Vikan - 17.11.1960, Side 18
FORSAGA
Wheeler leynilögreglu-
manni í Pine City hef-
ur verið falið að rann-
saka morðið á fraenku lögreglustjórans þar í borg,
en meðal þeirra grunuöu er Howard fyrrverandi
spilavítiseigandi í Las Vegas, sem flúði til Pine
City, og var lún myrta þá í fylgd meö honum.
Wheeler grunar aö rekja megi orsakir morösins
til Las Vegas, fer þangaö, kemst þar í kynni viö
nektardansmær Gabriellu, sem segir honum ýmis-
legt, nóg til þess að hún er rekin úr starfi, heldur
til Pine City og sezt aö hjá Wheeler, sem er pipar*
sveinn. Wheeler fer nú að atlmga Rex Schafer
blaöamann, sem reynist hafa veriö náinn vinur
hinnar myrtu, en Schafer þessi gerir allt til aö
beina grun manna að Howard, og fær lögreglu-
stjórann þar í liö með sér. Og nú er skammt
stórra atburða aö bíöa í þessu máli. Þaö er þá
fyrst til aö taka, aö þau Wheeler og Gabriella
heimsœkja Nínu Booth, sem einnig er á snærum
Howards Fletchers. Sú heimsókn veröur eins kon-
ar uppgjör milli þeirra kvennanna, en Nínu biöur
og annaö uppgjör og alvarlegra. Skömmu síöar
finnst hún myrt í íbúö sinni,, og Wheeler fœr þarna
annaö morömál til rannsóknar. Honum veröur
fyrst fyrir aö tala viö umboösmann spilavíta-
hringsins, en hann hefur fjarvistarsönnun. Lög-
reglustjórinn lætur þá handtaka Fletcher en
Wheeler útvegar honum fjarvistarsönnun, svo
um munar. Þaö kemst þó upp aö eitthvaö muni
gruggugt viö hana; Schafer hótar honum aö fletta
ofan af því í blaöi sínu.
„Gerið svo vel,“ svaraði hann hranalega. „Þér
haldið ef til vill að ég sé einhver viðvaningur;
fölni upp og verði allur að gjalti, ef ég sé skamm-
byssu."
„Ég er lögregluþjónn," varð mér að orði, og
hirti ekki um það þessa stundina þótt ég sniðgengi
sannleikann lítilsháttar. „Ég gæti skotið ykkur
báða formálalaust, og notið þess að vera dýrkaður
sem hetja borgarinnar næstu mánuðina."
„Verði yður að góðu,“ sagði Fletcher stuttur
i spuna.
Ég heyrði að Johny flissaði og varð litið þangað,
sem hann sat. Honum hafði nú tekizt að rétta
dálítið úr sér, og af svip hans mátti ráða að
hann væri ögn farinn að jafna sig. „Svo sannar-
lega hefur Howard rétt fyrir sér,“ flissaði hann.
„Skjóttu okkur báða, löggi, skjóttu okkur báða.
Það er bara einn hængur á — þú mundir aldrei
finna peningana; ef Howard hefur þessa peninga
undir höndum."
„Ég mundi ekki þurfa að skjóta hann til bana,“
svaraði ég. „Ég gæti sent honum kúlu í annan
arminn eða fótlegginn, ef í það færi. Það er nóg
að valda dálitlum sársauka, þegar svona stend-
ur á.“
„Athugið nú yðar gang, Wheeler," mælti
Howard Fletcher. „Setjum sem svo að þú gerðir
alvöru úr þessari hótun þinni og særðir mig á
armi eða fæti, og það yrði til þess að ég myndi
allt í einu eftir því, að ég hefði komizt yfir þess-
ar sjötíu þúsundir dollara. Að ég segði yður að
ég hefði falið Þessa peninga einhvers staðar —
undir rósarunna eða í leiguhólfi í pósthúsinu —
hvernig munduð þér geta sagt um hvort ég segði
yður sannleikann eða ekki? Við gætum leikið
slíkan feluleik svo vikum skipti, éf í þáð færi.
