Vikan


Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 32

Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 32
Symlir í borg; luifaiiM Framhald af bls. 9. Að minnsta kosti stöku sinnum. Eins og er, stund- ar hann ljósmyndun meðal aðalsfólks, en það er auðvitað afar vinsælt, þar eð Armstrong-Jones sýndi það svart á hvítu, að þetta starf er einkar arðbært. Mynd, sem Dado Ruspoli skrifar nafn sitt undir, er margra þúsunda líra virði. ORSINI-FURSTARNIR. Filippo Orsini fursti er enn einn „svarti sauður- inn" í „svarta aðilnum". Hann sést oft í „Club 84“, og venjulega þá með whiskyglas í hendinni. Nýlega héldu allir á Italíu, að Vatíkanið hefði borið sigur a fhólmi, með öðrum orðum, að hann væri hættur að umgangast hina fögru ensku kvik- myndadís, Belinda Lee, en það var ekki svo vel, því nú eru þau saman sem fyrr. Þegar furstinn kynntist stjörnunni fyrir nokkrum árum, hagaði hann sér bókstaflega eins og smábarn, sneri baki við öllu, konu heimili, börnum og 800 ára gamalli virðingarstöðu sem aðstoðarfursti Páfa. Ástarævintýri hans og Belindu hefur verið löng barátta; Vatíkanið hefur bannfært hann, fjöl- skyldan hundsað hann, fátæktin hefur elt hann og hann hefur tvivegis reynt að grípa til sjálfs- morðs. Þegar hinn strangi Píus páfi iézt, tók við öllu frjálslegri páfi, Jóhannes, og fékk Filippo tilkynningu um það, að honum yrði fyrirgefið og fengi aftur fyrri stöðu sína, ef hann færi aftur til konu sinnar og lifði eins og góðum kaþólskum manni sæmdi. Þetta Þýddi, að hann yrði að gleyma Belindu — og eftir mikla um- hugsun komst furstinn að því, að hann gat ekki snúið við henni baki. Hann er enn þann dag í dag skuggi Belindu. Þau geta ekki leyft sér neitt óhófslíf. Það er kona Filippo, sem er ríki aðilinn í hjónabandinu. Fyrir skemmstu lenti Filippo í slagsmálum við annan aðalsmann, sem hafði rægt Belindu. Slags- málin fóru fram fyrir utan bfaðaturn á Via Veneto. Nýlega skoraði Filippo ítölsku kvikmynda- hetjuna Walter Chiari í einvígi. í þetta sinn var það af völdum afbrýðisemi. Fyrstinn er miður sín, vegna þess að Chiari hefur iátið í ijósi aðdáun sína á Belindu. Annar maður, sem ber sama eftirnafn og Filippo (og er engu minni flagari) er frændi hans Raimondo Orsini, afar glæsilegur fursti, sem eitt sinn var næstum giftur Soraya. Frönsk sýningar- dama, Monique Bertounesque, hefur lýst því yfir, að hann eigi barn með henni. Fyrrverandi keis- aradrottning á heldur bágt með að vera við riðinn mann, sem á sér slíkan orðstir. Ólánið eltir Soraya í þessu lífi. Hjónaband hennar og Irans- keisara, fór út um þúfur, vegna þess að hún gat ekki eignazt barn. Nú verður hún að hafna Raimondo, vegna þess að hann á einu barni of mikið. Veslings Soraya svona eru örlögin kenjótt! Reyndar er þetta ekki í íyrsta sinri, sem konur hafa komið Raimondo i klandur. Fyrir tveimur árum var sjálfsmorðstilraun stúlku einnar á allra vörum í Róm. Þetta var Miss Danmörk, eða Hanne Rasmussen, sem reyndi að fyrirfara sér, þegar Raimondo sneri við henni baki, eftir að hafa daðrað við hana um hríð. Og hún er ekki sú eina, sem lifir eymdarlífi, því að Raimondo er sannarlega ekki við eina fjölina felldur. ENN EITT HNEYKSLIÐ — MOSSIMO-HJÓNIN. Nú tala allir Rómarbúar um Vittorio Massimo fursta og skilnaðartilraunir hans og konu hans. Massimo er eins og menn vita giftur hinni þekktu