Vikan


Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 4
Með Vikunni á ferð til fjarlægra landa og framandi borga Eþíópía er land mikilla andstæðna. Ef stigið er upp í flugvél og haldið til þessa fjarlæga lands, birtist manni eyðilegt og mannfátt land, 900.000 ferkílómetrar að stærð, þar sem hafast við aðeins 17 milljónir manna. Addis Abeba, þar sem búa um 400.000. manna, virðist í fljótu bragði furðulega vestræn borg. Hins vegar sjást enn í Gondar, þar sem áður var aðsetur ríkisstjórnarinnar, rústir halla frá 17. öld. Eþíópíumenn búa flestir í litlum kofum; margir hverjir hafa enn ekki bíl augum litið. En í Gondar er nafn- toguð læknamiðstöð, sem ekki á sinn líka í Afríku. Keisarinn ferðast um heim allan til þess að ná betri tengslum við hinn siðmenntaða heim, færustu sérfræðingar sækja hann heim til þess að siðvæða og iðnvæða landið, __________ en á hinn bóginn verðum við þess áþreifanlega vör, að í Eþíópiu lifa menn sums staðar eins og þeir gerðu í grárri forneskju: Enn tíðkast þar hið júh'- anska tímatal, og í stað 1960 er þar nú árið 1952. Þótt reynt sé af mætti að skipa Eþíópíumönnum sess meðal nútímaþjóða, er þó augljóst, að um almenna menntun og stjórnarfar eru íbúarnar cnn á miðaldaskeiði. í þessu landi, þar sem allt stendur á völtum fótum, finnst aðeins ein örugg stoð: keisarinn Haile Selassie. Hægur andvari fer yfir höfuðborg Eþíópíu. Þótt Addis Abeba sé rétt við miðbaug, er loftslag þar eins gott og frekast verður kosið, þar eð borgin er í 2400 metra hæð. Hvaðanæva berst ilmurinn frá eukalyptus- trjánum, sem voru flutt um síðustu aldamót til landsins frá Astralíu. Við göngum eftir einni af hinum fögru breiðgötum borgarinnar. Allt ber með sér evrópskan svijp. Við stönzum við umferðarljós og beygjum inn i hliðar- götu, — og skyndilega er sem maður sé kominn inn í myrkur Afríkuskóga. ASeins tvö hundruð metra frá auglýsingaskiltum kvikmyndahúsanna, sem auglýsa nýjustu Hollywoodmyndir, sjást leirkofar með stráþökum. Á aur- ugum stígum leika sér hálfnakln börn, og holdugar konur, tötrum klæddar, bera vatnsker frá brunninum. Flatarmái Addis Abeba er næstum eins stórt og flatarmál Parlsar. En á þessu viðáttuflæmi býr ekki einu sinni hálf miiljón manna. Skipulag er ekkert í borginni. Það væri reyndar miklum erfiðleikum bundið, þar eð fæstar götur hafa nokkurt nafn. Fyrir tólf árum voru ekki einu sinni til bílar í Addis Abeba. I dag eru göturnar troðfullar af bílum. Á skjaldarmerki Hailes Selassie er Ijónið, verndari landsins. Sjálfur á keisarinn allt að því þrjátíu ljón. Tígulegt og fagurlimað ljón er tjóðrað nálægt aðaldyrum keisarahallarinnar. Einnig liggur ljón við dyr óperu- hallarinnar (þar sem sjaldnast eru sviðsettar óperur). E'n það ljón er nú reyndar úr steini. Við lá, að styttan fengist ekki reist á staðnum, þar eð rófan visaði niður, en i Eþíópíu er það aldaforn siður, að allar ljósmyndir skuli skarta rófunni hátt á lofti. Það er næstum ógerningur að ferðast um landið án þess að verða var við mátt keisarans. Hinn smávaxni, næstum glettnislegi einvaldur ber höfuðið hátt, eins og sæmir hátign allra hátigna. Hann er Negus Negesti, konungur konunganna, — stjórnar elzta riki veraldar og rekur ættir sínar til Salómons hins vitra og hinnar fögru drottningar af Saba. Hann gengur undir ýmsum nöfnum: konungurinn í hásæti Salómos, ijónið sigursæla af ættbálki Júda. — Hann er eini einvald- urinn í heiminum, og orð hans eru lög og vald hans ótakmarkað. Furðulegur kafli í sögu Eþíópíu er innrás Itala í landið árið 1935. Þar eð enginn veitti Eþíópíumönnum lið, hrópaði Haile Selassie: „Guð og saga mannkynsins munu minnast þessa ódæðis!" En þegar einvaldurinn sneri heim eftir langa útlegð, verndaði hann Itali fyrir hefnigjörnum lýðnum og bauð þeim jafnvel að dveljast i land- inu undir sinni stjórn. Nokkrum árum síðar skall á styrjöldin í Kóreu, og urðu þá Eþiópíuinenn einna fyrstir til þess að senda þangað liðsstyrk. Allt frá því er Menelik II. keisari valdi Addis Abeba, — Nýja blómið — höfuðborg landsins í byrjun 19. aidar, hafa ferðamenn sótt æ minna til kastalanna í Gondar. Merki hins liðna sjást sífellt minna, og læknamiðstöðin í borginni er áþreifanlegt. tákn framfara Þorpið Lalibela liggur í hjarta Eþíópíu. íbúar þess eru ákaflega trú- hneigðir, og áttundi hver maður Iærir til prests. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.