Vikan


Vikan - 22.12.1960, Qupperneq 26

Vikan - 22.12.1960, Qupperneq 26
Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning kostar ekki neitt, nema menn vilji fá skriflegt svar, beint frá draumráðningamanninum. Þá kostar ráðningin 50 krónur og bréfið verður að láta í ábyrgð. DraumráSandi Vikunnar. Mig dreymdi nú fyrir skömmu að ég stœði lieima, fyrir sunnan húsið, og horfði til lofts. Sá ég þá bjarta stjörnu ljósbláa að lit, en þegar ég horfði á hana, þá springur hú neða splundr- ast og verður við það álbjart. Eldneista sá ég þá eða giæringar en út úr þessu kemur eldrák, sem stefndi í boga til jarðar. Mér fannst einhverjir fleiri vera að horfa á þetta, og segi ég við þá: — Þetta sér maður víst ekki nema einu sinni á ævinni. Ekki var ég neitt hræddur, en datt í hug að svona gæti jörðin farið, og var hálfleiður yfir þvi. Mér fannst vera myrkur þegar þetta gerðist, en alstirndur himinn, en þessi stjarna vera ein af þeim björtustu. Gaman væri að fá einhverja ráðningu á þessu HvaÖ segja stjörnurnar um hcefileika yOar, möguleika og framtíðf ViljiÖ þér fá svar viö þessu þá sendiö upplýsingar um nafn, heimilisfang og ár, fæöingarstaö og hvenær sólarhringsins þér fæddust ásamt greiöslu i umslagi merkt pósthólf 2000 Kópavogi og svariö mun berast yöur meö pósti. hauslegt yfirlit (sólkort) ........ kr. 50.00 Lauslegt yfirlit meö hnatijfstööum .. — 100.00 Spádómur fyrir 1 ár kostar......... — 200.00 Nákvæmt yfirlit meö hnattafstööum .. — 500.00 AÖ gefnu tilefni tökum viö fram aö fœöingar- stund má helzt ekki skakka meira en 15 minútum. Bréfiö veröur aö láta í ábyrgöarpóst. Þór Báldurs. frá ykkur við tækifæri. Mér fannst draumurinn boða mér eitthvað, eða snerta mig á annan hátt. Spakur. Svar til Spaks. Þessi draumur táknar missi og er þá venju- lega um missi vinar að ræða, þannig, að um vinslit sé að ræða. Hér er um að ræða hlut, sem þú taldir vera öruggan en brást þér al- gjörlega að’ óvörum. Eftir síðari hluta draumsins að dæma hefurðu í fleiri horn að líta eftir vinum, svo að ekki skaltu örvænta. Herra draumráðandi. Mig dreymdi að ég var frammi í eldhúsi i ibúð minni við vanaleg störf. Geng ég þá fram á gang og hitti þar manninn minn. Við erum ný- skilin. Hann var dapur í bragði og segir: „Þetta gengur ekki vel.“ Þá finnst mér ég vita, að hann hafi verið á sáttafundi. Hann ýtir mér á undan sér inn í herbergi og lokar hurðinni og segir: „Ég vil þig heldur en þessa flennu þarna niðri“, og kyssir mig. Svo förum við fram úr herberg- inu og hittum gamla, gráhærða konu og ég vissi að hún var sáttasemjari. Hún hét Emma frá Felli. Ása. Svar til Ásu. Kossar í draumi þegar þeir eru fram- kvæmdir á þennan hátt eru fyrir vonbrigðum og leiðindum. Það sem um er að ræða er hvort þér auðnast að halda fyrrverandi manni þínum eða ekki, en ég mundi álíta að gráhærða konan sem lokatákn draumsins mundi boða að þið næðuð ekki saman aftur. Eitt sinn kvað skáldið: „Alltaf má fá annað skip og annað föruneyti." Herra draumráðandi. Mig dreymdi eina nóttina að ég var i stóru tjaldi og þar inni var vinkona mín, í snjóhvit- um klæðum og í vöggu lá nýfætt barn, sem mér fannst liún