Vikan


Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 42

Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 42
llmenna Bókafélagið STAHDA Eftir Jfjkul Jakobs- Nótnabók og hljóm- son. — Spennandi plata. — Söngvari Reykjavíkursaga. Engel Lund. «11 Eftir dr. Holland. Ferðabókin sem all- ir vilja lesa. Eftir Karl Strand lækni. Sálfræðibókin vinsæla. JARDAR Eftir Jón Eyþórsson. mennta. Mjög fögur og glæsi- leg AiB myndabók. Eftir Knul Hamsun. Eitt sfórbrotnasta verk norrænna bók- Eldri bækur AB fást nú með hagstæðum afborgunarkjör- um. Engin félagsgjöld. Upp- lýsingar veita umboðsmenn AB um land allt. Bókaaf- greiðsla AB í Reykjavík er í Bókaverzlún Sigfúsar Ey- mundssonar, Austurstræti 18. Elzta bókabúð landsins í glæsilegum húsakynnum. Allar íslenzku jólabækurnar fást hjá okkur. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Almenna Bókafélagrið VEFARINN óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Blaðað í bókam Á forlagi ,Jsafoldarprentsmiöju“ koma út marg- ar bækur að þessu sinni, eins og endranær, bækur um þjóðlegan fróðleik, skáldsögur, erlendar og íslenzkar, ljóð og sagnaþættir. „Herleidda stúlkan“, skáldsaga eftir Sigfús M. Johnsen fyrrverandi bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum, er bók sem mörgum mun þykja forvitni- leg. Eins og nafnið bendir til er hún byggð á sannsógulegum atburðum í sambandi við Tyrkja- ránið, en um þá mun höfundur fróðastur allra núlifandi manna, eins og kaflarnir sem um það fjalla í hinu mikla ritverki hans, „Saga Vest- mannaeyja", bera ljóst vitni. Nú hefur hann valið þeim fróðleik búning skáldsögunnar, enda eru þeir atburðir vel til Þess fallnir, og áreiðanlega hefur Sigfús M. Johnsen ekki kastað höndum til þessa verks, svo hugstæð er honum sagan og allt það, sem henni er tengt. „Helga í Stóruvík“, skáldsaga eftir Sólveigu Sveinsson í íslenzkri þýðingu Aðalheiðar John- son, mun vera sú fyrsta sem birtist á íslenzku eftir þennan höfund, sem skrifar á ensku og hef- ur getið sér góðan orðstýr í Bandaríkjunum. Samt sem áður er sagan alíslenzk, gerist í íslenzku sjávarþorpi og fjallar um islenzkar persónur — og mun mörgum Þykja gaman að kynnast því hvernig þetta umhveríi og þetta fólk litur út frá sjónarhóli höfundar vestur þar. „Prestasögur“, eftir Oscar Clausen, hafa lengi verið með öllu ófáanlegar, og gott verk og þarft að gefa þær út á ný. Þessi útgáfa er nokkuð aukin. Um Þetta verk er óþarft að fjölyrða, það hefur þegar staðizt sinn dóm — með ágætum. „Úr byggöum Borgarfjaröar“, Þriðja bindi hins mikla ritverks Kristleifs heitins Þorsteinssonar, búið tii prentunar af Þórði syni hans, verður kær- komin bók þeim fjölmörgu, sem áhuga hafa á þjóðlegum fræðum um allt land. Kristleifur var allra manna fróðastur, stálminnugur og kunni vel að segja frá mönnum og atburðum. Mun þeim, sem eiga fyrri bindin tvö, hafa þótt biðin eftir því þriðja alllöng orðin — en nú er hún vel bætt, því að þetta er mikil bók og góð. Þarft verk var það að gefa út „LjóÖ“ Jóns Þorsteinssonar frá Arnarvatni, sem var eitt hið kunnasta alþýðuskáld íslenzkt á sinni tíð. Ljóð hans og lausavisur flugu víða um land, þótt hann væri fyrst og fremst skáld sveitar sinnar norður við Mývatn; eflaust er það nú flest gleymt sem hann kvað, en engu að siður stendur þjóðin í þakkarskuld við hann, fyrir það sem hann var henni á sínum tíma, og trúlegast eiga stökur hans hljómgrunn með henni enn í dag. „Bólu-Hjálmar“ — „æviágrip, þættir og sagn- ir", eftir Finn Sigmundsson landsbókavörð, tekur flestu því fram, sem enn hefur verið ritað um þennan merkilega mann og skáld, og verða allir margs fróðari um ævikjör hans, umhverfi og sam- tið við lestur hennar, auk þess sem hún er bráð- skemmtileg aflestrar. „Messalína“, söguleg skáldsaga eftir Conte Costello, hlýtur vafalaust góðar viðtökur meðal íslenzkra lesenda. Messalína keisaradrottning er ein af frægustu — og um leið alræmdustu — kon- um sögunnar; fræg fyrir fegurð sina og töfra- mátt, illræmd fyrir losta sinn og lausung og hefur því að vonum orðið mörgum skáldsagnahöfund- um viðfangsefni. „Hver ert þú sjálfur", eftir hinn fræga rithöf- und og dulspeking, Paul Brunton, er öndvegisverk á sínu sviði, sem öllum hugsandi mönnum er fengur að kynnast. Frá slíkri bók verður ekki sagt i fám orðum — aðeins á hana bent. Þorsteinn Halldórsson hefur annast þýðinguna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.