Vikan


Vikan - 17.11.1960, Page 20

Vikan - 17.11.1960, Page 20
— Ja, ég gríp í prjóna, svo mála ég líka — Jæja, hefurðu nokkuð lært að mála. — Nei, bara verið í handíðaskólan- um. — Ertu svo ekki voðalega myndar- leg, saumar allt á þig sjálf og svo- leiðis? —- Nei, ég læt nó mömmu um að sauma. — Svo spilarðu á gítar líka sjáum við. — Já, það er bara fyrir sjálfa mig. —- Það er þá útilokað að við fáum að heyra eitt lag, en við fáum kannske að vita hver er uppáhaldssöngvarinn? — Ja, það er nú ekki neinn sérstak- ur. Mér finnst gaman af Connie Frances t. d. — Hlustarðu á „Kanann"? — Já, svona stundum. — Ætlarðu svo nokkuð að gifta þig í bráðina? — Nei helzt ekki fyrr en ég er búin að læra, en um það er auðvitað ó- mögulegt að segja. — Já, segjum við og ákveðum að draga okkur í hlé þegar við erum orð- in svona nærgöngul. Stella heitir hún Jóhannsdóttir og er í þriðia bekk Hagaskóla Og við höfum viðtal við hana eingöngu aWT''s,1 beirri ástæðu að hrn er unglingurr n' eins og svo margir aðrir. sem við höf- um haft viðtal við. Okkur finnst skemmtilegt að skyggnast í líf ungl- ingana og við vonum að þið séuð á sömu sl^oðun. En nóg um það, hér gef- um við |3tellu orðið: — Þú ert í þriðja bekk Hagaskóla, Stella, hvernig líkar þér þar? \ Julie Andrews heitir ung amerísk stúlka, sem fyrir skömmu síðan vakti mjög mikla athygli sem jazzsöngkona á hljómleikum þar vestra, en þar kom fram m.a. hin þekkta hljómsveit Count Basie. Julie Andrews er „klass- isk“ menntuð í tónlist, fyrst sem pianóleikari og síðan sem söngkona. 1 mörg ár söng hún með kirkjukór en fékk allt i einu mikinn áhuga fyrir jazztónlist. Hún stofnaði söngkvartett ásamt nokkrum félögum úr kórnum og var það upphafið á frægðarferli Julie, sem nú er mjög umtöluð í flest- um músikblöðum vestanhafs og er hljómlist r hopnum — Alveg prýðilega. annars er þetta hálfgerður kvennaskóli — Nú, eru engir strákar í skólan- um? — Jú, en bara í fyrsta og öðrum bekk, Þriðji og fjórði bekkur eru ein- göngu fyrir stelpur og gefa eins konar verzlunarmenntun. — Er þá nokkuð félagslíf í skólan- um að ráði? Eða fáið þið kannski ekki að koma á dansæfingar nema þið bjóðið strákum með? — Jú, jú. annars held ég að ráð- gert sé að bjóða nemendum úr öðrum skólum, eins og t. d. vélstjóraskólan- um á dansæfingu. Svo var kynningar- kvöid í gærkvöldi. — Stundarðu mikið félagslíf utan skólans?- — Nei. ekkert að ráði . — Ferðu nokkurn tíma niður á Ivjörbar eða á þannig staði? — Nei, aldrei nokkurn tíma og hef enga löngun til þess — Hvað ætlarðu nú að gera Þegar þú ert búin í skólanum? — Ég ætla að læra hjúkrun. — Þú hefur kannske verið ákveðin í því allt frá því að þú varst lítil, eða síðan þú last Rósu Bennetbækurnar? — Nei, mig hefur bara alltaf lang- að til þess. — Hvað gerirðu nú af þér þegar þú er búin að læra undir skólann? SöngJcvartettinn Monn-keys: F.v Arne Bendiksen, Per Asplin, Sölvi Vang og Oddvar Sanne. hún sett á bekk með söngkonum eins og June Christy, hinni ókrýndu drott.ningu jazzsöngkvennanna — af hvíta kynstofninum Fyrir nokkrum árum kom hingað t;I fands noskur söngkvartett. sem þótti frábær hvað söng og sviðsframkomu