Vikan


Vikan - 22.12.1960, Síða 10

Vikan - 22.12.1960, Síða 10
étfefciZCÍKEJoC Lítil jólasaga fyrir stóra menn eftir Felix C. Streklmacher Eins og svo oft og mörgum sinn- um áður bar svo til fyrir nokkrum árum, að jólasveinninn kallaði sam- an alla sína engla og nánasta sam- starfslið nokkrum vikum fyrir jól. Hann ætlaði að iialda ráðstefnu með þeim á stóra, hvíta fundar- skýinu, sem liggur rétt til vinstri við aðalinnganginn að himnaríki. Á dagskrá var aðeins eitt mál, en að vísu var það afar áríðandi mál- efni, sem sé jólagjafavandamál jarð- arbúa. Svo sem við mátti búast, var þátttaka flestra fundarþátttakenda einkum fólgin í ótal spurningum. En sjálfur var jólasveinninn, sá vitri og reyndi maður, þeirrar skoð- unar, að forsætisráðherrar í lönd- um jarðar hlytu að vera því kunn- ugastir, hvers mannkynið óskaði sér á þeirri helgu hátíð, sem fyrir dyrum stóð. Forsætisráðherrann í einu af meiri háttar ríkjum jarðar sat í skrifstofu sinn að áliðnum mjög erfiðum vinnudegi. Einmitt á þess- ari stundu hafði hann ekkert ann- að en velferð meðbræðra sinna i huga — eða réttara sagt, velferð þeirra manna, er fyrir skemmstu höfðu verið honum hjálplegir við að komast upp i ráðherrasessinn. Marga þeirra var að vísu Jivergi nokkurs staðar að finna, þeir liöfðu þegjandi og hljóðlaust horfið úr hópi lifenda. Allt i einu var barið skikkanlega í skotheldan gluggann lijá honum. Ráðherrann leit upp, og þið getið rétt getið ykkur þess til, hvað mað- urinn varð forviða, þegar hann sá ljóslifandi engil á flögri fyrir utan rúðuna. Engillinn barði aftur i gluggann og settist þvi næst á vatnsborðið. Forsætisráðherra sá, er liér greinir, var maður afar gætinn og lét aldrei hendingu ráða í neinu. Birtist hið sífellda liik hans í liverju máli eink- um í því, að hann liló við fyrirlit- lega, eins og mjög var i tizku á nitjándu öld. Gerði hann það sér í lagi, ef einhvern ljósmyndara var að finna í nánd, enda höfðu og allir fyrirrennarar hans á forsætisráð- herrastóli haft fyrir sið að hlæja svona. Hvað um það, hann opnaði gluggann, en aðeins svo mikið, að Framhald á bls. 30. HúsiO er úr trégrind, en lclœtt asbestplötum og haröviði aö utan. Einbýlishús í í Silfurtúni hafa nálega eingöngu verið byggð einbýl- ishús til þessa. Þar þykir rólegt og gott að búa og húsin þjóta upp eins og sóleyjar í túni. Þess verður tæplega langt að bíða, að Silfurtún tengi saman Kópavogskaup- stað 02 Hafnaríjörð. Okkur hefur orðið starsýnt á einbýlishús niðri við Hafnarfjarðarveginn, norðarlega í plássinu. Þið sjáið það hér á þessum myndum og grunnteikningu hússins höfum við einnig fengið og fylgir hún með. Húsið er 130 fermetrar og flatarmál þess er vel nýtt eins og teikningin sýnir raunar bezt. Það er sniðið eftir þörfum fjölskyldunnar: Hjónaherbergi, svefnher- bergi fyrir heimasætuna og skrifstofa fyrir húsbóndann, sem stundar verzlunarrekstur. Stofan er af hóflegri stærð, rúmlega fjórðungur hússins, en einmuna Þessi mynd er telcin út um stofugluggann og sýnir útsýniö til norö- vesturs. 1 baksýn sést Kársnesiö í Kópavogi og lengra Seltjarnarnes.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.