Vikan


Vikan - 17.11.1960, Síða 34

Vikan - 17.11.1960, Síða 34
3 Híiðcvrópu — er borgin Auerbach í Erzfjöllum, sem er ein helzta framleiðslumiðstöð vönduðustu kvensokka. Thal- heim, Oberlungwitz og aðrar framleiðslustöðvar kvensokka eru í næsta nágrenni. Síðan árið 1714 hefir sokkaiðnaðurinn þróast hér og er jafngamall „Herkúlesarstólnum“, en svo nefnist vefstóll sá sem sýndur er til hægri handar á myndinni. Vér bjóðum næfurþunna kvensokka svo og sterka hversdagssokka, hina heimskunnu „3 Tannen“ sokka. Einnig FSO, Esda og DEDERON sem gerðir eru úr DEDERON- SILASTRIK efni og gerfisilki. Enn- fremur hinar vinsælu sokkabuxur. Exportgesellschaft fiir Wirkwaren und Raumtextilen mbH., BERLIN C 2 Deutsche Demokratische Republik. táknræn fyrir það, hvernig við höf- um farið með arfinn. Það er, nánast tiltekið, orðið að eins konar háðs- yrði, sem við hikum við að taka okkur i munn. Og þó er það einmitt i þessu kjörorði, sem sá töframátt- ur er fólginn, er leyst getur framtíð þjóðarinnar úr þeim álagaham, sem við liöfum búið henni, — við, sem þrömmum bísperrtir götu nútíðar- innar með vasaklútinn, hnýttan í slaufu um hattinn, forugir upp á miðja skálm, — við, sem settum bankóflöskuna á glámbekk fyrir barnið og höfum okkur það til af- sökunar, að það liefði átt að geta séð, hvað á miðanum stóð, — við, sem kunnum ekki nein betri eða nærtækari ráð, þegar napurt blæs, en setja hurð fyrir landnorðrið ... ★ Monsúnvindiirinn (Framhald af bls. 26) og til að íinna afsökun fyrir kæru- leysi sínu. „Sjáið til, þannig liggur í málinu. Fyrir utan það, að hann fótbrotnaði, hefur hann fengið þungt högg á mjó- hrygginn, þegar borðið ýtti honum að bekKnum. Það hlýtur að hafa komið af stað innvortis blæðingu. Blæðingin hefur svo þrýst á taugar, sem liggja niður i fæturna, og valdið skyndi- legri lömun. Slik iömun getur að visu staðið yfir í margar vikur. Á læknamáli heitir þetta paraplegia." Það var eins og honum yrði rórra við að nefna latneska orðið. „Þetta er mjög sjaldgæft, satt að segja. Einkennin koma ekki strax í ljós og jafnvel ekki fyrr en eftir tólf tii tuttugu og fjóra tíma. Það hvarllaði ekki að mér, að þetta mundi koma fyrir í þessu tilfelli. Mjög sjaldgæft." Hinir íarþegarnir kinkuðu kolli til samþykkis og horfðu á herra Wíu í kojunni. Læknirinn sneri sér að brytanum. „Eg gat ekki látið mér detta þetta í hug. ríeyndar hélt ég, að vinur hans liti eftir honum og að hann mundi láta mig vita, ef eitthvað óvenjulegt kæmi fyrir.“ Þetta er alveg furðulegt, að yfir- gefa vin sinn á þennan hátt. Vesal- mgs maðurinn hefði getað dáið, ef herra Magdwick hefði ekki gengið þarna fram hjá. Brytinn ruddi sér braut fram að dyrunum. Herra Magdwick fitlaði óstyrkur við skeggið a sér og fylgdi á eftir. Þeir gengu hratt fram gang- inn, sem lá upp á A-þilfar. Þeir stónzuðu fyrir framan klefa nr. 550, og brytinn barði að dyrum. „Já,“ heyrðist herra Ton kalla, — „kom inn.“ Þegar brytinn ýtti upp hurðinni, þustu Gerard og Winter og meira en tugur annarra farþega inn ganginn og tróðu sér á bak við hann. Við skriFEorðið sat herra Ton í morgun- slopp úr silki og var að borða há- degisverð af bakka í bezta yfirlæti, meðan hann leit í bók, sem hann lét standa upp við vatnsflösku. Hann tók rólega af sér munnþurrkuna, lét hana falla niður á bakkann og stóð upp. Áður en brytinn gæti sagt orð, ruddist herra Magdwick fram fyrir hann. „Hlustið þér nú á,“ sagði hann æstur, og orðin ultu út úr honum, og nú minnti hann ekkert á mann- inn, sem var vanur að leggja sig allan fram við að bera orðin fullkomlega rétt fram. „Rétt áðan fundum við vin yðar, herra Wíu, í hræðilegu ástandi. Enginn virðist hafa komið til hans, síðan hann fótbraut sig. Hann hefur ekki fengið mat eða drykk í fjóra daga. Hann heföi beinlinis getað dáið.“ „Mér þykir leitt að heyra þetta," sagði herra Ton kurteislega. „Þaö var sannarlega leiðinlegt. En ég skil ekki, hvernig ég ætti aö bera ábyrgð á þessu, eins og þér virðizt telja, eftir framkomu yðar að dæma.“ Farþegarnir bak við herra Magd- wick ókyrrðust. „En skiijið þér það ekki, ... hann var vinur yðar. Þið voruð óaðskiljan- legir ...“ „Vinur minn,“ sagði herra Ton fyrirlitlega, — „þessi ómenntaði, feiti og einfaldi tryggingamaður! Ætti hann að vera vinur minn? Ég hef aldrei litið hann augum, fyrr en við komum hér um borð í þetta skip.“ I fyrsta sinn, siðan Baroda lét úr höfn i Aden, virtist herra Magdwik vera í vandræöum. Hann fitlaði vandræðalega við skeggið og sneri sér að brytanum, að Bandaríkja- mönnunum og að öllum hinum far- þegunum. Enginn virtist vita, hvað segja skyldi. Herra Magdwick sneri sér aftur að Kinverjanum, rauðar, næstum kvenlegar varir hans opnuð- ust og lokuðust á vixl, eins og hann væri að leita að orðunum. „E’f ykkur væri sama,“ sagði herra Ton rólega, en með ískaldri kurteisi og hneigði sig lítillega, „þá vildi ég gjarna ljúka við hádegisverðinn.” ★ Fura í innréttingum Framhald af bls. 5. þá er það ótrúlega áhrifamikið að klæða gaflinn með láréttum furu- borðum. Enn er eitt ótalið og það er að skara eins og gert var í baðstoíu- klæðningum i gamla daga. Það var gert af praktiskum ástæðum til þess að koma í veg íyrir leka, en nú þarf ekki að hugsa um þá liluti. Hins vegar getur skarsúð ver- ið falleg og jafnvel farið vel á lóðréttum vegg. Það er mjög algengur og vinsæll bygginglarmáti að kaupa fokbel|t og smíða innréttingu ibúðarinnar eftir eigin liöfði. Oftast eru þó einhverjir milliveggir, sem ekki eru burðarveggir, og þá geta menn ráðið efni þeirra og útliti. Það ætti að gera meira af þvi en gert er að gera þessa milliveggi úr trégrind og klæða á þá með viði og ekki sizt furu. Það gefur ibúð- inni vingjarnlega tilbreytingu og eykur verðgildi bennar. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.