Vikan


Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 28

Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 28
>? _ óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. v Samvinnusparisióðurinn Súkkulaðikökur. 200 gr smjörlíki, 125 gr flórsykur, 1 eggja- hvíta, 75 gr saxað dökkt súkkulaði, ca. 250 gr hveiti. Smjörlíkið er hrært með flórsykr- inum þar til þaS er létt og Ijóst. Eggja- hvítan er hrærð þar í og að síðustu liveitið og súkkulaðið. Búið til á sama hátt og piparkökurnar. Úr upp- skriftinni eiga að fást um 80 kökur. Kókósmakkarónur No I. 300 gr kókosmjöl, 250 gr sykur, 3—4 eggja- hvítur, rifið hýði af hálfri sítrónu. Ollu er blandað saman í emelereðan pott eða eldfast mót og hitað við vægan hita um það bil 2—3 mín. Hrært vel í svo að deigið brenni ekki við. Látið með tveim teskeiðum á smurða plötu. Ath. að liafa dálítið bil á milli kakanna, þvi að þær renna aðeins út við baksturinn. Bakað við 200° i 10—15 min. Kókósmakkarónur No II. 2 eggjahvítur, 100 gr mjöl. sykur, 100 gr kókos- Eggjahvíturnar eru stifþeyttar, sykri og kókosmjöli blandað saman við. Mótað og bakað á sama hátt og kókosmakkarónur nr. I. Hálfmánar m/sveskjumauki. 200 gr hveiti, 100 gr afhýddar og saxaðar möndlur, 200 gr smjör eða smjörlíki, 80 gr flórsykur, 1 matskeið rjómi. Hnoðað deig. Flatt þunnt út og mótað eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Penslað með eggi og örlitlum sykri stráð yfir ef vill. Bak- að við 225° hita í 8—10 mín. Kleinur. 500 gr hveiti, 150 gr sykur, 1|4 tesk. hjarta- salt, 2 tesk. lyftiduft, f/2 tesk. kardemomm- ur, 75 gr smjörlíki, 1 egg, 1—2 dl (súr) mjólk. — Feiti til að steikja úr. Hnoðað deig. flatt út fremur þykkt. Skorið í 3—4 cm breiðar ræmur og á ská í 6—7 cm langa búta. á miðju hvers búts er skorin rifa og kleinunni snúið við. Raðað á bakka eða plötu með bréfi undir. Steikt er úr tólg eða plöntufeiti og er hún hæfilega lieit þegar sýður í kring um eldspýtu, (stungið niður þeim megin sem brennisteinninn er ekki). Steiktar móbrúnar og feitin látin síga vel af. Kældar á pap])ír sem dregur til sín fitu. Geymdar í velþéttu íláti. Laufabrauð. 1 kg hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 30 gr smjörlíki, 1 tesk. salt, 5—6 dl mjólk. —Fita til að steikja úr. Mjólkin er soðin. Ilveitið sáldrað ásamt lyftidufti og salti, smjörlikið mulið í. Yætt i með mjólkinni, sem bezt er að sé vel heit en þó ekki alveg sjóðandi, þá er erfiðara að breiða kökurnar út. Hnoðið fljótt saman þar til deigið er gljáandi, sprungulaust og fremur hart. Mótað aflangt og deigt stykki lagt yfir þá harðnar það síður. Bezl er að skera af deiginu jafnóðum og það er mótað á milli handanna og flatt svo þunnt sem mögulegt er. Skorið undan diski. í kökurnar eru svo skorn- ir margskonar laufaskurðir, mynztur og stafir. Sleikt við mikinn liita ljósgulbrúnt. Laufabrauðið er sjálfsagt á jólaborðið og bezt með hangikjöti. FYLLTUR SVÍNAKAMBUR. 