Vikan


Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 25.08.1960, Blaðsíða 20
A dyrciþrepinu heima hjá lögreglustjóranum í Pine City finnst lik ungrar frænku hans. Hún hefur veriö myrt, og FORSAGA lögreglustjórinn felur leynilögreglumanninum, Wheeler, rannsókn málsins. Vitaö er aö sú myrta hefur veriö á snærum spilavítiseiganda, er dvelzt nú sem flóttamaöur í Pine City og fellur þegar grunur á hann um moröiö ... „Og sð. hinn sami hefur vitað að hann hafði harna höggstað á yður,“ mælti ég enn og hafði ekki augun af Fletcher. „Böndin hlióta að berast að yður. Þess veena dettur mér í hug að snvria hveriir það séu aðrir en þér s.iálfur og lögreglu- stiórinn. sem kunni að vita hvað ykkur tveim fór á m>lli. Haf’ð þér sagt einhverjum frá því — Johny til dæmis?“ „Ég gekk út fyrir þröskuldinn, en fann að kom- ið var við herðar mér og leit um öxl. ■Tohnv starði á mig eins og augun ætluðu út úr höfðinu á honum. ..Þú ert mikilsvirtur í þínum hópi.“ hvæsti hann. „Skýtur fólk í bakið og svo birta blöðin frásögn af afrekum þínum undir stórum fvrirsögnum. En það er ekki að vita nema þú komist einhvern- t.íma í kast við Þann, sem verður Þér fyrri til að skióta — og hvað þá, lögguræfill?" „Johny," svaraði ég rólega, „á ég að taka Þetta sem hótun?" „Ég hef ekki í hótunum við neinn," sagði hann. „Þetta er aðeins vinsamleg aðvörun." „Þú ert þorpari, Johny. Og þú verður þorpari alla ævi. En ef Þú hagar orðum þínum þannig, eru litlar líkur til að hún verði sérlega löng.“ Hann skellti hurðinni að stöfum. ________________ANNAR KAFLI.____________________ Ég fann réttu dyrnar á næstu hæð fyrir neðan og hringdi bjöllunni. Þegar ég heyrði ekki neitt fyrir innan, hringdi ég aftur og andartaki síðar var hurðin opnuð lítið eitt. „Hver er þar?“ var spurt lágri röddu. „Lögreglan," svaraði ég. „Wheeler lögreglu- maður ... ég þarf að tala við yður nokkur orð.“ Dyrnar opnuðust. „Gerið svo vel að koma inn,“ sagði hún. Ég þáði boðið og stóð nú andspænis Nínu Booth. Hún var há vexti, rauðhærð með stór, blá augu, sem ekki virtust geta orðið undrandi á neinu framar. Hún var íturvaxin í Þess orðs fyllsta skilningi; allar línur mjúkar og hvelfdar, og pælonnáttkjóllinn brást ekki því skemmtilega hlutverki sínu að hylja ekki neitt. Þessi náttkjóll var sægrænn og myndaði heill- andi andstæðu við hvítt hörundið á barminum og grönnum, mjúkum kálfunum. Ég svalg með augunum Ijósgræna móðu hörundsins á þrýstn- um mjöðmum hennar innan undir næloninu og hugsaði með mér, að það mætti vera vitlaus maður, sem byði slikri stúlku út sér til skemmt- unar; Nína var stúlka, sem áreiðanlega gat veitt mönnum mesta og bezta skemmtun heima við. „Þér kváðust þurfa að tala við mig,“ mælti nún loks. „Þér virðist þó ekki gera annað en horfa á mig, eða fer því bráðum að verða lokið, svo að þér getið komizt að erindinu?" „Það er ekki oft að manni veitist tækifæri til að skoða svo íturvaxna stúlku naktari en nakta," svaraði ég. „Yður ber þvi að taka það sem gull- hamra að ég hef horft svo lengi á yður; ég hef ekki viljað missa af neinu, skiljið þér. Það kemur sér, að maður hefur þó nokkurn hemil á sjálfum sér." „Þér myrðið mig með þessu augnaráði," varð henni að orði. „En það er ekki sem lakastur dauðdagi. Ef þér eruð í rauninni lögregluþjónn, eins og þér reyndar virðist vera, hvers vegna segið þér ekki erindið? Það er komið fram á nótt og ég verð að sofa, ef ég á ekki að glata fegurð minni." „Hvar hafið þér verið i kvöld?" spurði ég for- málalaust. „Hvað eigið þér við?" spurði hún varfærnis- lega. „Ég vil fá að vita hvert þér hafið farið og með hverjum og hvað þér hafið aðhafst?" Hún yppti fagurmótuðum öxlunum. „Það er ekki lengi sagt. Ég var hérna í íbúð minni þangað til um hálfellefuleytið, en þá heimsótti ég kunn- ingja mína og drakk nokkur staup Ég hef verið komin hingað aftur undir miðnættið." „Hverjir voru þessir kunningjar?" „Fletcher heitir annar þeirra, hinn Johny Torch. En hvers vegna spyrjið þér eiginlega?" Ég sagði henni það. Hún beit á vörina svo sá í mjallhvítar tenurnar, þegar ég gat Þess að Linda Scott hefði verið myrt. Svo gekk hún yfir að vinskenknum, sem stóð inn við vegg i setustofunni. „Mér veitir ekki