Vikan


Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 33
launungu var gengið frá nýjum leyríiskjölum. Út af þessu takmarkalausa neyS- arástandi sáu forsætisráðherrarnir engin sköpuð ráð önnur en setjast við samningaborðið. Hvarvetna voru skipaðar nefndir og ráð og embætt- ismenn, og þeim taldist fljótlega svo til, að það tæki að minnsta kosti átján ár að ganga frá nýjum skjölum og uppköstum að endurhervæðingu, sem væri þó nauðsynlegri nú en nokkru sinni fyrr. Og meðan allt væri hálfgert á því sviði, skyldi friður ríkja um allan heim. Það var ekki um annað að gera. Átján ára friður, — það kom glettnisglampi í augu jólasveinsins, og liann hló í skeggið. Hann hafði komið sínu fram, að minnsta kosti um hríð. — Vinir minir, sagði hann við englana i kringum sig. Ef þeir þarna niðri á jörðunni verða búnir að koma sér upp nýjum skjölum eftir átján ár, förum við aðra ferð eins og þessa. Og því skulum við halda áfram, þangað til þeir eru orðnir þreyttir. Þá fyrst, en fyrr eklci, rík- ir varanlegur FRIÐUR Á JÖRÐU. JT Astargaldur Framhald af bls. 20. líkamnautninni, að þeirra dómi. Ilcnni væri liugástin j)á bundin og alháð. ER ÁSTIN SVONA, AUÐVELD. Flestir kyniífsleiðbeinendur láta svo sem þeir ætli leiðbeiningarit sin fyrst og fremst ungu fólki, sem er enn lítt teikið í list ástarinnar. Þetta má tetjast réttmætt, ef þau fræða um það, sem mestu máli skipt- ir. Ástin milli manns og konu er svo örlagarík fyrir þau sjálf og svo mikilvæg fyrir samfélagið, að um hana er hverjum manni nokkur fræðsla holl og nauðsynleg. Um langa liríð var hún röng, að mestu byggð á vanþekkingu og hleypidómum. Nú hafa vísinda- menn margra þjóða lengi stundað skipulagðar rannsóknir á kynlífs- atferli manna og lýst niðurstöðum sínum með vísindalegu orðfæri, m. a. i töflum og tínuritum. Ýmsir minni háttar spámenn skáldsagna- gerðarinnar leitast síðan við að Samlmnd 11 Somvínnufélaga klæða hinar þurru niðurstöður vís- indanna lifandi holdi. Við það bæt ist svo aragrúi alþýðlegra fræðslu- rita, sem hafa fræðin þó aðeins að yfirvarpi. Hin bókfróða æska nútimans á því kost margskonar fræðslu um samgang kynjanna. Henni gæti virzt ástin furðulega einföld, úr því að vandi hennar á að vera fólginn í þeim tilburðum einum, sem fræðstu- ritin lýsa og mæla með. Sú upp- fræðsla verður æskunni ekki hvöt til þess að rækta nleð sér hugást og sálræna liæfni til þeiiTaf frjóu lífs- nautnar, seni rómantíkín hylltí- Unglingum, sem liafa innrætt sér þá speki, að ástin væri fólgin i kynattotum einuni, getur ekki virzt það mjög örlagarikt skref að byrja samlíf, hvort sem er í hjónabartdi eða Utan þess. Vér höfum kynat- ferlisreglurnar t Ilver sem fylgir þeim boðorðum, honum fellur ást- arhamingjan fyrirhafnarlaust í skaut. En er galdur ástarinnar svona einfaldur? Kostar það ekki meira að vinna ævilanga ást og tryggð? Samlifskenningin hefir sveiflazt milli rakalausra öfga: Frá hreinni huglægri ást, sem þoldi hina saur- ugu líkamsástríðu sem illa nauð- syn, til tæknilega fullkominnar líkamsástar, sem á að tryggja af sjálfri sér sálrænt samræmi og hamingju. í báðum tilvikum liggur til grundvallar einhliða og grunnfær skilningur á manneðlinu. Maðurinn er ekki klofinn í likama og sál, heldur samrunnin heild jíeirra beggja. Þess vegna getur hvorugt afneitað hinu. Hvorki grtur likam- inn daufheyrzt við kröfum sálar- innar, né sálin synjað líkamanum um rétt sinn. Af þessum sökum er galdur ástar- innar svo margslunginn og vanda- samur. Trygg og varanleg ást er m. a. háð gagnkvæmri virðingu. Fn til þess að maður og kona virði sér- stæðan persónuleik hvors annars, þurfa þau að bera lotningu fyrir manneðlinu í heild. Að öðrum kosti brestur þau skilning á þeim stór- fenglegu örlögum, sem ráðast í lífí einstaklingsins. Án sliks skilnings verður ástin eigingjörn, eins konar drottningargirni, sem lítur á mak- ann sem nautnalyf, leikfang eða þræl- Sá ástargaldur, sem bindnr mann og konu til ævilolca, tendrast aðeins gagnvart þeirri heildgerð sálar og likama, sem við köllum persónu- leika. Hvorugt má undan skilja, hvorugt má skyggja á hitt. ★ óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar með þöklc fyrir viðskiptin á liðna árinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.