Vikan


Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 24
Næsta mynd Marilyn Monroe heitir „The misfits“ og kemur hún senn á markað í Ameríku. Þar leikur Marilyn konu, sem er veikgeðja og hjálparvana, spillt fyrir áhrif af slæmum uppvaxtarskilyrðum. Hún lifir i sífelldri leit að karlmönnum og er taugaóstyrk og óörugg með sjálfa sig, nema menn til- biðji liana. „Sönn mynd af eiginkonu minni,“ segir leik- ritahöfundurinn Arthur Miller, sem reyndar er kvæntur leik- konunni og sést hér á myndinni með henni. Sænski stórhlauparinn Dan Waern stóð sig ekki eftir vonum á Ólýmpíuleikunum i Róm og urðu pað Svíum mikil vonbrigði. Það kom í ljós við rannsókn, að þetta stafaði af því að garpurinn hafði ekki nægi- lega mikið járn í blóðinu fyrir þá járnhörku sem þarf í olympíska keppni. Þegar búið var að leiðrétta þessi mistök, stóð Waern sig miklu betur og ástralska gazellan, Herb Elliot mátti hafa sig allan við að sigra hann. Hér er Dan Waern i keppni við Ungverja í landskeppni milli Svíþjóðar og Ungverjalands. Eftir slettunum að dæma, hefur hann að minnsta kosti ekki leitt hlaupið alla leið. Waern að hætta Kubrick og Sue Lyon Lolita Nú á að fara að kvikmynda LOLTTU eftir samnefndri skáldsögu Vladimirs Nobokovs. Sagan hefur komið út i íslenzkri þýðingu og hluti hennar birtist í Ásnum sálaða. Sagan þykir nokkuð grá á köflum; lýsir enda ástarsambandi miðaldra manns og fjórtán ára gamallar stúlku. Leik- stjórinn, Kubrick, var nærri kæfður í bréfum frá metnaðargjörnum mæðrum, sem vildu benda honum á, að dóttir þeirra væri fædd í hlut- verkið. Kubrick vandaði valið og ieit á hvorki meira né minna en 800 stúlkur áður en úrskurðurinn kom. Að lokum fann hann fjórtán ára gamla stúlku, sem hann var ánægður með. Hún heitir Sue Lyon og er frá Davenport i Iowa, en á nú heima í Los Angeles með móður sinni. Hún er mjög lík lýsingunni á Lolitu, en hver skyidi trúa því, að það væri aðeins fjórtán ára stúlka á þessari mynd. Hún þykir hafa ákafiega fag- urt bros og vann í keppni um „bros ársins“, sem tannlæknar þar vestra efndu til. 24 VIKAM j Framhald á bls. 31. Ekkert hefur sannast Oft er fiagð undir fögru skinni, segja þeir, sem ekki treysta sakleysislegu útiiti og mjúkri áferð. Flögðin reynast líka stundum undir fögrum skinnum, en engu síður hinum ófögru og er þeim engu betur að treysta. Það þykir oft eitthvað grunsamlegt við það, þegar ungar og fallegar stúlkur giftast afgömlum körlum. Ef þessir sömu karlgarmar taka svo upp á því að deyja rétt á eftir, þá þykir venjulega um að kenna ofreynslu í hinum fyrstu og hörðustu átökum hjónabandsins, eða þá að eiginkonan unga hafi komið karlskömminni fyrir kattarnef til þess að geta sem fyrst byrjað hina dýrlegu daga fyrir mátt arfahlut- ans. Þessi unga og fallega dama giftist vellauðugum bisnismanni i Bandaríkjunum, en hann burtkallaðist skyndilega að því búnu. Þótti ættingjum og vinum hins látna að tæplega mundi allt með felldu og hefur ^nú komið kæra á hendur drósinni fjrir morð. Ennþá • hefur þó ekkert sannazt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.