Vikan


Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 15
YGGÐIR steinn reynzt hinn mesti forsjónar- maður og litlu síðri þeim, sem merktir eru öðrum flokkum. Er slíkt þjóðráð pólitíkusa, því að eng- inn veit, hvaðan góðum manni kann að koma atkvæði. Er því við brugðið af mönnum, sem reynt hafa að linjóða i Eystein Jónsson á Austur- landi, að jafnvel sjálfstæðismönn- um þar og sósíalistum þyki það lit- il skemmtun. Eysteini er það hinn mesti styrk- ur, hve létt honum er að tala við menn, hvort heldur einn í stofu eða fjölda úr ræðustóli. Hann er rökfastur, glöggsýnn á kjarna máls og skjótur til svara. Honum henta ekki hrifandi likingar i ræðu en tekst þeim mun betur að skirskota til hagsmuna. Hann er ekki stíl- snillingur en hefur á hraðbergi til- vitnanir úr þjóðsögum og snjöll orðtök, sprottin úr daglegu amstri áheyrenda sinna. Hann kann dável að fara með hálfkveðna vísu og er ekki fúkyrðagjarn. Má vera að hann hafi dregið þann lærdóm af óhappi sinu í snjókastinu forðum, að gott sé að stilla svo í hóf hnútukasti í pólitiskri orðasennu, að eigi hljót- ist af meiðingar. Þá er enn sá kost- ur ræðumennsku Eysteins, að hann er i senn laginn að reifa sannleik- ann Ijóslieldum umbúðum og frá- hitinn því að láta reyna sig að ó- sannsögli. Hann hefur beyg af þeim meitli, sem kímnin getur reynzt á geð bardagamanns á úrslitastund og beitir henni sjaldan í kappræðum nema hann eygi því hægari sprungu fyrir hana milli raka andstæðings- ins. Á kappræðufundum eystra finnst áheyrendum gjarnan þessi maður ekki vera kominn sunnan úr Reykjavílc að tala yfir hausamót- unum á þeim, heldur miklu fremur að hann sé einn úr þeirra hópi, upp risinn framan úr sal að tala máli þeirra við þessa ókunnugu menn. Eysteinn er vinsæll meðal alþýðu, sem kynnist honum, fyrir sakir mannkosta sinna, en framgirni hans er slík, að stappar nærri ögrun við aðra þá, sem langar svolítið líka. Mun hann hvergi una lengi í sveit þar sem hann ræður eigi því, er hann vill. Haft er eftir miðstjórnarmönnum í Framsóknarflokknum, að með hverju árinu sem liður gjörist það tíðara, er Eysteini Jónssyni er and- mælt i hinum stærri málum, að hann bregðist við ekki ósvipað stráknum, „sem ekki fær að ver‘- ann“ í leik, og hóti að hætta. Mætti hann þó muna þann dag, er þeir Hermann svöruðu sams konar hótun Jónasar á þá lund, að það skyldi hann gjöra. Þeim, sem sjá vildu fyrir sér dæmigjörða mynd af farsæld Ey- steins í fjármálastjórn, væri ráðlegt að skreppa austur á Djúpavog, en á þeim stað einum munu boðorð Eysteins hafa verið haldin til hlít- ar í þeim efnum. Eysteinn tileinkaði sér dyggð ráðdeildarinnar, er það var ennþá bezt á þessu landi að skulda ekki. — Kaupfélag Berufjarðar, alls ráð- andi um efnahag manna þar eystra, var eina kaupfélagið að hinu ey- firzka frátöldu, sem ekki sökk i skuldafen hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga á kreppuárunum. En til þess að forðast skuldafenið máttu byggðarmenn verja hverjum grænum eyri, sem þeir komust yfir og höfðu þó igangsklæði vond. Afleiðing ráðdeildarinnar varð sú, að ekki var reist frystihús á Djúpavogi fyrr en 1956, og enn í dag er þar hvorki sameiginleg vatns- og skólpleiðsla. Hefur stjórnmálaferill Eysteins á ýmsan hátt mótast af fastheldni hans við dyggðir svo fornar, að þær voru fyrir nokkru orðnar að löstum. Eysteinn er kvtentur mannkosta- konu, Sólveigu Jónsdóttur múrara- meistara úr Reykjavik, Eyjólfsson- ar steinsmiðs, og nýtur ekki siður barnaláns en séra Jón heitinn Finnsson. •*- !