Hann gekk yfir að skenknum, hellti í glasið
sitt og sneri baki við mér. wÞa8 hanga blá föt inrii
i skápnum í herberginu mínu,“ sagði hánri. „í
brjóstvasanum er veski og í því eru sex eða sjö
hundruð dollarar. Þá skuluð þér táka, Wheéíer,
og koma yður síðán út . •.
„Eruð þér geriginri af vitiriu, FÍetcher," hrópaði
ég hásUm rómi. „Ég þarf að fá meiri peninga en
það. Eg þarf að fá mikla peninga, skiljið þér. Ég
kémst ékki langt fyrir sjö hundruð dollara."
Fletcher sneri sér að mér, horfði á mig spyrj-
andi augnaráði. „Eruð þér að fara eitthvað,
Wheeler? Hvers vegna haldið þér ekki kyrru
fyrir hér í Pine City? Er eitthvað að?"
„Ekki annað en það, að mér er ekki vært
hérna lengur," svaraði ég þvermóðskulega. „Mér
verður ekki vært hérna fremur en yður sjálfum,
fyrst svona fór — nema ef Þér viljið bíða eftir
því að þér verðið aftur dreginn fyrir dóm, ákærð-
ur fyrir tvö morð og hver veit hvað . . .“
„Hvern fjandann sjálfan eigið þér við?"
„Ég skildi Gabriellu eftir eina heima í íbúð
minni . . .“
„Og hvað um það?" spurði Johny Torch.
„Það munaði minnstu að hún léti bugast, þegar
Þeir gengu á hana þarna i skrifstofu lögreglu-
stjóra, og stóð Hazelton málafærslumaður yðar
þar þó við hlið henni til halds og trausts. Ég hug-
leiddi þetta ekki fyrr en Það var um seinan. Þeir
höfðu sett vörð um húsið, sem ég bý í, og svo hafa
þeir læst klónum i hana um leið og Þeir sáu
mig halda á brott. Og svo hafa Þeir spurt hana
og spurt, miskunnarlaust og hafi hún ekki þegar
látið bugast og meðgengið allt, þá verður þess
sannarlega ekki langt að bíða, Howard Fletcher
... og þér vitið hvaða afleiðingar það hefur fyrir
mig.“
„Lögguræfili," sagði Johny Torch mjúkur i
máli. „Lögguræfill, sem útvegar ákærðum fjar-
vistarsönun, eingöngu til að hafa upp úr því pen-
inga.“ Og Johny Torch fór að hlæja. „Nú þykist
hann sjá sína sæng uppreidda, garmurinn, og hef-
ur ekki hugmynd um hvað til bragðs skuli taka.
Howard — þetta er ekki til annaís en að hlæja
að þvi; skilurðu ekki hvað hann er að fara?“
„Þú ert heimskingi," hreytti Howard Fletcher
út úr sér. „Verði hann handtekinn, þá er það
fyrst og fremst ég, sem sé mína sæng uppreidda.
Við verðum að forða okkur, áður en það er um
seinan."
Ég reis á fætur og gekk inn í svefnherbergi
Howards, en þeir héldu áfram að þræta. Ég fann
veskið í jakkavasanum og athugaði innihaldið,
það virtist því sem næst sjö þúsund dollarar. Ég
stakk seðlunum á mig og gekk síðan inn í setu-
stofuna, þar sem þeir kittu enn, Johny og
Fletcher.
„Ég anza þessu ekki,“ sagði Howard Fletcher.
„Ég fer héðan tafarlaust. Eftir hverju ætti ég svo
sem að biða? Að lögreglustjórinn sendi menn sína
til að taka mig höndum, eða hvað?"
„Við höfum ekkert að óttast í bili," maldaði
Johny Torch í móinn. „Við skulum doka við um
hríð og sjá hvað setur."
„Þú getur það, ef þú endilega vilt," svaraði
Fletcher. „Ég er farinn!" Að svo mæltu ruddist
hann fram hjá mér og inn í svefnherbergið. Ég
stóð þannig við, að ég gat séð þegar hann dró
litinn böggul út úr skápiium, lagði hann ofan á
sseriginá Í rekkju sinni og huldi hann fötum.
