Vikan


Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 20
Dr. Matthías Jónasson: ÁSTARGALDUR Maðurinn er ekki klofinn i likama og sál, heldur samrunnin heild þeirra beggja. Þess vegna getur hvorugt afneitað hinu. Hvorki getur likaminn daufheyrzt við kröfum sálarinnar, né sálin synjað likam- anum um rétt sinn. Af þessum sökum er galdur ástarinnar svo margslunginn og vandasamur. ÞEKKTU SJALFAN ÞIG LÍFSGLEÐI NJÓTTU. Boðorð lífsgleðinnar hefir ekki alltaf notið sömu hylli og nú- MiSaldakirkjan var þvi meS öllu andhverL Henni þótti sáluheiil manna bet- ur borgið með sjálfsafneitun en likainsmunaði. Öldum samari markaði þessi skoðun afstöðu kirkjunnar, einnig eftir að stefna lífsgleðinnar var vakin í lok miðalda- Síðar lagðist róman- tíska stefnan á sveif með lifsgleðinni. Hún er framar öllu boðskapur lífsins og hinnar frjóu lífsnautnar. En samkvæmt rómantiskum skiln- ingi liggur brennidepill frjórrar lífsnautnar ávallt á sviði sálarlífs og anda. Á síðustu áratugum hefir komið fram ný túlkun á lífsnautnarboðskapnum. Samkvæmt henni er lífsgleðin fyrst og fremst fólgin í líkamsnautn. Með miklum fjálgleik halda kyn- lífssérfræðingar og kynlífsleiðbeinendur fram þeirri skoðun, að hamingja karlmanns og konu sé í því fólgin, að girnast hvort annað, að gcðj- ast hvort öðru, að þroska með sér kynþokka, lirifast af kynþokka og veita ástríðum sínnm fulla svölun í kynmökum. 'Þetta er endúrlausnarkenning 20. aldar. Að þvi er karlmanninn snertir, boðar hún þó enga nýja paradisarsælu. Móðir náttúra hefir gengið þannig frá kynhlutverki hans, að líkamshvöt hans finnur ávallt fullnægingu i samförunum. Konan aftur á móti getur undirgengizt móður- hlutverk sitt án slíkrar nautnar. Þess vegna lýsa kynlífssérfræðingar útlegð konunnar úr sæluríki'kynnautnarinnar með hinum sterkustu orðum- Kúgun og vanrétti, sem konan liefir mátt þola frá alda öðli, kemur einna átakan- legast fram í þvi, að hún býr enn i dag við minni rétt til líkamsnautnar i kynmökum en karlmaðurinn. Kjörorð lífsnautnarstefnu nú- tímans er þvi þetta: Tryggið konunni fullkomna kynnautn. Nú er sú krafa ekki borin fram af einberri nautnadýrkun, heldur studd öðrum veigamikl- um rökum. Vaxandi þekkirig á starfsemi tauga- kerfisins hefir leitt i ljós, hve mikilvægt atriði fullnægja í kynmökum er fyrir líkamlega heil- brigði og sálrænt jafnvægi konunnar. Sálsýki- fræðingar rekja ósjaldan taugaveiklun og aðrar geðtruflanir til misheppnaðra og nautna- snauðra kynmaka. Fram hjá þessu verður ekki gengið. En auk þess hefir nútímamaðurinn snú- ið baki við þeirri kenningu, að jörðin sé tára- dalur og mannsævin aðeins tækifæri til sjálfs- afneitunar. Manninum er áskapað að njóta, lilutverk hans er að efla likamsnautn sína og lifsgleði. í orði kveðnu hafa kynsérfræðingarnir eklci líkamnautnina eina fyrir augum. Þeir viður- kenna nauðsyn sálræns samræmis milli elsk- enda eða maka. En þeir telja, að hugást eða sálrænt samræmi fái ekki haldizt til lcngdar, nema ástin endurnærist sífellt í gagnkvæmri kynfullnægju. Því hvílir höfuðáherzlan á Framhald á bls. 33. } Nútimamaðurinn hefur snúið baki við þeirri kenningu, að jörðin sé táradalur og mannsævin aðeins tækifæri til sjálfsafneitunar. <1 Á síðustu áratugum hefur komið fram ný túlkun á lífsnautnarboð- skapnum. Samkvæmt henni er lífsgleðin fyrst og fremst fólgin í líkamsnautn, en sú kenning er líklega álíka mikil fjarstæða og kenningin um hina hreinu, huglægu ást. 20 VIJCAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.