Vikan


Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 32

Vikan - 17.11.1960, Blaðsíða 32
ý Vtiðevrópu — i nágrenni Plauen er hinn víðkunni saxneski iðnað- ur fyrir vefnað til hibýlaprýðis. Þegar á 16. öld var þessi iðnaður alþekktur. Vér framleiðum: Gluggatjöld, stórísa, „florentínutyll“ skrautvefnað, hús- gagnaáklæði úr bómull og DEDERON. Ennfremur Axminster- gólfteppi og aðrar tegundir gólfteppa úr ull og DEDERON. Vér veitum yður fúslega allar nánari upplýsingar og gefum yður tilboð. i/r ■ « /m. Tr e: 'xl Exportgesellschaft fiir Wirkwaren und Raumtextilen mbH., BERLIN C 2 Deutsche Demokratische Repubhk. Skelltu hurð fyrir... Framhald af bls. 7. léreft, klútar, kandis og alls konar smádót, gjafir handa öllum á heim- ilinu og svo kaffið og tóbakið, — það hefði verið synd að segja, að liann sæi ekki fyrir sér og sínum, hjúum, konu og börnum, bóndinn sá. Sízt að undra, þótt hann væri í góðu skapi og laundrjúgur yfir dugnaði sinum og fyrirhyggju, sízt að undra, þótt honum þætti vel til fallið að gera sér nokkurn dagamun i tilefni af því, hve vel honum vegn- aði á allan hátt, og láta bankó- brennivinið, þennari dýrlega, út- lenda metal, ylja sér og hjúum sin- um innan rifja. En livað var nú þetta, — hafði ekki strákkjáninn komizt í flöskuna, liafði hann ekki sopið á henni, rétt eins og hann sá föður sinn og fullorðna fólkið ;-;eTa, og veltist svo ósjáífbjarga um pallinn? Jú, reyndar. Það vár hörm- ung að sjá vesalings bjánann svona á sig kominn. En honum var nær. Stóð ekki á flöskumiðanum, að jætta væri bankóbrennivín, — að þetta væri ekki neinn drykkur fyrir pelabörn? Að vfsu var strákgreyið ekki lesandi að visu hafði liann aðeins farið að dæmi föður sins og hjúa hans, en þe-tta stóð nú á flöskumiðanum samt, og fyrir Itragðið hafði hinn forsjáli og vel- megandi bóndi sina afsökun . . . Og eins er um okkur gangvart ungu' kynslóðinni. Við þykjumst hafa okkar afsökun, — ég held nú það. Það er ekki nema eðlilegt, þótt vel liggi á okkur, þegar við komum heim úr okkar kaupstaðarferð. Við eigum hagstæðum viðskiptum að fagna, — eða er ekki svo? Höfum við ekki komizt yfir flest það, sem hugurinn girnist? Höfum við ekki birgt heimilið upp? Höfum við ekki séð fyrir þörfum hjúa okkar og fjölskyldu, — þótt sumt hafi ef til vill verið tekið út i reikning, — fært liverjum og einum sína gjöf? Og er há nokkuð við það að athuga, þótt við viljum gera okkur daga- mun við drykkju og glaum, halda samkvæmi, jafnvel villt „geim“ og „hasaparti“, ylja okkur og kunn- ingjum okkar innan rifja á hinum dýrlega metal, bankó áhyggjuleys- isins, óhófsins og vellystinganna? Og getum við sjálfir — eða nokkur aðili annar — sakað okkur um það, þótt krakkakjánarnir komist í bankóið og veltist svo ósjálfbjarga um pallinn? Stendur það ekki á miðanum, að þetta sé ekkert barna- gaman? Að vísu höfum við ekki hirt um að kenna þeim að lesa það letur, en það stendur þar nú samt ... En svo að ég viki máli minu aftur að sögunni af kennaranum virðing- arvanda, hreinláta — og úrræða- góða, þá megum við vera viss um það, að með sjálfum sér var hann þess vel vitandi, að hann var forug- ur upp á miðja buxnaskálm, ends. þótt lionum tækist — eða teldi sér að minnsta kosti trú um, að sér tækist, — að beina athygli vegfar- enda svo frá þvi, að honum yrði það ekki