Vikan - 17.11.1960, Síða 14
liðan við aS ganga í búSir og gera
innkaup?
Brátt eru flest okkar stödd í einu
stærsta vöruhúsi Stokkhólms. BúSin
er á mörgum hæSum. Hér hlaupa
stigarnir á reimum, — þjóta meS
fólkiS upp og niSur. Þannig siglir
þú á milli hinna ýmsu deilda þessa
risafyrirtækis, brunar frá fyrstu
hæS og upp á þá efstu, án þess þú
þurfir aS hreyfa hönd eSa fót. Og
salarkynnin eru þaS víSfeSma, aS
í svipinn getur þú átt til aS gleyma
því, aö þú sért staddur inni í húsi.
Og fyrir augu þín ber stóra hauga
af glingri og gegnlegum varningi.
Og kannski flökrar þaS aS þér, aS
afgreiSslufólkiS sé jafnmargt viS-
skiptavinunum, og þó skipta viS-
skiptavinirnir aS sjálfsögSu hundr-
uSum á degi hverjum. Og er nú
nema von, aS kaupmaSurinn okkar
segi:
— Hér má selja stórt til aS bera
uppi sölulcostnaSinn.
Og nú er þaS ekki bara kven-
fólkiS, sem reytir af sér peninginn.
Allir kaupa og kaupa og kaupa svo
sem þeir mega og betur þó. ■
VerkglaSar dömuhendur setja
skó meS nýju, itölsku sniSi á fætur
aldursforsetans okkar:
— Ég hef ekki fengiS neitt mýkra
á fæturna en þetta, nema ef vera
skyldi eltiskinnsskór, segir sá
gamli.
Annar i olckar hópi gerist svo
kaupglaSur aS spandera á sig svört-
um klæSisjakka meS stórum, loga-
gylltum hnöppum. Þetta er þaS nýj-
asta nýja í Konunglega brezka sigl-
ingaklúbbnum, sem er alþjóSa-
hreyfing eins og Rótari og svoleiSis
fínerí.
Alveg stórfurSulegt, hvaS tínist
til af sænskum gjaldmiSli, þegar á
reynir. ÞaS er líka svo afskaplega
ódýrt aS kaupa úti. Og þeir hérna
eru langt á undan þeim í Reykja-
vík í tízkunni. Ó, þúsund kjóiar.
HvaS á ég aS gera? Jú, annars,
þessi hvíti kjóll þarna meS hárauSu
ieggingunum, hann er fyrir mig,
mína mjódd, mína hæS. Og þessi
hattur þarna, — hefurSu séS nokk-
uS sætara? Og þessi ráptuSra, eins
og tromma, — hefurSu séS nokkuS
smartara? Og svona apaköttur,
kannski er þaS tigrísdýr, en viS fá-
um ekkert s|etara til aS hafa aftur
í bílnum. Kú hafa allir eitthvaS
svona aftur í. Nei, og sérSu þessa
hvítu gúmmsvani þarna. IlugsaSu
])ér, þegar búið er aS blása þá upp.
Og, guð minn góður, hvaS hér fæst
af perlum og nælum og armbönd-
um ...
Og enn koma þær allar ómeiddar
úr búðarbardaganum. Stór guðs
Iukka, segir þú. Og það er orð að
sönnu.
En nú verSum við að hugsa svo-
lílið fyrir munni og maga. Við
snæðum í járngrindarbúri (Katar-
inahissan), sem teygir sig'eins og
risaarmur út frá þakhæS eins stór-
hýsisins í brennidepli borgarinnar.
Héðan er hið ákjósanlegasta útsýni
yfir aðalumferðarsvæSi Stokk-
hólmsborgar, en þar mun umferðin
meiri og örari en í nokkurri ann-
arri norrænni borg og þótt víða sé
til jafnað. Bilaþvagan er siík, að
hvergi hef ég séð annað eins nema
á breiðstrætum Parisar og á þjóS-
brautum Hollands. Og þegar við
litlu seinna stöndum niðri í miðri
þrönginni, pípinu og skarkalanum,
verður mér að orði:
Framhald á bls. 30.
DAN
jStutt víðtul víð hjóntt)
Unni Arngrímsdóttur 09
Hermnnn Rngnnr $tefnns-
son dnnskennnrn/ sem unnið bnfn gott stnrf
við nð stuðln nð dnnsmennt þjóðnrinnnr
íslendingar, sem komiS hafa á útlenda dansstaði, hafa talað
um það, hversu erfiðlega þeim hafi gengið að dansa við „hina
inníæddu“. Það var ekki hægt að komast í takt, og þeir vildu
hafa sporin öðruvisi. Svo bætir fólkið við: Merkilegt að sækja
svona skemmtilega staði og kunna svo ekki að dansa. Aðrir liafa
hugsað með sér: ÞaS skyldi nú ekki vera, að það værum viS,
sem ekki kynnum að dansa? Þeir eru víst lengi búnir að hafa
dansskóla þarna, og það eru víst flestallir, sem læra að dansa.
Þetta er staðreynd, en hins vegar er gagnslaust að færa hana
i tal við hina sjálfumglöðju. Þeir tala um, að það geti þá alveg
eins verið rétt aðíerð, sem þeir hafi, og þeim líki svo ljómandi-
vel aS dansa „með sínu lagi“. Talsmenn dansmenntarinnar hafa
þau svör á takteinum, að við getum ekki farið að búa til islenzk
afbrigði af almennum dönsum, sem dansaðir séu á sama hátt um
allan hinn siðmenntaða heim. Það yrðu eins konar þjóðdansar
í nýjum stíl, og líklega yrðum við að athlægi fyrir.
Sem betur fer, virðist það ekki eiga langt í land, að allir
íslendingar læri að dansa, rétt eins og þeir læra margföldunar-
töfluna, lestur eða sund. Uppeldisfróðir menn hafa margsinnis
bent á það, að dans leiði af sér eðlilegra samband kynjanna,
sem ekki er hvað sízt nauðsynlegt á mótunartima gelgjuskeiðs-
ins. Áhugi á veikara kyninu vaknar hjá piltinum, sem er að
breytast úr unglingi i fullorðinn mann. Hömlur feimninnar valda
því, að hann hefur ekki kjark til þess að bjóða ungri stúlku upp
. . .
1 dansskóla Hermanns Ragnars
eru lialdin grímuböll, og stund-
um hafa komið fram mjög
i dans, ef hann kann ekki að
dansa. Þessi feimni gerir
minna vart viS sig meðal
stúlkna, og þær hafa jafnvel
mun meiri trú á dunsgetu
sinni en efni standa til. Það
þarf ekki að sökum að spyrja,
til hvaða meðala er gripið til
þess að öðlast ásmegin. Þeir
gripa til flöskunnar, li'kt og
þegar Þór girti sig megin-
gjörðum fyrir stórátök. Og
kjarkurinn vex, á þvi er eng
inn vafi. En livert kröftunum
verður beint, það er önnur
saga, og kannski verður þá
óþarft að bjóða upp. Flaskan
ein dugar.
Þessar og aðrar fortölur
hafa frömuðir danskennslunn-
ar haft uppi, og þeir hafa mik-
Hermann Ragnar og Unnur á
heimili sínu í Drekavogi.
14 VIKAN