Vikan


Vikan - 17.11.1960, Side 8

Vikan - 17.11.1960, Side 8
Það var lamandi hiti á Arabíu- hafi, en þriðja daginn talaði enginn farþeganna um hitann, — allir töluðu um monsiin- vindinn. Eftir tveggja daga ferð frá Aden voru farþegarnir í góðu skapi og kvörtuðu glaðlega yfir hitanum. Á þessum sólheita ágústdegi á Arabíu- hafi hefði það næstum litið út sem gort, ef fólk hefði ekki talað um hit- ann. Meira að segja á þessum haust- dögum 1939, þegar ófriðarblikan var eins og sýnileg á heiðbjörtum himn- inum og nóg var um að tala, var hitinn eðlilegt umræðuefni. Á þriðja degi, þegar hitinn komst upp í fjöru- tiu stig inni á barnum og hélzt Þar, brosti enginn lengur né minntist á hitann, — þá töluðu allir um monsún- vindinn, sem herra Magdwick full- yrti, að skipið mundi lenda í síðdegis næsta dag, og síðan mundi haldast í viku eða níu daga — eða þangað til Baroda kæmi til Colombo. Herra Magdwick var lágvaxinn og rólegur miðaldra E'nglendingur með alskegg, sem var rakað burt í kring- um varirnar. Þetta gerði andlit hans líkast dýri með loðið skinn, sem klippt hefði verið gat á, og skini ljós húðin þar í gegn. Hann var miðlari frá Singapore, þar sem hann átti heima með móður sinni, lltilli og vin- gjarnlegri gamalli konu, vita-heyrn- arlausri. Sonur hennar hafði farið með hana heim til Englands til þess að láta gera þar á henni gallsteina- uppskurð, sem hafði tekizt vel. Nú voru þau á leið heim til Malakka- skaga. Fyrstu tvo daga ferðarinnar hafði herra Magdwick ekki vakið neina athygli, nema hvað hann var dálítið skoplegur með þetta ljósa gat í virðu- legu skegginu. En á þriðja degi, þegar monsúnvindurinn tók við af hitan- um sem umræðuefni, varð herra Magdwick miðdepill samræðnanna. Hann var vel kunnugur Austurlönd- um og hafði búið á Malakkaskaga í nær þrjátíu ár. Þar að auki hafði hann lag á því að miðla öðrum af þekkingu sinni með hógværð og hátt- vísi. Það kom vel fram, þegar Bandaríkjamennirnir sex lýstu yfir því, a,ð þeir hefðu alltaf haldið, að monsúnvindur væri snöggur og ofsa- legur stormur, sem gæti fyrirvara- laust mölbrotið Baroda. „Því er alls ekki þannig farið,“ sagði herra Magdwick. „Það, sem þið hafið í huga, er tyfon, sem er, ef svo mætti segja, ekki daglegt brauð.“ Það var eins og herra Magdwick velti hverju orði með ljósum, næstum kvenlegum vörunum, og hann bar hvert orð skýrt fram og lagði rétta áherzlu á hvert atkvæði. Hann virt- ist vilja kenna áheyrendum sínum mælskulist, um leið og hann fræddi þá. „Monsúnvindur er bara venjulegur vindur og ekkert annað. Einn hluta ársins blæs hann úr þessari áttinni og á öðrum tíma úr hinni. Þessi monsúnvindur, sem við erum á leið inn í núna, kemur yfir Indlandshaf frá maílokum til miðs september, en um miðjan október blæs hann úr norðaustri, þangað til að komið er fram í desember. Þar sem núna er ágústmánuður, hittum við sem sagt monsúnvindinn hér ...