Vikan


Vikan - 17.11.1960, Page 22

Vikan - 17.11.1960, Page 22
Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar ^Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunní, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning kostar ekki ■»,7 neitt, nema menn vilji fá skriflegt svar, beint frá draumráðningamanninum. Þá kostar ráðn- * ingin 50 krónur og bréfið verður að láta í ábyrgð. Til draumráðanda Vikunnar. Fyrir nokkru dreymdi mig, að ég var að borða með frænda mínum, sem ég hef verið hjá í kaupavinnu. Allt í einu fannst mér vinstri hönd- in á mér vera soðin upp að úlnlið og frændi minn ætlaði að fara að skera sér bita úr lóf- anum með borðsaxi, en ég gat talið hann af því. Liturinn á lófanum minnti mig á soðið iambakjöt. Fyrir hverju er draunmrinn? Með fyrirfrám þökk. Kaupamaður . Svar til kaupamanns. Draumurinn merkir, að frændi þinn hafi hagnazt vel á vinnu þinni í sumar og að þú megir vel við una að hafa innt af hendi góða þjónustu. HvaÖ segja stjörnurnar um 'hæfileika yOar, möguleika og framtíö? Viljiö þér fá svar viö þessu þá sendiö upplýsingar um nafn, heimilis- fang og ár, fœöingarstaö og hvenær sólarhrings- íns þér fæddust ásamt greiöslu í umslagi merkt pósthólf 2000 Kópavogi og svariö mun berast yö- ur meö pósti. Lauslegt yfirlit (sólkort) ......... kr. 50.00 Lauslegt yfirlit meö hnattaafstööum .. — 100.00 Spádómar fyrir eitt ár kostar ...... — 200.00 Nákvœmt yfirlit meö hnattaafstööum — 500.00 Aö gefnu tilefni tökum viö fram aö fæöingar- stund má helzt ekki skakka meira en 15 mínútum. Þór Baldurs. Kæri draumráðningamaður. Mig dreymdi núna fyrir stuttu að mér fannst ég kominn á æskustöðvarnar og ég væri að róa þar á bát. En svo fannst mér á draumn- um að ég réði mig á annan hát til manns, sein ég þekki. Það var alltaf frekar kalt á milli okkar, þegar við vorum nágrannar. Mér fannst við fiska mjög vel og fór vel á með okkur. Fannst mér að ég færi heim til hans og talaði við dætur lians og var allt í bezta lagi. Ég vil taka það fram, að þessi maður er ekki sjó- maður. Vonast til að þú birtir ráðninguna sem Kær kveðja- Forvitinn. Svar til forvitins. Þér mun verða falið verkefni, sem þér mun takast að leysa betur en á horfðist í fyrstu. Kæri draumráðandi. Mig langar til að segja þér draum, sem mig dreymdi. Mér fannst ég vera stödd á einhverj- um stað, sem ég vissi ekki hvar var, — og var með pilti, sem ég þekki. Þá finnst mér allt í einu birtast stór og frekar óskaplegur maður, og svo eru þeir allt í einu farnir að slást. Mér fannst ég vera hálfhrædd. Fannst mér pilturinn vera ljósklæddur. Næst fannst mér ég vera stödd í löngum hringstiga, og er maðurinn stóri að elta mig niður stigann. Þegar við erum kom- in í miðjan stigann, gat ég falið mig í einhverju útskoti, svo að hann fer fram lijá og heldur áfram niður. Ég flýti mér allt hvað ég get upp stigann. Þar stendur pilturinn, og finnst mér allt í einu við vera með lítinn strák (þriggja mánaða, sem ég á). Við fórum að tata um, hvernig við kæmumst burt, áður en stóri mað- urinn kæmi aftur. Svo varð draumurinn ekki Erla Bjartmanns. Svar til Erlu Bjartmanns. Draumurinn merkir tímabundinn aðskiln- að þinn og barnsföður þíns. Stóri maðurinn er tákn aðskilnaðarins, þar eð hann verður til þess, að þið skiljið, en endurfundir ykk- ar benda til þess, að allt lagist um síðir. Barnið f draumnum er tákn um nokkra erf- iðleika, þar eð ungabörn eru alltaf talin vera fyrir nokkrum erfiðleikum. Þýðingin verður auðskilin, hvað það snertir, þegar þess er gætt, að ávallt þarf að hafa nokkuð fyrir ungabörnum og hugsa vel um þau. Eitthvað muntu hrapa f áliti vina og kunningja, þar eð þú verður að fara niður stigann, en það jafnar sig sýnilega, þar eð þú snýrð við og ferð sömu leið til baka. Árabáturinn er bundinn aftan í vél- bátinn, og svo er stefnan tekin til lands. Skipstjórinn sendir skeyti til lands og lætur v.ita að drengirnir séu fundnir og hejlir á húfi. Þegar vélbáturinn leggst að bryggju, er pabbi hans Bubba kominn til að taka á móti drengjunum. Hann þakkar skip- verjum og skipstjóra innilega. Þegar Bubbi kemur heim, kem- nr mamma með útbreiddan faðminn. Hún er svo glöð að vera búin að fá hann Bubba freijn; Svo verður Bubbi að segja pabba og mömmu frá ferðalaginu. Þau hlusta hugfangin á drenginn. En Bubbi má ekki lenda í slíku aftur, BUBBI I SJÓFERÐINNI Vélbáturinn nemur staðar, og sjómenn- irrnir kraka í árabátinn. Eftir smá- stund er árabáturinn kominn að hið vélbátsins. Bubba og Sigga er hjálpað upp í vélbát- inn. Þeim er orðið kalt. Þeir eru leiddir niður i lúkarinn. Þeim er gefið heitt kaffi að drekka og þeir hressast fljót- lega. Svo eru þeir spurðir spjörunum úr. 22 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.