Vikan


Vikan - 22.12.1960, Side 14

Vikan - 22.12.1960, Side 14
FORNAR D bak vi’ð eyra og féll við. Var kall- EYSTEINN Jónsson sá fyrst þoku þessa heims á Djúpavogi við BerufjörS hin 13. dag gormánað- ar árið 1900. Voru foreldri hans séra Jón Finnsson, sem þjónaði Háls- og Hofssóknum og kona hans, Sigríður Hansdóttir Beck. Á hann .Takob fyrir eldra bróður, einan systkina, prest til Hallgrímssóknar í Reykjavík. Um séra .Tón segja Austfirðingar, að hann hafi verið svo vammlaus maður i eðli sfnu, að þar hafi öl- hneiað engu fengið um þokað. Sigríði kveða þeir verið hafa bxina flestum kostum ættar sinnar og nokkrum að auki. Þau önduðust hæði i elli á heimili Eysteins í Reykjavík; Jón nokkrnm árum fyrr. f bernsku Eysteins var einhver gróska í menningu við Berufjörð, sem nú finnast engin merki um. Þá var þar nokkur útvegur en lagðist að mestu niður á kreppuárunum og hvarf þá um leið flest mannval staðarins. Meðal Ieikbræðra Eysteins eystra munu hafa verið Ólafssynir Thorla- ciusar læknis á Búlandsnesi og sér þar á sem víðar að „vinátta hans er af öðrum toga spunnin en fífu- kveikur einn“, eins og sagt var um frænda hans ágætan um síðustu aldamót. Kunna menn á-Djúpavogi fáar sögur að segja af æsku Eysteins utan þær, sem honum mættu til fremdar verða að þeirra dómi: Hann þótti snemma alisnarpur í leikjum, glímumaður ágætur þótt ekki væri mikill fyrir mann að sjá, og áræðinn í bezta máta um fífl- dirfskubrögð jiau, sem strákar telja til liinna æðstu dyggða á vissu ald- ursskeiði. Einna mestu mun þó hafa ráðið um vinsældir hans, að hann tileinkaði sér snemma dæmafátt yfirlætisleysi með framgirni sinni. Varð það lionum til mikillar gæfu siðar, er hann bauð sig fram i kjör- dæminu, því að á Austurlandi telst sá ciginleiki til karlmannlegra dyggða á undan hagmælsku og kröftum. Er það talsverð íþrótt á þeim lands- kjálka að yfirstíga aðra í látleysi og mikið i liúfi að vel takizt, þvi ef út af ber fá menn orð á sig fyrir laundrýldni, sem er hin skopleg- asta lyndiseinkunn. Jafnvel dæmi þess að slíkir falleraðir kandidatar jörfurlegrar háttprýði hafi hröklazt vestur á fjörðu. Pörupiltur mun Eysteinn ekki hafa verið og þó eigi farið með öllu á mis við þann þroska, sem greindum pilti er af því vænlegur að fremja nokkurt það verk, er hann vildi gjarnan hafa látið ógert. Af því er saga, að eitt sinn hafi eyfirzk skúta komið á Djúpavog að vetri. Gengu skipverjar á land en strákar sátu fyrir þeim við hús- horn með snjókasti. Bloti var i fönn og snjókúlurnar því harðar og tókst eigi hetur til en svo, að einn Eyfirðinganna fékk sendingu að, að hann hefði rotazt, og var nokkra stund að jafna sig. En skeyti það er steypti skútukarli fló úr he-ndi Eysteins litla, verðandi fjármálaráðherra, foringja annars stærsta stjórnmálaflokks landsins og varð liann snemma harðskeyttur. Á Djúpavogi hafa menn aldrei furðað sig á þvi að Eysteinn Jóns son skyldi verða skattstjóri í Reykjavík innan við hálf-þrítugt, þingmaður Sunnmýlinga tuttugu og sjö ára, fjármálaráðherra tuttugu og átta ára og æ síðan, ef frá eru taldar nokkrar uppstyttur. Þeim er miklu ríkara í muna hversu snai' liann var að skera beitu úr krækl- ingi þegar hann var átta ára, og livflikur afbragðs færamaður hann var þegar hann var seytján ára. ■— Þar mundi sá 'ekki talinn smekk- niaður, sem kallaði Eystein ófríðan. Engin kerling mun minnast þess að hann sé tileygður og vel flestir óska þess að hann hefði aldrei suð- ur farið frá þeim að verða ráðherra. E Y S T E I N N Jónsson er sér- stæður í hópi þeirra, sem Jónas frá Hriflu valdi til liðsforystu í Fram- söknarflokknum á þeim árum er enn var ekki byrjað að tízta í bomb- unni stóru undir svæflinum hans. Sagt er að Nelson flotaforingi hafi eitt sinn verið að því spurður, hví hann veldi sér fremur ógarps- lega menn í hættufarir. Nelson