eiga sjálf, hún er trúlofuð og barnlaus. Barnið var með óskaplega stórt liöfuð og ferkantað, en að öðru leyti eðlilegt. Inni i tjaldinu var aðeins grænt gras á gólf- inu, útbreiddur svefnsófi, sem breitt var yfir hvítt klæði. Þar á var staflað óskaplega miklu af livítum þvotti samanbrotnum og náði staflinn svo að segja upp í loft. Fannst mér vinkona mín brosa og segja: Lízt þér ekki vel á barn- ið mitt? Og við það valcnaði ég. Björg. P. s. Hvað lestu úr skriftinni?. Svar til Bjargar Draumurinn er allur tákn birtu, velgengni og hamingju. Barnið sem tákn ávaxtar ástar- innar, er hér tjáning um gott og farsælt ástar- líf vinkonu þinnar. Grasið er venjulega tákn auðlegðar eða mergðar. Gæti hér einnig verið tákn þess að vinkona þín ætti eftir að eignast mörg börn. Hinn útbreiddi svefnsófi mundi hér vera tákn um hógvært líferni og hin hvíta ábreiða merki um heiðarleika og hrein- leika. Skrift þín er með ágætum, Björg, og persónuleiki þinn eftir því. Bókarmerki. Byrjið á því að klippa út 15 cm langa og 5 cm breiða ræmu úr pappa eða einhverju öðru þykku efni, og eftir að hafa klippt annan endann i odd, klippið þið jafnstóra ræmu af lituðum pappír með lími aftan á, eða ef þið hafið hann ekki, þá pappir sem þið hafið litað sjálf eftir smekk og síðan límið þið hann á pappann. Bak- hliðina málið þið einnig í einhverjum smekklegum lit. Síðan náið þið í kalkipappír og takið ugluna í gegn. Með saumnál búið þið svo til smágöt með jöfnum millibilum á útlínur og aðallínur uglunnar. Siðan er farið upp og niður götin með garni; notið þann lit, sem þið viljið. Þegar þið Þapnig hafið farið einu sinni í gegn- um öll götin, þá hafa myndazt eyður inn á milli, svo þið verðið að fara aftur yfir með garni, að lokum mál- ið þið ugluna, og hún þarf ekki endi- lega að vera eins og uglur eru venju- lega á litinn, það getur verið mjög skemmtiiegt að hún sé í einhverjum ailt öðrum litum. E'fni: 1 örk litaður pappir með lími aftan á, garn, pappi og helzt kaiki- pappír. Saltþraut. Hellið svolitlu salti niður á borð og biðjið svo einhvern að fjarlægja saltið án þess að hreyfa við saltinu eða borðinu. Það má ekki heldur blása á saltið eða hrista borðið. En lausnin er þannig að þið nuddið greiðu fast við efnisbút og haldið henni svo niður að saltinu. Rafmagnið í greiðunni sér svo um afganginn. Flókin fjölskyldutengsl. Tvær konur sátu að hádegisverði með mönnum sinum, mönnum mæðrr sinna, feðrum sínum, tengdafeðrum sinum, og barnsfeðrum sínum. HvaC getið þið ímyndað ykkur að þeir hafi verið fæstir sem voru með þeim? Lausn á bls. 40. ... því að yður er i dag frelsari l'æddur, sem er Kristur Drottinn, i borg Davíðs. Og liafið þetta til marks: Þér rnunuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og i sömu svipan upphófust englaraddir og lof- uðu guð og sögðu: Dýrð sé guði i upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur vel- þóknun á ... Hugleiðið þetta, börnin góð, og minnizt þess ætíð, í hvaða tilefni jólin eru haldin og hverjum þið eigið að þakka alla þá ánægju og þann hátíðleika. Gleðileg jól! BARNAGAMAN 26 vucau.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.