kvikmyndadís Dawn Adams. Hjónakornin vilja bæði skilja, og bæði vilja þau fá að sjá fyrir barni sínu, hinum fjögurra ára gamla Stefano. Eins og stendur hefur Vittorio barnið undir sinni umsjá. Dawn skýrði dómstólnum frá því, að maður hennar hefði gefið henni glóðarauga og hefði síðan sagt kunningjum, að hún hefði fengið það í bílslysi. Einnig hafði hann beint skammbyssu að henni, svo að hún hefði orðið að flýja og loka sig inni í baðherbergi. Auk þess geta bæði Gina Lollobrigida og Elsa Martinelli borið vitni um löðrung þann, semí hann gaf henni á fjögurra ára brúðkaupsdegi þeirra. Loks heldur Dawn því fram, að hún hafi borgað manni sínum nálægt 20 mill- jón lírur. En Massimo savrar í sömu mynt. Hann segir, að Dawn hafi eitt sinn búið í hálfan mánuð með kvikmyndaleikstjóranum Georges Tcheiko á gisti- húsi í Sabauida fyrir sunnan Róm. Þetta var í maí 1958, eða löngu áður en þau skildu á borði og sæng. Þetta ætti að bæta fyrir glóðaraugað, segir furstinn. Massimo fursti hefur verið giftur áður. Þá var það dönsk stúlka, sem hann giftist í Kaupmanna- höfn, eftir ævintýralegan flótta með flugvél frá Italiu, þar sem tengdafaðir hans reyndi að aftra honum með aðstoð Mussolinis. I dag býr furstinn á ættaróðali í Svorana. Furstinn, sem er 46 ára, er í eðli sínu enginn broddborgari. Hann hefur látið þau orð falla um konu sína, að hún hafi bara verið smástjarna, og enginn hafi kannast við hana, þegar þau gift- ust. Það er nafn hans, sem hefur hafið hana upp til skýja. En hún hafði meiri áhuga á leiklist en eldhússtörfum, og síðan þau giftust, hefur hún sjaldnast verið heima, heldur úti um hvippinn og hvappinn. Þess vegna vill Massimo, að sonur þeirra verði í hans umsjá, vegna þess að móðir hans hafi engan tima til þess að sinna honum. LA DOLCE VITA. Skammt frá höll Massimos er höll Odescaichis fursta. Það er þessi höll, sem sést í myndinni Dolce Vita, Því furstinn leigði kvikmyndafyrir- tækinu höllina. Það er ekki ósjaldan sem furst- arnir leigja kvikmyndafyrirtækjum hallir sínar fyrir milljón lírur á viku. Odescalchi fursti leikur ekki sjálfur í myndinni; en það gerðu margir aðalsmenn — að mestu greifar og markgreifar, en auk þess tveir furstar, þótt þeir séu í rauninni Iítt þekktir. Það sætir nokkurri furðu, að þessir aðalsmenn hafi viljað vera við þessa mynd riðnir, þar sem hún flettir ofan af stétt þeirra — ef tií vill hafa þeir ekki kynnt sér kvikmyndahandritið. E'ftir frumsýninguna í Róm reyndi Vatíkanið að banna myndina sakir siðleysis, en það var til einskis. í Róm vita allir, að Fellini er ekki að skálda, heldur styðst öil myndin óbeinlínis á staðreyndum. Það sannast bezt á nektarsamkvæminu, sem er há- punktur myndarinnar. Þetta nektarsamkvæmi var haldiö af hinum 35 ára gamla spjátrungi Peter Howard Vanderbilt (uppeldissyni hins látna milljónungs George Vanderbilt), þegar ein vinkona hans, Olghina de Robilant varð 25 ára. Um tvö tiundruð gestum var boðið í samkvæmið á veitingahúsinu „Rugantia". Kampavínið flaut og á dansgólfinu tók ,,is- bjargið eldheita", Anita Akberg að dansa cha-cha við Borghese fursta — berfætt. Dans Anitu jók kætina, og nú steig hin tyrkneska dansmær, Nana Kaish, fram og tíndi af sér spjarirnar í villtum dansi. Menn segja, að hún hafi verið eins og í dáleiðsluvímu. Sjálf segir Nana, að hún hafi drukkið of mikið kampavín, og að það hafi ekki