svaraði á þá lund, að hetjulegir menn gæfust verr. Þeir nytu þeirr- ar sérstöðu að vera garpar án dáða og þyrftu ekki að hætta lifinu er lieir fengju næga aðdáun án þess. Hinir, sem eklci væru gæddir yfir- bragði guðanna, hefðu til nokkurs að vinna. Þeir væru fúsir að leggja lifið í sölurnar fyrir djásnin tvö: frægðina og hylli lýðsins. Samanborið við hinn meiðinn, Hermann Jónasson, er spratt úr skauti Hriflugoðans í sama mund, hefur Eysteinn vissulega reynzt sá álmur, eigi laufaprúður, sem bog- menn Framsóknarflokksins hafa þó numið af teinunga í vopn sin mis- góð. Hermann hefur á meðan gegnt hlutverki asparinnar, sem er nokkuð limskrúðug í hallargarði, en smiðaviður tæpast, nema þá til kirnugerðar og er gjörfileikinn ein- att hermdargjöf. Auk fágætra gáfna, sem Eysteinn Jónsson hafði með sér úr föðurtúni, munu karl og kerling hafa stungið í mal hans nokkrum kjörgripum öðrum, þótt létt væri skjóða sú af kanpeyri, og verður hér drepið á nokkra þá eiginleika, sem hafa orðið honum að þrepi í framastiganum: Um grandvarleika Eysteins í persónulegum fjármálum eru til fleiri sögúr en hér verða raktar. Ein er sú, að hann hafði eignazt hlut i lítilli klæðaverksmiðju i Reykjavik og bar uppá missiri, sem hann var ekki fjármálaráðherra. f fyllingu tímans var lionum úthlutað arði og þótli þá skerfurinn nokkru stærri en svo að hóf væri á og heim gæti komið við skattaframtal fyrir- tækisins. Bað liann þá félaga sína að gjöra tvennl í senn: taka við þeim arðshlutanum, sem umfram var innlánsvexti í banka, og kaupa lilut sinn í fyrirtækinu á nafnverði. Mun Eysteinn vera meðal fárra stjórnmálamanna á landi þessu, sem aljjýða trúir ógjarnan til óráð- vendni, og dæmafátt, að svo löng hríð hafi verið gjör að æru eins manns á Fróni án þess hann skild- ist við hana. Pólitískur andstæðingur Eysteins, er um skeið keppti við hann um kjörfylgi, sagði eitt sinn í áheyrn manna, að miklu heldur kysi hann sér vilyrði Eysteins Jónssonar en drengskaparloforð ýmissa stjórn- málamanna annarra, er hann nafn- greindi. Ólogin saga er til um það, er reykviskir nazistar höfðu komizt yfir vasabók Eysteins fjármálaráð- herra fyrir stríð, sem frægt var, og prentað úr henni leyndarmál um fjárhag ríkissjóðs í blaði sínu. Kom þá til hans austfirzkur sjómað- ur, kvaðst geta sagt honum til vasa- bókarþjófsins og sannað á hann verknaðinn. Eysteinn þakkaði sveit- unga sinum vinsemdina en bað hann segja sér ekki nafn mannsins. Hefur Eysteini verið brugðið um það er hann sizt átti skilið þar sem hann hefur verið kallaður sálar- smár. Og þótt .Tónas Jónsson sé ]iess nú eigi lengur minnugur, mun hann hafa unnið Framsóknar- flokknum mikið gagn, er hann tók upp á jivi að skina þar i fylkingar- brjóst jafn-óhöfðinglegum manni og Eysteini Jónssyni. Sennilega hefur Eysteinn snemma uppgötvað þá höfuðnauðsyn bar- áttúmanni að vera efalaus um mál- stað sinn. Er það viturra manna háttur að byrgja íhygli sina, áður en þeir ganga til orustn. Mun ann- að varla ógiftusamlegra i leik, þar sem einbeitnin ræður tíðum úrslit- um, en vangaveltur um sjónarmið andstæðingsins. Af þessum sökum hvarflar það ekki að Eysteini Jónssyni að efast um dyggðir samherja sinna, né heldur leyfir hann sér að efast um, að það sé ljóður á ráði annarra, að þeir eru ekki Framsóknarmenn. Þrátt fyrir mikinn lestur mun Eysteinn fyrir löngu hafa tekið ákvörðun um flest grundvallarat- riði, hver hann skuli telja rétt. Þarf miklu meira en lítið til þess að hagga þeim ákvörðunum hans í neinu. Má því til sönnunar nefna, að hann hélf áfram að staðhæfa, að ekki ættu íslendingar aðra betri vini en Breta, sömu dagana sem ensku herskipin róluðu fallbyssum undir nefjum kjósenda lians út af Norðfjarðarhyrnu haustið 1958. íbúum kjördæmis sfns hefur Ey- 14 ViXAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.