Vikan - 29.09.1960, Page 2
— Upp með næturklúbba í Reykjavík —
segir Todda, Eruð þið sammála?
ekki lilustað í strætisvögnunum. Viltu spyrja
að þessu fyrir okkur. Bless, Vika mín. Biðjum
að heilsa.
Vinsamlegast.
Abha og Dæja.
Hvers vegna ekki næturklúbbar?
Sæl og bless Vika mín!
Hvenær ætlum við að verða menningarþjóð í
raun og sannleika? Ég á ekki við alla endaleys-
una, sem stendur í blöðunum um bókaútgáfu,
skáldskap og listir og svoleiðis píp sem ekkert
er, lieldur menningu á alþjóða mælikvarða — að
þora að lifa og vera til og haga sér eins og
siðmenntað fólk. Hversvegna eru ekki allar vín-
veitingar gefnar frjálsar, hversvegna er áfengis-
verzlunin ekki liöfð opin alla nóttina — og
hversvegna eru liér ekki neinir fínir nætur-
klúbbar með verulega flottum fyrsta flokks
skemmtikröftum og veitingum? Það eru ekki
peningarnir, sem vantar — ég veit um marga,
sem eyða allt upp í fjögur-fimm þúsund krónur
um hverja helgi í bílabrennivín og partí —
nei, það vántar bara menninguna og að þora að
lifa. Með beztu þökktim fyrir allt það skemmti-
lega efni, sem þú flytur.
Vinsamlegast
Todda.
Kannski verður þetta ár kallað „viðreisnar-
árið“ seinna meir, kannski eitthvað annað,
eða þá ekki neiit. í kotþjóðrembingi sínum
hefur stjórnmálamönnum okkar verið hin
efnahagslega viðreisn efst í huga; það var
því tími til kominn að einhver með víð, al-
þjóðleg sjónarmið færi að hugsa fyrir við-
reisn íslenzkrar menningar, sem ekki getur
kallast beinlínis beisin þessa dagana, hefur
0 Hvernig er með bílasalana?
$ Danslög hér og danslög þar
% Hin göfuga sjálfsvarnaríþrótt
% Hljómplötusvindl?
raunar aldrei verið neitt að státa af. Og við-
reisnarráðið er þarna, óvéfengilegt og öruggt;
næturklúbbar, gerið svo vel — menningunni
bjargað og þar með öllu saman . . . svona
er þetta einfalt, bara ef einhver kemur auga
á það.
Útvarp í strætisvögnum.
Kæra Vika.
Hvernig stendur á þvi að ekki er haft útvarp
í strætisvögnum, svo að maður geti fylgst með
danslögunum, sérstaklega kananum, á leiðinni
úr og í bæinn; það er hreint ekki svo litið, sem
fellur úr hjá manni og sem inaður heyrir ekki
af danslögunum, bara af því að ekkert útvarp
er í síræsisvögnunum. Ekki getur það verið neitt
út af því að bílstjórarnir truflast af því, fyrst
að þeir truflast ekki af þvi í öðrum bílum; en
ég veit af hóp af ungu fólki, sem vill ekki missa
af danslögunum fyrir nokkurn mun og kaupir
heldur bíl i bæinn, bara af því að það getur
Við komum þessu liérmeð á framfæri. Vonum
samt að ekki verði cekið neitt tillit til þessara
óska ykkar, því að það yrði til þess að við
yrðum helzt að fara í leigubíl í bæinn, bara
til þess að sleppa við að verða að hlusta á
danslögin í strætisvögnunum, sem hingað til
er þó einna tryggasti griðarstaðurinn fyrir
þeim ófögnuði. Okkur barst svipuð beiðni um
daginn — að útvarpstækjum yrði komið fyrir
í öllum biðstofum, til dæmis hjá læknum, svo
að þeir sem biðu þyrftu ekki að missa af
danslögum; það er bezt að sú beiðni komi
fram hér með.
Bílasala — vafasamt fyrirtæki.
Kæri póstur.
Hvers vegna er ekki haft neitt eftirlit með
opinberri bílaverzlun hér í borg? Ætli þess sé
ekki talin þörf, eða hvað? Fasteignasalar verða
að undirgangast sérstakt próf og leggja fram
skjallegar sannanir fyrir sómasamlegum heiðar-
leika, en hvernig er það með bílasalana? Eða
hvernig er það — getur maður fengið bíl, sem
maður kaupir lijá þeim, metinn, ef hann reynist
ekki eins og þeir hafa sagt manni. Það munu
fara rnargar milljónir króna árlega uin hendur
þessara manna, og mér finnst að það ætti að
hafa strangt eftirlit með þeim.
'Virðingarfyllst,
Ford.
Áður hefur verið birt hér bréf um þetta efni;
í sambandi við það var hringt til póstsins
Þetta glæsilega svefnherbergissett hefur bæzt í hina stóru
„fjölskýldu“ Skeifuhúsgagna.
Höfum ávallt 8 mismunandi tegundir svefnherbergissetta.
Stærsta úrval húsgagna á einum stað á íslandi og allt eru
það Skeifuhúsgögn. Híbýlafræðingur okkar raðleggur yður
valið ef óskað er.
SKEIFAM
Kjörgarði Laugavegi 59.
Sími 10975.
Skólavörðustíg 10. Sími 15474.
7