Vikan


Vikan - 17.11.1960, Side 6

Vikan - 17.11.1960, Side 6
Loftur Guðmundsson: „SKELLTU HURt Mig langar til að segja ykkur þrjár stuttar sögur, — gamlar sögur og i rauninni ekki merkilegar fljótt á litið; þar er ekki hermt frá neinum stóratburðum eða neinu þvi, sem markaði spor á braut þjóðlífsins, en þó luma þær á sinni lílsspeki á milli línanna. Hin fyrsta hefur ein þeirra sér til gildis það, að sögupersónan var þekktur maður á sinni tíð, kennari við æðri skóla i Heykjavík, bámenntaður, en sérkenni- legur nokkuð og þótti lítt raunbæfur í afstöðu sinni til hversdags- lifsins, svo að af honum gengu ýmsar skoplegar sögur, þeirra á meðal þessi. Kennarinn var ákaflega vandur að virðingu sinni og svo hreinlegur, að gekk pjatti næst, að minnsta kosti samanborið viö þær þrifnaðar- venjur, sem þá tíðkuðust. Eitt sinn, þegar hann var úti á gangi, kom ,það íyrir hann að stiga öðrum fæti ofan i götuvilpu, svo að stígvélið og neðri hluti huxhaskálmarinnar ataðist auri. Potti honum þetta viðbjoður, en þó takast, að þeir, sem mættu honum, hiulu að veita því athygli, hvernig hann var útleikinn, svo fremi sem hann íyndi ekki einhver ráð. 'iok hann þá það til bragðs að hnýta vasakiút sínum um liattinn og villa þannig athygli vegfarenda, að þeim yrði svo star- sýnt á þetta kynlega fyrirbæri, að þeir tækju ekkert eftir forinni á skálminni og stigvélinu. Önnur sagan stendur ekki i neinum tengslum við þessa, og ekki mun neinn vita skil á sögupersónum, ekki einu sinni, hvar á landinu atburðurinn gerðist. Hún segir lrá bónda, sem kom heim úr kaup- staðarferð, þóttist hafa gert þangað góða reisu og var giaður og reifur; enda eitthvað við skál, sem ekki þótti neitt tiltökumál, þegar menn komu úr kaupstaönum i þann tíð. Varð honum það á að skiija brenni- vinsflöskuna eftir á glambekk, er hann var að taka upp alian varn- inginn; en sonur hans, íimm eða sex ára, komst i flöskuna, hafði seð, hvernig þeir fullorðnu umgengust stútinn, og fór eins að, með þeim alleiðingum, að liann vettist um paliinii ósjalfbjarga. Varð þá bónda að orði: „Eg er svo öldungis liissa á kjánaskapnum i barninu, — það sem stenúur bankóbrennivin á miðanum skýrum stöfum ...“ Þriðja sagain stendur ekki heldur i neinu sambandi við þessar tvær, og enúa þótt sögupersónur hafi verið naíngreindar, eru þær gieymdar öitum nú og -engar sögur af þeirn aðrar. Þetta á að hafa gerzl í sveit eitki langt hétðan og hefur varðveitzt fyrir það eitt, að sagan er felld inn í trasögn af öorum og meiri háttar atburðum, er þar gerðust. Er hún á þá leið, að eitt sinn kom húsfreyja heldur íasmikil inn i bað- stolu og maiilti við húsbónda og blés í kaun um feið: „Skrambi er hann hMpss og kaldur, Bjarni skepna, og livað a að gera við þvi7“ „Skelltu hurð fyrir landnorðrið, kerling,“ svaraði bóndi — og lield- ur stuþtlega. Fyrstu soguna las ég í bók nokkurri fyrir mörgum árum, en atvik nokkurt í \ior varð til þess, að hún rifjaðist upp lyrir mér og heíur verið ofariejga i minni mínu æ siðan. Læknir einn, góðkunningi minn, hringdi tit min og bað mig að skreppa til fundar við sig í lækninga- stofuna, — það væri dálítið, sem liann vildi gjarna, að ég sæi. Eg brá taíariamst við, hitti lækninn þar að starfi, en hann var að skipta um umbúöir á hálfgrónum sárum á baki unglingspiits. Hafði drukk- inn maður veitt honum þessa áverka á dansleik utan Keykjavikur, brotið stút af brennivinsflósku og rist bak unga mannsins með brotinu, langsuun og þversum, mörgum skurðum og alldjúpum víða, og voru þetta ólögur verksummerki. „Heidurðu, að annað eins og þetta hefði geta& gerzt hérna fyrir svo sem tuttugu árum?“ spurði iæknirinn, sem er nokkru meir en miðaklra, fjölgáfaður maður og athugulf. Eg halði svarið ekki á reiðum höndum, það var að veljast fyrir mér, hvar ég hefði, getað séð þetta áður, — karlmannsbak, rist djúpum skurðum langs og þvers. »JÚ, það hefði kannski getað gerzt,“ svaraði læknirinn sjállum sér, >.en þá hefði það að minnsta kosti áreiðanlega vakið meiri athygli en svo, að þet>s yrði aðeins getið í örstuttri fréttaklausu í blöðunum. En svona er nú almenningsáiitið orðið sljótt, — og fyrir bragðið getur ekki annað eins og þetta aðeins gerzt, heldur getur það gerzt livað eftir annað, og þykir þó engum mikið.“ Eitthvað ræddum við meira um þetta; ég fann, að læknirinn hafði lög að mæla, en var þó alltaf að brjóta heiiann um hitt, hvar ég hefði séð áður karlmjannsbak, einmktt svona hryllilega útleikið, — hvar ég hefði áður séð slík verksumunerki sjúklegs kvalalosta, er í fljótu bragði virtist fjarekyldur heilbrigðri, rólegri, íslenzkri skapgerð. Ég kvaddi svo laBkninn og sjúkling hans og hélt út á götuna. Og enn var ég að brjóta'heilann um hið sama. Það var ekki lyrr en mér varð að staðnæmast úii fyrir glugga á bókaverzlun einni, að ég fann svarið. Par gat að lita erfent máiiaðarrit, sem, — ef trúa mátti þvi, sem stóð á kápusíðunni, — flutti einkum frásagnir af dirfskubrögðum og af- reksverkum þeirf-a garpa, sem nú virðast efst i tízku, bæði á kvik- myndatjaldlfnu, í vissum bókmenntum og eflaust lika manna á meðal.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.