Vikan


Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 27

Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 27
'' x: • : NÆRFATAGERÐ I N LAUGAVEGI 31 $ J7jjfiftuÍna í .v.v.S .v.v.v ♦.v.v.v sr.v.v v.v.v.v. svXvXr v*v*v Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Samskipti þin og konu, sem öfundar þig meira en góðu hófi gegnir, verða ekki beint þægileg. Einn vinur þinn gæti orð- ið til þess, að þessi kona hættir að angra þig. Líkur á einhverju óvæntu í fjölskyldunni, einkum mun þetla þó koma þér þægilega á óvart. Þú skalt fara varlega i peningamálum, því að smáútgjöld vikunnar eru meiri en þú gerir ráð fyrir. Heillatala 7. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Þú stendur þig ekki sem skyldi á vinnustað. Þú ert annars hugar út af einhverju, sem gerðist i síðustu viku. Sannaðu til, — fyrr en varir rætist úr þessu. Hætt er við að þú gangir of langt í samskiptum þínum við einn vin þinn og ætlist allt of mikils af honum. Gætir þú sjálfur upp- fyllt þær kröfur, sem þú gerir til hans? Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Yfirleitt virð- ist þessi vika ætla að verða mjög ánægjurík. Þó er hætt við að þér verði á eitthvert glappaskot, sem þér hærra settar menn fella sig engan veginn við. Þú veizt vist bezt sjálfur, hvernig ber að bliðka þá. Þú virðist vera orðinn allt of veraldlegur. Þú ert hættur að hugsa um andlegan þroska þinn og lætur peninga og veraldleg gæði glepja þig um of. Bættu úr þessu hið fyrsta. Krabbamerkiö (22. júní—23. júli): Þú munt eiga mjög annríkt í vikunni, en ef þú uppfyllir þær kröf- ur, sem gerðar eru til þin, mun það verða til þess að gera þér lifið léttara næstu vikur. Þú ert ekki nógu framgjarn lætur þig framtíð þína litlu skipta. Það er hverjum manni brýn nauðsyn að gera sér framtiðaráætlanir. Laugardagurinn verður viðburðarríku. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þú virðist hafa það á tilfinningunni, að þú takir eingum framförum og allir séu á móti þér. Þetta er reginmisskilningur. Liklega stafar þetta að miklu leyti af þvi, að þú ræðst yfirleitt í verkefni, sem eru þér algerlega ofviða. Um helgina munt Þú heyja kapphlaup við tímann. Ef þú sigrar, verður næsta vika þér afar ánægjurík. Meyjarmerkiö (24. ág.—23.sept.): Margt bendir til þess að breytingar á högum þínum séu í vændum. Nú ríður á að haga sér af skynsemi, til þess að þessar breytingar verði þér í hag. Hætt er við að misskiln- ingur valdi því, að þú og ástvinur þinn fjarlægist hvort annað. Hollast væri ykkur báðum að tala út um málið. Vogarmerkiö (24. sept—23. okt.): Þú skalt varast að tka afstöðu til mála, sem Þér eru óviðkomandi í vikuni, ellegar muntu hljóta verra af. Þú getur orð- ið til þess að tveir vinir þínir, sem ekki hefur komið sem bezt saman undanfarið, nái sættum. Láttu ekki ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur um helgina. Amor verður á ferðinni, og ekki lætur hann þig í friði. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú munt þurfa að að leysa verkefni i vikunni, sem í fljótu bragði virð- ist óleysanlegt. En ef þú færir þér fyrri reynslu i nyt, muntu komast að raun um, að með einu móti má ráða fram úr þessu á viðunandi hátt. Ef þér tekst þetta, verður það til þess að hagur þinn batnar til muna. Þú verður fyrir dýrmætri reynslu um helgina. Þú færð undar- legar fréttir með bréfi eða í síma. Bogamaöurinn (23. nóv,—21. des): Það gengur mikið á í vikunni, og líklega munt þú þurfa að sinna svo mörgu, að þú leysir ekkert verkefni til fullnustu. Vinur þinn kemur með skemmtilega hugmynd, sem aðeins Þú getur orðið til þess að koma í verk, og það skaltu ekki hika við að gera. Maður í opinberri stöðu kemur talsvert við sögu í vikunni, og líklega verður hann til þess að létta af þér áhyggjum. Heillatala 3. Geitarmerkiö (22. des.-—20. jan.): Þú mátt sannar- lega hlakka til sunnudagsins. Þann dag gerist at- burður, sem verður til þess að þú fyllist aukinni bjartsýni og gleði. Vikan er einkum þeim til heilla, sem vinna erfiðisvinnu. EVut búinn að gleyma því, sem þú lofaðir kunningja þínum í vikunni sem leið9 Þú ferð að likindum í heimsókn í vikunni, og þá munt þú fá skemmtilega hugmynd, sem mun eiga hug þinn allan næstu vikur. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19 feb.): Hefur þú ekki vonda samvizku út af því, sem þú hefur vanrækt undanfarið. Það ættir þú a.m.k. að hafa. Reyndu nú að bæta ráð þitt, því að ekkert er eins sárt og slæm samvizka. Taktu ekki mark á því sem ókunnur mað- ur segir um félaga þinn. Þú munt fá hrós fyrir vel unnið verk í vikunni. Varaztu samt að miklast ekki af lofinu. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz.): Þú virðist hafa ánægju af því að kvelja sjálfan þig í þessari viku með óþörfum áhyggjum. Þetta verður til þess að þér verður ekkert úr verki. Þú ert líklega allt of kröfuharður — hamingjan kemur ekki af sjálfsdáð- um til þín, þú verður að leita hennar. Sannleikur er sá, að hún er þér auðfundin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.