Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 7
FYRIR LANDNORÐRIÐ, KERLING”
Um leið og ég kom auga á nafn ritsins, mundi ég, að ég hafði einmitt séð
Jpessa sömu sjón, — sundurskorið karlmannsbak, — á kápusíðu þess, er ég
rakst á það i bókabúð fyrir nokkrum árum.
Nei, læknirinn hafði iög að mæla, — annað eins og þetta hefði vart getað
gerzt hérna fyrir svo sem tuttugu árum og áreiðanlega ekki án þess, að
pað vekti þjóðarathygli og fyllti menn viðbjóði og hryilingi.. En nú þótti
það svo hversdagslegt, að ekki þótti taka að geta þess nema í litilli fréttaklausu.
Á leiðinni ai'tur til vinnu minnar tók ég að hugleiða, hversu margt það væri,
sem ekki liefði getað gerzt hér íyrir svo sem tuttugu árum, án þess að al-
menningur kipptist ónotalega við, að ekki sé meira sagt, en þætti nú orðið
næsta hversdagslegt og varla umtalsvert. Og ég þóttist komast að raun um, að
það væri svo sannarlega sitt af hverju. Mér hefur oft orðið að hugleiða þetta
siðan, einkum þegar ég hef litið yfir dagblöðin og lesið þar fréttir af æðis-
gengnum eltingarleik við kornunga, ölvaða bílþjófa, sókn telpna um borð
1 enenu skip, fjársvindl ungiinga og sóun og annað þess háttar, og er þó
viðsfjarri þvi, að öll kurl komi tii grafar í blaðafregnum.
Sönnunin er sú, að við eigum eins og stendur — og höfum um meir en
tveggja áratuga skeið — átt við hernám að búa, annars eðlis og að mörgu leyti
algerlega ótengdu því hernámi, sem mest er um rætt og aliir vita, — eins
konar andlegt hernám, sem er þjóðinni og sjálfstæði hennar og örlögum
stórum hættuiegra en nokkurt hernám annað, og þó hættulegast fyrir það,
að fæstir veita því nokkra athygli, — sem ekki er heldur von. Við viljum
nefniiega sjálí uml'ram allt, að enginn veiti þvi athygli, — gerum allt til að
leiða athygli almennings frá því að einhverju öðru ... að verklegum fram-
förum, sem sannarlega eru iiKa athygiisveröar og þjóðinni mikils virði, að
almennri velmegun, sem sannarlega ber ekki heidur að lasta og mundi
þjóðinni mikils virði, et' hún kynni með auðsæld sina að fara og þó fyrst
og fremst ef sú auðsæid væri raunveruieg, eða þá við þyrlum upp pólitisku
moldviðri, fjölyrðum um það, livílík hætta þjóðinni stafi ýmist af þessari
stel'nu eða hinni. Með öðrum orðum, — okitur ferst nákvæmlega eins og
kennaranum, sem hnýtti vasaklút um hattinn sinn til þess að leiða athygh
vegiarenda frá þvi, að hann hafði stigið ofan í götuvilpuna og atað fót
sinn auri.
En hvers vegna erum við að leiða athyglina frá þessu? Gengur okkur
barnaiegur hégomaskapur til eins og kennaranum? Erum við hrædd við, að
við mundum setja oían að virðingu, ef eítir þvi yrði tekið, að við hefðum
stigiö ot'an 1 vilpuna?
Að nokkru leyti, en þó mun annað ráða meir um það, hve mjög við
skortum vasakiútnum um hattinn.
Þetta andlega hernám veitir nefnilega drjúgan skildiug i aðra hönd ýmsum
þeirn, sem gerzt hafa erindrekar þess. Innflutningur og sala tímarita, — af
þeirri tegund, sem ég gat um áðan, — er ekki eini gróðavegurinn i þvi
sambandi og sízt hinn stærsti, jafnvei ekki útgáfa svipaðra blaða og tímarita
á svívirtri tungu Egiis og Snorra, sem hefur þó að minnsta kosti verið þeim
allarðvænleg, sem att hafa skap til að græða á sliku. Enda er þetta hvort
um sig nánast til tekið ekki tii annars en undirbúa jarðveginn, svo að upp-
skeran verið sem rikulegust, — gróðinn af sjoppunum, bióunum og siðast,
en ekki sizt, — skemmtistöðunum. Sjálfrátt eða ósjáifrátt er þetta andiega
hernám nel'nilega þrautskipuiagl, — iíka það, að ekki má minnast a það,
ekki veita þvi athygii . . . lika þetta með vasaklútinn, linýttan um hattinn.
Pegar við höl'um bent á aht liið marga og mikla, sem við höfum afrekað,
— verklegu l'ramkvæmdirnar og veimegunina, hvernig við höfum búið altt i
liaginn íyrir ungu kynsióðina, raflýst borg og byggðir milli fjalts og fjöru,
rifið toríkol'ana og bárujárnshjaliana og reist vönduð steinhús, iú\usviliur
og jafnvel skýjakijúl'a á grunni þeirra, — bent á allt það, sem við Játum
unga fólkinu i arí, — nýsköpunartogarana, verksmiðjurnar, vegina, sam-
göngutækin, — og berum það saman við þetta litla, sem við teljum okkur
hafa íengið að arfi, en liófum ávaxtað af slíkri ráðdeild og dugnaði sem
raun ber vitni, — í stuttu máli, þegar við höfum vafið vasaklútnum um
hattinn, hnýtum við stærðarslaufu á hnútinn, til þess að öruggt sé, að allra
augu staðnæmist við höfuðbúnaðinn, en enginn veiti athygli forinni á fót-
um okkar. Við tökum ungu kynslóðina til bæna, fjargviðrumst yfir óreglu
hennar, eyðslusemi, lausung og afbrotahneigð, en gætum þess þó að unna
henni sannmælis, — ég lield nú það; aldrei hefur nein ung kynslóð i þess'u
landi verið jafn-bráðþroska, upplitsdjörí, iturvaxin og mannvænleg. En það
er líka fyrst og íremst okkur að þakka; við höfum ekkert til sparað að láta
henni líða sem bezt, mennta liana og hlúa að henni á allan hugsanlegan hátt.
Petta er slaufan á hnútnum.
En þessi óreglusemi ungu kynslóðarinnar, ofdrykkja hennar, lausung og
glæpahneigð, — hverju er hún að kenna? Það er óneitanlega dálítið óþægileg
spurning. • •
Þá kem ég að annarri sögunni, sem ég sagði í upphafi máls mins, bónd-
anum, sem var að koma úr kaupstaðnum, kátur og reifur og laundrjúgur
yfir því, hve vel honum höfðu tekizt viðskiptin þar. Það var ekki neitt smá-
ræði, sem hann kom með heim úr þeirri happaferð, ekki aðeins birgðir matar
og nauðsynja fyrir næsta misseri, heldur lika alls konar girnilegt kram, —
(Framhald á bls. 32)
Þessi pistill fjallar um okkur
sjálf og vandamál okkar
og þær „lausnir," sem við
höfum fundið á jbe/m. Erindib
var flutt á Álfaskeiði í
sumar, en birtist hér vegna
áskorana
VIKAN *7