snerti. Nefndi þetta unga fólk sig Moon-keys. en undirleikari og stjórn- andi hópsins var einmitt hinn þekkti nor-ki hliómsveitarst.ióri og tónlist- armaður Egil Monn Iversen. Nú eru Monn-keys þekktasta söng..grúppa‘‘ Norðurlanda og hafa ferðast víða um Evrópu og vakið hvarvetna fádæma hrifningit. Nokkrar brevtingar hafa ^rðið á hópnum síðan þau heimsóttu Island, Nnra Brocksted. söngkonan þekkta, sem allir hér kannast við. yfirgaf félagana fvrir nokkru síðan og hélt áfram á listabrautinni ein síns liðs og hefur ekki gengið neitt slæ- lega, þvi nú í dag er Nora ein af stærstu „stjörnunum" í Evrópu. Binnig hætti grinistinn Fredrik Con- radi. en í stðinn bættist. í hóninn annar ekki minni ,.sjókarl“, Arne Bendiksen. Sem sagt nú eru þau Monn-kevs að- eins fiögur, en hafa aldrei verið e'ns vinsæl og einmitt nú. Monn-keys er ekki aðeins mjög góður söngkvartett, heldur eru einstakir meðlimir hans þjálfaðir einsöngvarar og revíuleikar- ar og gætu þau, hvert af þeim sem er. haldið uppi löngu prógrammi ein- sömul. Per Asplin, sem er helzta drif- fjöðurin í hópnum, hefur verið í mörg ár einn eftirsóttasti skemmtikraftur á Norðurlöndum, bæði sem söngvari og leikari og hefur oft verið, nefndur Danny Kay Norðurlanda Hann er einnig ágætur útsetjari og semur lög og texta eins og með þarf. Stúlkan í „selskapnum" heitir Sölvi Vang. og er einmitt eiginkona Egils Monn Iver- sen, sem er foringi flokksins og um- boðsmaður á fjórði heitir Oddvar Sanne, og hefur hann eins og hvert hinna sungið inn á fleiri en eina hljómplötu — sem einsöngvari. Hinar fjöldamörgu plötur Monn-keys seljast um þvera og endilanga Evrópu, en sagt, er að ekki sé nema hálf skemmt- un af að hlíða á þau „krakkana" móts við það að horfa á þa\!, því „sjóið" hjá þeim er oft slíkt, ao fólk hættir að geta hlegið fyrir hlátri! Væri ekki úr vegi fyrir þá aðiln, sem staðið hafa fyrir innflutningi á erlendum skemmtikröftum undanfarin ár, að reyna að fá þennan bráðskemmtilega söngkvartett hingað til lands í annað sinn, ef nokkur möguleiki er fyrir hendi, því án efa gera þau Monn-keys ekki minni „lukku“ hér en á hinum Norðurlöndunum. Eftirfarandi staða kom upp í skák milli þeirra Arinbjarnar Guðmunds- sonar og Bobby Fishers, er þeir telfdu saman í móti því, sem hrundið var af stað, þegar þessi ungi ameríski snill- ingur var hér á ferð. Svart: Fisher skálc Hvítt: Arinbjörn Svartur á leik. 1. — Bf5!! 2. e4 Dd4f 3. Khl Rf2+ 4. HxR DxHf2 5. exf5 BxR3! 6. bxc3 Hae8 7. Bd3 Hel+ 8. Kh2 Dgl+ 9. Kg3 Hfe8 10. Hbl gxf5! 11. Bd2 HxHbl! 12. DxHbl DxD 13. BxD He2! 14. Bcl Hel 15. Gefið. Hvítur tapar manni. Glæsilega teflt hjá Bobby! bréfaviðskipti Ólafur Gísli Axelsson, Gjögri, Strandasýslu óskar eftir bréfviðskipt- um við stúlkur á aldrinum 15—25 ára. Fjóla Margrét Björgvinsdóttir, Anna Jóhannesdóttir og Sigrún Sæm- undsdóttir, allar í Laugaskóla, Reykja- dal, S.Þing. við pilta 16—25 ára. Lor- etta Law, Rt. I, Box 27, Cottonwood, Californiu, við pilta og stúlkur 12— 15 ára. Hansína Halldórsdóttir og Þóra Ragnarsdóttir, báðar á Eskifirði, við pilta og stúlkur 14—15 ára. 2 □ VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.