álitshnekkir. Eflaust hefur hann kosið það helzt að mega nema staðar og þurrka forina af sér, að svo miklu leyti sem það væri unnt í fljótu bragði og svo að lítið bæri á, því að þrátt fyrir allt gat svo farið, að einhver léti ekki blekkj- ast -af tiltæki hans. Mér er meira að segja ekki grunlaust um, að hann hafi, þegar liann sá cngan nálgast, laumazt til að rcyta gras við götu- brúnina og freista að þurrka dálitið af stígvélinu. Vitanlega gat það ekki orðið nema kák eitt, en það dró þó ögn úr viðbjóði hans á aurnum, sem hann hafði atað sig, og óttan- um við að setja ofan í annarra aug- um þrátt fyrir klútinn og slaufuna. Þannig er okkur líka farið. Við laumumst öðru hverju til að reyta gras við götubrúnina og bregða því á stígvélatána. Við höfum meira að segja gefið þeirri afliöfn nafn, fint nafn og ekki með öllu laust við for- dild, ef miðað er við árangurinn. Við köllum það aðgerðir, — menn- ingarlegar, pólitískar og þó einkum efnahagslegar aðgerðir, — jafnvel þótt það kosti okkur að brjóta odd af oflæti okkar og viðurkenna fyrir sjálfum okkur, að okkur hafi orðið það á að stíga ofan í götuvilpuna og atað okkur auri upp á miðja skálm. Og við gerum þetta af sömu hvötum og kennarinn: til þess að draga úr viðbjóðnum, sem við — lirátt fyrir allt — höfum á aurn- um og óttanum við að setja ofan þrátt fyrir klútinn og slaufuna. Og okkur er það lika ljóst, — eða okkur ætti að minnsta kosti að vera það ljóst, — að slíkar tilraunir geta aldrei orðið nema kák eitt, að við komumst ekki hjá því, fyrr eða sið- ar, að taka betur til hendinni og leggja meira á okkur, ef við eig- um að hreinsa af okkur forina. „Skrambi er hann livass og kald- ur, Bjarni skepna, og hvað á að gera við þvi?“ „Skelltu hurð fyrir landnorðrið, kerling ...“ Almenningur finnur, að jirátt fyrir allt eru veður öll válynd, að það næðir um okkur napur gustur úr ýmsum áttum, sem gera fram- tíðina óvissa. Og almenningur spyr sina húsbændur, flokksforingja sina og forystumenn, hvað eigi að gera við þvi. Og húsbændurnir svara: „Skelltu hurð fyrir landnorðrið .. .“ Keflavikurgangan, sem efnt var til hér á dögunum, er okkur enn í minni. Vafalaust var efnt til lienn- ar í beztu meiningu, og ekki er að- vita, nema hún beri einhvern ár- angur. En gegn hinu hernáminu, því andlega hernámi, hefur ekki verið efnt til neinnar mótmæla- göngu, enn sem komið er. Enn hef- ur islenzki fáninn ekki verið bor- inn í broddi fjölmennrar fylkingar undir forystu þeirra manna úr öll- um flokkum, sem mest flika ætt- jarðarást sinni og umhyggju fyrir framtíð og frelsi þjóðarinnar, inn i bókabúðirnar, þar sem seld eru þau sorprit, erlend og innlend, sem veita fáeinum mönnum stundar- gróða, — en ræna kynslóð þá, sem landið skal erfa, ekki aðeins öllum smekk fyrir auðlegð og fegurð tungunnar, — sem eitt væri ærin ástæða til slikrar mótmælagöngu, — heldur rugla svo allt mat henn- ar á siðgæði, hreysti og hugrekki, að hún tekur lostasjúka lirotta, hraðabrjálaða fávita og kynferðis- lega glæpamenn sér helzt til fyrir- / myndar sem hetjur og sanna garpa. Hér eru starfandi voldug samtök, sem standa vörð um hagsnnini hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins og vaka yfir því, að þær séu ekki arð- rændar af skammsýnum eiginhags- 32 vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.