verið hún sjálf. heldur Nouvella Parigni, sem tók að klæða hana úr. Nú tóku fleiri að apa eftir Nönu og fólkinu héldu loks engin bönd. Ljósmyndarar voru á staðnum, sem sendu mynd- ir sínar til dagblaðanna. Nú skall stormurinn á. Þessi nektarsamkunda kemur að líkindum fyrir ríkisdómstólinn. Peter Howard Vanderbilt varð að fara af landi brott í skyndi, og Anita Ekberg var yfirheyrð af lögreglunni í 90 mínútur. Og næturklúbbur í Las Vegas bauð Nönu Kaish 1000 dollara á viku, fyrir að endurtaka skemmtiatriði sitt. Dagblað Vatíkansins Observatore Romano stimplaði alla þá, sem tekið höfðu þátt í sam- kvæminu sem „lýs í samfélaginu, sem eins og öll sníkjudýr lifa handan þess lífs, sem þau lifa á“! Samt hefur Vatíkanið reynt að fá myndina bann- aða, enda þótt hún sýni ljóslega spillinguna, sem ætti að verða öðrum víti til varnaðar. úiiaJi á fiiM Kæra Aldís. Ég er 22ja ára gömul, ógift stúlka, sem hef lent í þeirri ógæfu, liggur mcr við að segja, að verða ástfangin af giftum manni. Þetta samband okkar hefur nú staðið í tvö ár. Strax í byrjun lofaði hann mér því, að hann inundi giftast mér strax og liann hefði fengið skilnað frá konu sinni, sem hann hefur aldrei verið hamingjusamur með. Seinna sagði hann svo að konan vildi ekki samþykkja að þau skildu, og þar með stendur allt fast. Þér ættuð bara að vita hvað það er hræðileg tilfinning að sitja alltaf og bíða í lierbergi sínu eftir því að hann liringi, jivi að aldrei veit hann fyrir- fram hvort eða hvenær hann getur skroppið til mín stutta stund. Þau hafa verið gift i niu ár og eiga þrjú börn, sem mér finnst ég þekkja eins og ég ætti þau sjálf. Ég get ekki annað en trúað honum lregar hann segist elska mig, og einskis óska ég frekar en þess að við tvö getum gii'zt og búið saman. Á hinn bóginn geri ég mér alveg grein fyrir því að timinn líður og ég eldist, og taugar mínar eru farnar að gefa sig af öllu þessu leyndarmakki. Ef ég færi nú til konunnar hans og scgði henni allt af létta, haldið þér þá ekki að lnin mundi heimta skilnað? Mundi það vera rangt af mér að fara til hennar og tala um þetta við hana i rólegheitum? Hún kvað vera köld sem ísklúmþur, en hann verðúr auðvitað að sjá fyrir .henni þar sem hún hefur enga menntun fengið sem gerir hana færa urn að sjá sér farborða. Sem sagt, mínar taugar eru að fara í rusl af því að sitja og biða eftir honum, sern ég svo kannski aldrei fæ. Með fyrirfram þakklæti. Stína. Kæra Stína. Það væri mjög rangt af yður að fara heim til konunnar og reyndar er þetta ekki mál sem tvær konur geta talað um í rólegheitum eins og þér takið til orða. Ég get verið yður alveg sammála í.því að það hlýtur að vera ömurleg tilvera fyrir unga stúlku að eyða öllum fristund- um sínum i það að bíða eftir örfáum stoln- um humingjustundum. Ég held ekki að þessi maður ætli sér að skilja við konu sína. í fyrsta lagi vegna þess, að það er mjög erfitt að fara frá þrem börnum, og ef við lítum á peningahliðina þá er það líka mjög dýrt spaug. Þér skuluð ekki taka allt of alvar- lega ummæli hans um konu sina og hjóna- band, það hefur áreiðanlega sina kosti fyrir hann, en það er aftur hlutur sem hann er ekki að skeggræða við yður. Þér œttuð endilega að reyna að eignast nýja kunningja eða endurnýja kunnings- skapinn við gömlu vinina svo að þér hafið 32 víkan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.