af hressingu," sagði hún. „Má kannski bjóða yður eitthvað að drekka?" „Slatta af viský og agnarögn af sódavatni, þakka yður fyrir," svaraði ég Nína fór sér ekki óðslega að því að blanda drykkinn. Loks bar hún mér glasið. „Hvers vegna tyllum við okkur ekki einhvers staðar?" spurði hún og við fengum okkur sæti á legubekk. „Þetta kemur yfir mig eins og reiðarslag," tók hún til máls. „Mér féll að mörgu leyti vel við Lindu. Bezta stelpa og ein af þeim fáu vinkonum, sem ég hef eignast." „Hún hefur víst verið vinsæl yfirleitt," varð mér að orði. „Ykkur ber öllum saman um það — yður, Fletcher og Johny Torch. Merkilegt að nokk- ur skyldi geta fengið sig til að myrða hana." „Ég skil það ekki heldur, að nokkur skuli hafa fundið ástæðu til að myrða hana," sagði hún í einlægni. „Linda gerði aldrei neinum manni mein. Hún var ef til vill helzt til mild í lund ag meyr. Kannski það hafi orðið henni að fótakefli." „Hvað er langt síðan þér kynntust henni?" „Fimmtán mánuðir eða því sem næst. Við unn- um saman í Las Vegas." „Hjá Fletcher?" Hún drakk vænan teig. Kinkaði síðan kolli lítið eitt. „Jú, víst unnum við hjá Howard Fletcher. Er nokkuð athugavert við það? Hann áleit heppi- legra að láta stúlkur gæta spilaborðanna en karl- menn; það laðar fólk fremur að og gerir einkum karlmennina djarfari um leið og þeir taka tapinu með meira jafnaðargeði þegar ung og falleg stúlka sópar til sín peningunum þeirra." „Ekki datt mér það í hug að Fletcher væri svo slunginn mannþekkjari," varð mér að orði. „Heim- spekilega sinnaður maður ...“ Nína leit á mig, skildi auðsjáanlega ekki hvað ég var að fara. „Jæja, hvað um það," sagði ég. „En hvernig stóð á því, að þið Linda komuð hingað til borg- arinnar?" „Howard Fletcher tók okkur með sér þegar hann fór frá Las Vegas," svaraði hún. „Hafði hann í hyggju að koma á fót spilavíti hérna?" spurði ég enn. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hann hefur á prjónunum," svaraði hún. „En hann greiðir manni há laun og allan dvalarkostnað að auki. Þetta er mér eins og sumarleyfi. En hvað hann ætlar sér með mig, það veit ég ekki." „Og ekki heldur hvað hann hefur ætlast fyrir með Lindu Scott?" „Þér farið villt, ef þér haldið að Howard Fletcher hafi myrt Lindu," sagði hún með sann- færingu. „Hann er ekki þannig gerður." „Hvers vegna eruð þér svo viss um það?“ „Það er eitt af því, sem maður bara veit, ef þér skiljið hvað ég á við,“ svaraði hún. „Ég veit það, að minnsta kosti; ég hef þegar kynnzt það mörgum karlmönnum á lífsleiðinni, að ég fer nærri um slikt." „Er það fleira, sem þér farið nærri um?" „Varðandi Lindu? Ég kynntist henni raunar aldrei mjög náið, eða svo finnst mér nú að minnsta kosti. Hún minntist til dæmis aldrei á hvað hún hefði haft fyrir stafni áður en hún fór að vinna hjá Fletcher. Þó veit ég að hún var ættuð héðan úr austurfylkjunum, og að hún átti frænda hérna einhvers staðar. Ef til vill gæti hann frætt yður meira um hana en ég.“ „Ég þekki þennan frænda hennar. Ég get raun- ar ekki sagt að við séum vinir," sagði ég. „En við þekkjum hvorn annan sæmilega." „Og svo var það elskhugi hennar ...“ „Fletcher, eigið þér við?“ Nína starði á mig og undrunin leyndi sér ekki í svip hennar. „Nei, ég á svo sannarlega ekki við hann. Fletcher hefur allt annan smekk. Hann er ekkert hrifinn af þessum stóru, starandi aug- um og blessuðu sakleysi." Hún brosti við og hristi höfuðið. „Nei, hann hefur allt annan smekk. Þér hljótið að hafa heyrt Gabriellu getið?" „Gabriellu? Leikur hún á horn?“ „Nei, hún er nektarsýningarmær." „Ég verð að viðurkenna, að menntun minni virðist áfátt hvað það snertir," varð mér að orði. „Segið mér nánar frá henni." „Skemmtikraftarnir eru yfirleitt ekki lengi í vistinni í Höggormsauganu," svaraði hún lágt, „en Gabriella hefur verið þar allt frá byrjun. Og hún er þar enn. Það fer ekki á milli mála, að það er hún ein, sem talizt getur ástmey Fletchers." „Þér eigið við að hann unni henni jafnvel meir en peningunum?" „Ég var að ræða um tómstundaiðju hans, en ekki aðalstarf," svaraði hún og beit sem snöggv- ast á vörina. „En hver var þá þessi elskhugi Lindu Scott?" XIKAN 20

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.