Vikan


Vikan - 17.11.1960, Page 21

Vikan - 17.11.1960, Page 21
veiztu að.. . .... það er ekki svo lítill sann- leikur í gamla æfintýrinu um ljóta andarung- ann sem seinna varð að fallegum svan. Við erum alltaf að þroskast og breytast -— til hins betra eða til hins verra. Það er að siálfsögðu undir okkur sjálfum komið. Persónuleiki er að nokkru leyti meðfæddur og allir hafa sína séreiginleika, sem þeir svo þroska með sjáifum sér ■— en misjafnlega þó. Persónuleiki er samsetning af skynsemi, skapgerð, framkomu, „sjarma“ og útliti. Þroskinn frá 14-20 ára er svo hrað- fara að erfitt er að fylgjast með hon- um. En það er einmitt á þessum árum, sem persónuleiki hvers og eins mót- ast helzt Mörg okkar hafa tamið sér ýmsar leiðinlegar venjur og siði, sem svo færast i vöxt án þess að við verð- um þess í rauninni vör og sitja svo að lokum svo fast í okkur að erfitt er að breyta til hins betra. Margir ungl- ingar hafa tilhneigingu til að vera of „uppteknir" af sjálfum sér. Það lýsir sér annaðhvort sem of miklu sjálfs- áliti, „hér kem ég“ —• framkomunni, eða sem óskapleg feimni. Feimni getur verið hræðileg plága, því ef fólk er feimið getur það aldrei umgengist aðra eðlilega. Það er nú kannske skiljanlegt að unglingar, sem ekki hafa þurft að um- gangast ókunnugt fólk mikið, séu feimnir. En það er nokkuð sem eldist af mönnum smám saman. En því minna sem maður hugsar um sig sjálf- an, og því meira sem maður tekur til- lit til annarra og sýnir öðrum áhuga, því fyrr hverfur feimnin. Fólk getur fundið til feimni vegna ótrúlegustu hluta. Ef einhver hefur t.d. nokkra fílapensla í andlitinu, heldur hann að enginn taki eftir neinu öðru en þessum misfellum. Það er hreinn misskilning- ur, en séuð þið stíf og óeðlileg í fram- komu vegna einhverra slíkra smá- muna getur það orðið til þess að fólk haldi að þið séuð í meira lagi skrítin. Gleymið þið aðeins öllum þeim smá- göllum, sem þið haldið að óprýði út- lit ykkar og þá munu allir álíta að þið séuð bæði „sæt“ og „sjarmerandi." Smám saman munuð þið svo komast að því að það er hreint engin ástæða fyrir því að vera feimin og temjið ykkur smátt og smátt óþvingaða framkomu — og þá eruð þið komin yfir það erfiðasta á leiðinni til s.kemmtilegs persónuleika skrítlur Húsmóöirin: „Og þessi mynd, er af langaafa mínuni.“ Gesturinn: „Þú segir ekki! Hann lítur ekki út fyrir aö vera neitt éldri en þú.“ Frú: „HvaÖ er aö, lögregluþjónn?" Lögregluþjónninn: „Þér ókuö meö 100 kilómetra hraöa á klukkustund." Frú: „Getur ekki veriö. Ég hef aö- eins ekiö í tíu mínútur." Útgefandinn: „HefurÖu ort þetta '•væöi sjálfur f“ Unga skáldiö: „Já, hvert einasta orÖ.“ Útgefandinn: „GleÖur mig aö kynn- ast yöur, herra Edgar Allan Poe, ég sem hélt aö þér væruö dauöur fyrir 'öngu síÖan.“ Gömúl kona, sem ekki þótti stíga í vitiö, fékk einu sinni gefinn viskísopi og er hún haföi bragöaö á honum sagöi hún: „Mikiö hrœöilega er þetta vont. Þetta er ekkert ósvipaö meöalinu, sem maöurinn minn hefur oröiö aö taka inn síöastliöin 30 ár!“ „Af hverju varöstu sköllóttur?“ „Af áhyggjum “ ,rAhyggjum út af hverju?“ „Út af því aö veröa sköllóttur.“ t „Ég hitti mann í gœr sem sagöi aö ég væri mjög likur þér í útliti." „Og hvaö sgöir þú?“ „Ekki neitt Hann var mikiö stærri en ég.“ Prófessorinn: „Af hverju kemur þú of seint?“ Stúdentinn: „Af því aö kennslu- stundin byrjaöi áöur en ég kom.“ Stjáni: „Þú dansar dásamlega vel.“ * Dísa: „Ég vildi aö ég gæti sagt þaö sama um þig.“ Stjáni: „Þaö gætir þú, ef þú værir eins lýgin og ég er.“ — Við skulum sjá — maturinn kostaði 100 krónur — þar eru 50, og helmingurinn af bílnum .— 11 krónur — það verður 61 króna, elskan mín. Nýlega er komin á markaðinn ný hljómplata sungin af hinum kunna dægurlagasöngvara Óðni Valdemars- syni. Þessi plata er að margra dómi sú bezta, sem komið hefur út með Óðni, og hafa þó margar plötur hans selzt með afbrigðum vel og orðið mjög vinsælar Lögin á þessari plötu heita llt ára og Ég er kominn heim. Textana gerði Jón Sigurðsson, undir- leik annast KK-sextettinn en íslenzkif Tónar gefa plötuna út. CLIF.F RICHARD sem réttu nafni heitir Harry Roger Webb, fæddist þ. 14. október 1940 á Indlandi. Hann ólst upp í Englandi og kom fyrst opinberlega fram á skólaballi árið 1954. Fjórum árum seinna birtist hann í sjónvarpinu i unglingadagskrá og var eftir það tíður gestur bæði í útvarpi og sjón- varpi. Cliff hefur leikið f tveimur kvikmyndum, „Express Bongo“, og „Villta æska.“ Hljómplatan „Living doll,“ sem hann söng inn, hefur selst f meira en milljón eintökum aðeins í Englandi og var reyndar mest selda platan um tíma í mörgum öðrum löndum. Cliff hefur sfna eig'in hljómsveit, „The Shadows“ og uppáhaldssöngvarinn hans er Elvis Presley. Utanáskrift á bréf til Cliffs er: EMI Records Ltd. 8—11 Great Castle Street, London W 1, England. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.