•: VWTIil.W JlhKNOV Guðmundur Guðjónsson og Þuríður Pálsdóttir verða bæði með stór hlutverk í óperunni Don Pasquale. Þjóðleikhúsið Ópera á A annan dag jóla frumsýnir Þjóðleikhúsið óperuna Don Pas- quale eftir Donizetti. Þetta eru fjórðu jólin, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir óperu. I Pagliaci og Cavalleria Rusticana voru frum- sýnd á jólum 1954, Töfraflautan eftir Mosart frumsýnd 1956 og Rakarinn í Sevilla 1958. Allar þessar óperur hafa orðið mjög vinsælar hjá leikhúsgestum, hafa gengið vel og er skemmst að minnast að „Rakarinn“ var sýnd- ur 32 sinnum og alltaf við hús- fylli. Óperan, sem sýnd er að þessu sinni er gamanópera og er byggð mjög í sama stíl og Rakarinn frá Sevilla. Þessi ópera er afar vinsæl og söguþráðurinn bráð- fyndinn. Gáski, fjör og kátína rík- ir á sviðinu frá byrjun til enda. Þarna eru margar af frægustu „aríum“ Donizettis, og eru marg- ar þeirra vel kunnar 'alþýðu manna. Don Pasquale var fyrst sýnd i París 1843 og hlaut strax geysilega góðar viðtökur. í meira en heila öld hefur þessi skemmti- lega ópera verið sýnd i flestum óperuhúsum heims, og virðist sem vinsældir hennar hafi ekkert minnkað, enda er Donizetti fyrir löngu kominn í tölu hinna „klass- isku“ meistara. Donizetti er fæddur á Ítalíu 1797 og dó árið 1848. Hann stund- aði nám í Bergamo og Bologna. Hann var kennari um margra ára skeið vic<l tónlistarháskólann i Napoli. Fyrsta ópera hans var frumsýnd í Feneyjum 1818. Doni- zetti mun hafa skrifað um 70 óperur og sýnir það bezt að hann hefur verið geysilega af- kastamikið tónskáld. Þær voru frumsýndar á öllum helztu óperu- húsum heimsins eins og t.d. Mil- ano, París, Róm og Vín. Frægastur mun hann samt vera fyrir gamanóperur sínar, og er Don Pasquale bezt þekkt af þeim. Af öðrum þekktum óperum Doni- zettis má nefna Ástardrykkinn, Dóttur hersveitarinnar og Lucia di ‘Lammermoor, allt stórbrotin og hrífandi verk. Leikstjóri við Don Pasquale verður danski óperusöngvarinn Thyge Tliygesen, en hann svið- setti, eins og kunnugt er Rakar ann frá Sevilla við góðan orð- stír fyrir tveimur árum. Thyge- jóllllllllll sen hefur um margra ára skeið verið einn af aðalkröftum Kon- unglegu óperunnar í Kaupmanna- höfn, en hefur nú á seinni árum snúið sér meira að óperustjórn. Róbert A. Ottósson stjórnar hljómsveitinni, en leiktjöld eru gerð af Lárusi Ingólfssyni. Óperan er þýdd af Agli Bjarna- syni, en hann er eins og kunnugt er bezti þýðandi á óperum og söngleikjum um þessar mundir. Hlutverkaskipan verður þannig: Kristinn Hallson syngur aðal- hlutverkið Don Pasquale, en hún aðalhlutverkin eru sungin af Guð- mundi Jónssyni, Þuríði Páls- dóttur og Guðmundi Guðjóns- syni. Ennfremur verður um 30 manna kór, og er það söngfólk úr Þjóðleikhússkórnum, sem syngur. Ekki er að efa að þessi bráð- skemmtilega ópera Donizettis á eftir að liljóta miklar vinsældir og á sennilega eftir að ganga um langan tíma. Guðmundur Jónsson í hlutverki Rakarans í Sevilla. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.