“ Herra Magdwick raðaði öskubakka og nokkrum eldspýtum á marmara- borðið í barnum. Setjum svo, að öskubakkinn sé skipið okkar og éldspýturnar monsún- vindurinn, svona, sagði hann og færði eldspýturnar að bakkanum, þar til þær námu við hann. Skiljið þið, -—- ekkert annað en hægur vindur úr einni átt. Skipið mun velta dálítið, og fyrstu dagana munuð þið finna til einhverra óþæginda, en Það líður hjá, og það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af því. Ég hef lent í þessu oft og mörgum sinnum og móðir mín líka, og ég get fullvissað ykkur um, wmm ARXIOUC wKzmm Smásaga eftir JEROME WEIDMAN að monsúnvindurinn gerir ekki flugu mein, eins og tekið er til orða. Að kvöldi þriðja dagsins, þegar vinsældir herra Magdwicks voru orðnar almennar, útskýrði hann, hvers vegna skeggið á honum væri svona. Vegna þess, hve móðir hans heyrði illa, hafði hún orðið að temja sér varalestur. „Hún hafði sannarlega náð mikilli leikni á þessu sviði," hélt hann áfram, „og gat lesið af vörum næstum hvers manns nema e. t. v. bandarískra kvikmyndaleikara, sem hreyttu orðunum út úr sér án þess að hreyfa varirnar. En skeggið á herra Magdwick kom í veg fyrir samræður þeirra á milli. Hann hafði ekki viljað raka það af, vegna þess að hann kunni vel við sig með það, og hafði því farið meðalveginn og rakað af sér yfirskeggið og dálítið niður á höku. „Það var kannski dá- lítið broslegt," viðurkenndi hann, en bætti svo við með glettnisglampa í augunum, að sér væri ekki grunlaust um, að hann hefði skapað eins konar tizku þarna í Singapore. Rétt áður en hann fór, hafði hann tekið eftir tveimur hollenzkum ekrueigendum í klúbbi í Pasir Pangjang-götu með svipað skegg, og hann sagðist þora að veðja fimm pundum á móti sex pencum, að hann mundi rekast á tugi manna með slíkt skegg, þegar hann kæmi heim aftur. Hinn rólegi virðuleiki i rödd herra Magdwicks og svörin, sem hann hafði á hraðbergi við öllum spurningum um Austurlönd, urðu til þess, að hinir farþegarnir ráðfærðu sig við hann um vandamál, sem var álíka aðkall- andi og það um monsúnvindinn. En það var um Kínverjana tvo um borð í skipinu. Ef eitthvað hefði verið af ungu fólki um borð, hefði þetta vandamál aldrei skotið upp kollinum. E'n þar var ekkert ungt fólk, og Bandaríkja- mennirnir sex voru líka miðaldra. Það voru vandræði að þurfa að standa í svona leiðindamáli, ekki sízt í hitanum á Arabiuhafi í ágúst, og nokkrir af farþegunum sögðust meira að segja hafa hugsað sér að kvarta við skipafélagið í London við fyrsta tækifæri. Það var ekki vegna þess, að menn væru mótfalinir því, að Kinverjar fengju far með skipinu, heldur hinu að leggja það á hvíta menn að þurfa að taka ákvörðun um, hvernig ætti að koma fram við svona fólk, — þvi að það var hér eins og annars staðar, að Kínverj- arnir ferðuðust á fyrsta farrými. Sem betur fór* voru þessir tveir Kínverj- ar mjög háttvísir, og eftir að herra Magdwick hafði lýst yfir því, að þetta væri allt í lagi, var þetta vanda- mál úr sögunni á þriðja degi ferðar- innar frá Aden. Það var varla búið að ljúka við að skúra þilfarið, Þegar Kínverjarnir tveir birtust þar, klukkutíma áður en aðrir komu á fætur, að Banda- ríkjamönnunum sex ekki undanskild- um. Kínverjarnir tveir, í dýrum flúnelsbuxum, silkiskyrtum og sand- ölum, gengu fram og aftur á þilfar- ínu sér til hressingar. Þeir tóku hvor sína appelsínuna, stóra og safamikla, úr körfunni, sem þjónarnir höfðu sett fram fyrir árrisuia farþega. Meðan þeir gengu hlið við hlið hring- inn í kring á skipinu, afhýddu þeir appelsínurnar vandlega og gættu þess að kasta hýðinu þár, sem logn B vikan;

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.