henni likaði að leika fyrir Islendinga. — Mér líkar það ágætlega, en aftur á móti er oft ekki gott að átta sig á, hvort gestunum líkar betur eða verr, en ég er samt hæstánægð, og hef alltaf jafn gaman af að leika fyrir fólk, hvar sem er í heiminum. — Hvað kom þér helzt á óvart, er þú komst hingað til IsJands? — Eg hafði heyrt mjög mikið um Island og Is- lendinga áður en ég kom hingað. Ég náði mér í upplýsingapésa um ísland þegar ég var í París í vor og las hann spjaldanna á milli. Auk þess hef ég oft hitt Islendinga bæði í Frakklandi og á Spáni, svo ég var orðin anzi fróð um landið og þjóðina, áður en ég kynntist þvi af eigin raun. Og ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum. Húsbóndi minn hér, fólk hans og raunar allir, sem ég hef kynnzt á þessum stutta tíma hafa verið ákaflega vingjarnlegir og elskulegir í minn garð. Og veð- urlagið hérna, að minnsta kosti eins og það hefur verið undanfarið, á mjög vel við mig — loftið rakt, en hreint og svalt. — Hvað dvelurðu lengi hér á íslandi? -= "" bi} t o WM* MATWfl lYKMCAn V ^ 'dj* ; o % * -O —íúL Búdapestar bragö. Hvítt: Raletich. Svart: Dr. JVIosher. Kanada. 1. dJf Rf6 2. clf e5.!f Búdapestar bragðið er sjaldan notað en skýtur þó upp kollinum við og við og gefst oft vel fyrir svartan. 3. d5 ? Hvítur þiggur ekki peðsfórnina. Oftast er svarað 3. dxe Rg4 4. Rf3 Bc5 5. e3 Rc6 og síðan De7 og ætti að fá peðið aftur. Einnig er til sem svar við 3. dxe, Re4 með flóknu tafli. 3. — Bc5 Jf. h3 ? Veik- ur leikur. 1,. — Bxf2f/ 5. Kxf2 Retf 6. KfS Dhl, 7. Rc3 DgSý! 8. KxeJ,. Þvílegt flakk! 8. — /5f 9. Kxf5 d6f 10. KeJ, Bf5\! 11. Kxf5 Dg6 mát. Hvitt: Diemer. Svart: Bode Sviþjóð. Óregluleg byrjun. 1. dJ, Rc6 2. el, d5 3. f3 dxel, I,. d5 ex}3! Ef dxc6 ? þá 5. — f2f 6. Ke2 fxgl Rf! 7. HxRgl Bg4f og vinnur D. Þetta minnir dálitið á gildru i bragði, sem er kailað Mótbragö Albins: 1. d4 d5 2. c4 e5!? 3. dxe5 d4 4. e3 Bb4f 5. Bd2 dxe3! 6. Bxb4? exf2f 7. Ke2 f2xglRf 8. HxRgl Bg4f. 5. Rxf3 Rbl, 6. RcS Bf5? 7. Rdl, Bg6? (Bd7) 8. a3! Rbl,xd5 9. Bb5f c6 10. Rxc6! Db6 11. Rxd5 GefiÖ. ÓSKAMYNDIN Okkur hafa borizt fjöldamargar óskir um að birta myndir af hinum ýmsu knattspyrnumönnum úr liði KR-inga. Er einkum beðið um myndir af þeim Þórólfi Beck, Erni Steinsen og Heimi Guðjónssyni. I síðasta blaði birtist mynd af Þórólfi og hérna kemur þá Örn Steinsen. SÍGILD TÓNLIST SKAK 24 yiKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.