Johny gat hins vegar ekki séð það, þaðan sem
hann sat.
Ég leit úm öxl til Johny Torch, sem starði á
mig iilum áugum.
„Jæja, löggi," sagði hann mjúkur i máli, „þú
hefur fundið þessar sjö þúsundir, eða hvað?"
„Já,“ svaraði ég hinn hógværasti. „Og nú fer
ég líka leiðar minnar."
„Ég skal trúa Því,“ sagði hann. „Flýrð eins og
fætur toga. Hver veit nema þér takist að komast
yfir landamærin til Mexikó, ef Þú hefur hraðánn
á. Hefurðu nokkuð athugað það hversu lengi þér
geti enzt þessir fáu, skitnu doilarar? Þú ert ekki
svartsýnn á framtíðina, kallá ég.“ Og enn fór
hann að hlæja. „Þú ættir sveit mér þá að geta
notið lífsins, löggi, eða hitt þó heldur. Ég ætla
að minnsta kosti að vona að þú sleppir yfir landa-
mærin. Þú mátt vera viss um að mér verður
hugsað til þín öðru hvoru."
„Þér stæði nær að hugsa svolítið um húsbónda
þinn,“ mælti ég stillilega sem fyrr. „Howard
Fletcher og sjötíu þúsundin hans. Hann heldur
á brott héðan eftir andartak, og kemur aldrei
aftur."
Ég hélt enn á skammbyssunni í hendinni.
Johny varð litið á hana og síðan á mig. „Hvernig
á ég að geta komið í veg fyrir að hann fari?"
spurði hann lágt. „Þú tókst skammbyssuna mína.
Hvernig á maður að stöðva för manns, sem er
vopnaður skammbyssu, og vera sjálfur skamm-
byssulaus?"
„Þetta er rökrétt ályktað, Johny," varð mér
að orði. „Þú getur ekki komið í' veg fyrir að
hann fari leiðar sinnar, nema þú hafir skamm-
byssuna Þína ...“ Að svo mæltu dró ég skamm-
byssuna hans upp úr vasa mínum og rétti honum
þannig, að hann varð að taka um hlaupið.
Hann tók við henni, hægt og seinlega. „Þakka
þér fyrir, löggi," mælti hann hvísllágt. „Þegar
ég fæ tíma til, reyni ég að komast að raun um
hvers vegna Þú gerir þetta."
„En þú reynir samt að standast freistinguna
og láta mig afskiptalausan þangað til," varð mér
að orði og beindi um leið skammbyssunni minni
að honum svo að hann horfði inn í hlaupið.
„Hvers vegna skyldi mér detta slík heimska
í hug?" spurði hann. ,,Ég er eldri en tvævetur."
í sömu svifum kom Fletcher út úr svefnherbergi
sínu, ferðbúinn með hatt á höfði og skjalatösku
í hendi. Hann nam skyndilega staðar, þegar hann
sá skammbyssuna í höndum Johny Torch.
„Taktu lífinu með ró, Howard," mælti Johny
Torch. „Þú ferð ekki neitt. Að minnsta kosti ekki
í bráðina."
„Fékkstu honum skambyssuna, heimskinginn
þinn," hvæsti Howard Fletcher og hvessti á mig
augun.
„Vitanlega," svaraði ég. „Haldið þér kannski
að ég gerist líka lífvörður yðar fyrir eina skitna
sjö þúsund dollara?"
Hann horfði á mig enn nokkurt andartak og
náfölnaði. Síðan leit hann á Johny Torch.
„Taktu þessu öllu með ró, húsbóndi góður,"
mælti Johny enn. „Þú heyrðir hvað ég sagði;
þú ferð ekki fet að svo stöddu. Hérna sitjum við
og láutm fara vel um okkur, þú og ég, þangað
til löggan kemur og hirðir þig. Og þegar þú ert
farinn, sit ég hér eftir einn míns liðs. Sit og bíð,
kannski heilan dag, kannski vikuna út eða jafn-
1B VIKAN