2 kg svínakambur, J/2 kg epli, J4 kg sveskjr ur, salt og pipar, % 1. vatn, 60 gr hveiti, rjómi, sósulitur ef vill. Kjötið er þerrað með deigum ldút. Sleifar- skafti stungið inn með rifbeinunum og í gegn og þar í eru ávextirnir látnir. Einnig má fylla steikina með sveppum, reyktu fleski og slein- seljusmjöri (sjá mynd). Steikina má skera frá beininu, fylla og sauma saman. Kjötið er siðan nuddað með salti og pipar. Látin í smurða ofn- skúffu, brúnuð efst, færð niður og heitu vatni hellt á. Ausið yfir við og við. Steikt ca. 1% klst. eða þar til hún er gegnum steikt. Soðinu hellt af. Sósan jöfnuð með hveitijafningi og rjöma, krydduð og liluð ef vill. Borin fram með soðnum, brúnuðum eða frönskum kartöflum, ávöxtum og grænmeti. Rauðkál er mjög gott með svinasteik. STEIKTAR RJÚPTJR. 4 rjúpur, 60 gr flesk, 70 gr smjörlíki, 3 dl soðið vatn + 1 dl mjólk, salt, sósulitur, 30 gr hveiti, rifsberjahlaup, þeyttur rjómi. Rjúpurnar eru lireinsaðar, þvegnar og þerr- aðar. (Hjarta og fóhorn er sjálfsagt að skilja með). Betra er að stinga mjóum fleskræmum inn í kjötið, þá verður það mýkra og bragð- betra. Saumað með einu til tveim sporum gegn- um bringu og læri ef rjúpurnar eru ekki klippt- ar í sundur og steiktar þannig. Brúnaðar og raðað þétt í pott. Sjóðandi mjólk og vatni hellt yfir. Saltað. (Það má ekki fljóta yfir rjúp- urnar). Soðnar í 1—1V2 klst. við hægan hita. (Fóhorn og hjarta er soðið með, það gefur soðinu meira bragð). Soðið sýað, jafnað með hveitijafningi, kryddað eftir bragði. Gott er að láta rifsberjalilaup i sósuna. Rjúpunum raðað á fat heilum eða sundurskornum, ofurlítilli sósu hellt yfir. Með þeim er borið rauðkál, franskar kartöflur og hálfsoðin epli. Áður en sósan er borin fram er stífþeyttum rjóma blandað i. HÁLFSOÐIN EPLI. Eplin eru þvegin, skorin þversum, fræhúsin te-kin úr. (Flysjuð ef vill). Lögð í kalt vatn. Soðin í sykurvatni þar til þau eru gegnum soðin (glær). Raðað á rist eða öfugan disk þannig að vatnið renni vel af þeim. Rifsberja- hlaup eða sveskja látin í miðju hvers eplis. Borin fram með alls konar kjötréttum. Ath. að sjóða eplin ekki of lengi og ekki fleiri í einu en að þau fljóti á yfirborði pottsins. MARENGSKRANS MEÐ JARÐARBERJUM. 4 eggjahvítur, 10 msk. sykur, rjómi, jarðar- ber, möndlur. Eggjahvíturnar eru stífjieyttar. Sykrinum blandað varlega saman við. Látið i hring á smurða hveitistráða plötu. Bakað við hægan hita ca 125° í IV2 klst. eða þar til marengsin er gegnumbakaður. Jarðarber eða aðrir ávext- ir látnir í miðju liringsins. Skreytt með rjóma loppum og söxuðum möndlum. EPLAKAKA M/KÓKOSMAKKARÓNUM. 5—6 epli, 100 gr sykur, Vanilja, 75 gr brauð- mylsna, 50 gr smjörlíki, 75 gr sykur, kókos- makkarónur, mauk, vín, þeyttur rjómi. Eplin eru flysjuð og soðin með sykrinum í mauk. Vanilja sett í síðast. Brauðmylsnan brún- uð með sykri og smjöri við hægan hita. Kæld. (Nota má kókosmjöl saman við brauðmylsnuna ef vill). Kókosmakkarónurnar (4—6 stk.) settar á botninn i skálinni. Þar yfir 1—2 msk. gott mauk og vín (sherry). Því næst er brauðmylsn- an og eplamaukið látið í lögum, mytsnan efst. Látin bíða a. m. k. 1—2 tíma. Skreytt með þeytt- um rjóma, þunnum eplabátum og brauðmylsnu stráð yfir. óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. 2B VIKAN Happdrætti D. A. S.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.