Vikan - 29.09.1960, Síða 12
Listin að vera góð
tengdamóðir
Ef maður sýnir háttvísi, getur sambandið á milli tengdamóður
og tengdadóttur verið innihaldsríkasti þátturinn í lífinu, segir
höfundur þessarar greinar.
■ • ; * ‘
Hvernig á aS fara að til að vera góð •
tengdamóðir? Þannig hljóðaði fyrsta
setningin í bréfi, sem ég fékk frá konu
fyrir skemmstu. Sonur hennar var ný-
kvæntur. Varð bréfritaranum tíðrætt
um allar þær hættur og erfiðleika, sem
upp geta komið í hinu erfiða fjöl-
skyldusambandi.
Nú á dögum erum við miklu opin-
skárri og eðlilegri gagnvart tengda-
foreldrunum en í gamla daga. Hve oft
heyrir maður ekki t. d. minnzt á
tengdamæður, sem eru virkilega góðir
vinir tengdabarna sinna, svo og á
tengdabörn, sem elska og virða tengda-
foreldra sína.
Sambandið á milli tengdamóður og
tengdabarns og þá einkum tengdadótt-
ur er sami sem áður eitt það viðkvæm-
asta, sem hugsazt getur. í þvi felast
margs konar hættur, og oft gerir
tengdamóðirin eitthvert óviljaverk, sem
hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar í
för með sér og verður e. t. v. til þess
að eyðileggja hjónabandið algjörlega.
PULLKOMIN MÓÐIR, EN —
Venjulegast er það tengdamóðirin,
sem á mesta heimtingu á þvi, að henni
sé sýnd samúð, velvild og skilningur.
Ég gat t. d. alls ekki komizt hjá þvi
að vorkenna konu, sem ég vil hér kalla
frú A.
Frú A varð snemma ekkja og sat þá
uppi með lítinn son. Hún var fátæk og
varð því, auk þess sem hún mátti ann-
ast son sinn sjálf, að sjá sér og honum
farborða. Hún var í senn dugmikil og
kjarkmikil kona og tókst að veita syni
sínum góða menntun og aðstoða hann
við byrjunarörðugleikana í því starfi,
sem hann hafði valið sér. Samtímis
sá hún alltaf um, að hann ætti raun-
verulegt heimili, heimili, sem var 1
senn bjart og hamingjusamt.
Sem móðir gegndi hún hlutverki sínu
á framúrskarandi hátt. Sem tengda-
móðir brást hún hins vegar alveg. Það,
sem hún hafði ekki séð fyrir, var hinn
nistandi einmanaleiki og bitri sársauki
vegna þess, að hún var ekki lengur
„nr. eitt“ í lifi sonar sins.
HÚN KOM Á EFTIR.
Það var litilfjörlegt atvik í rauninni,
sem snögglega gerði henni þetta ljóst.
Hún hafði gengið heim til sonar sins
fyrri hluta dags, þegar hann kom allt
í einu óvænt heim, ákafur og æstur
eins og drengur. Hann þaut fram hjá
henni og hljóp upp stigann til móts
við konu sína. Klukkutíma síðar kom
hann niður til þess að segja móður
sinni tíðindin. Hann hafði verið
hækkaður í tign hjá fyrirtækinu, sem
hann vann hjá, og hlotið einhverja
eftirsóknarverðustu stöðuna.
Fyrir móðurina var þetta sem högg
í andlitið. Það var hún, sem hafði veitt
Framhald á bls. 33.
Wjm j m 'Pmm
t 1 mli
Mfs | wéæ! jjm
Í j
jgffi j ] m ‘M
1
HHÍ 1 1
1 ' J %
Juu
Einbýlishús á Eiksmörk
•/
Þróunin í byggingarmálum höfuðstaðarins hefur orðið sú, að
einbýlishúsabyggingar eru orðnar fremur fátíðar, en sambygg-
ingar hafa rutt sér til rúms. Það er vafalaust æskileg stefna
fyrir fátæka þjóð, enda óviðráðanlegt bæði fyrir einstaklingana
og samfélagið, ef allir byggðu einbýlishús. Úti á landsbyggðinni
er fremur byggt í smærri stíl, og hér flytur þátturinn Hús og
húsbúnaður tillögu til handa þeim, sem standa frammi fyrir
því verkefni að byggja sér meðalstórt einbýlishús.
Þetta hús hefur verið byggt á Eiksmörk, skammt utan við
Osló i Noregi. Það er 142 fermetrar, en þeirri stærð mætti ef
til vill eitthvað hnika til. Það er byggt að miklu leyti úr timbri,
eins og siður er í Noregi, en ekki viljum við neitt draga úr þvi,
að timbur yrði notað, þótt húsið yrði byggt hér. Hins vegar
mundi heppilegra að gera ráð fyrir steinsteypu i stað múrsteins
í norska húsinu.
Planteikningin slcýrir sig sjálf. Inngangurinn er þar, sem örin
vísar. Brotnu strikalínurnar þvert yfir boröstofuna eru ekki
veggir, heldur bitar í loftinu. Það, sem merkt er meö 10 við hliö-
ina á stofunnj, er hellulögö stétt.
Grænmetisréttir
GRÆNMETISSÚPA.
1% 1. vatn eða kjötsoð, 450 gr. hvítkál, 1—2 gulrætur, 2—3
kartöflur, 1 laukur eða blaðlaukur, 1 tesk. salt, kjötkraftur,
50 gr. smjörliki.
Grænmetið er hreinsað og skorið í fínar ræmur eða rifið á
grófu rifjárni. Laukurinn skorinn í sneiðar. Smjörlíkið brætt í
potti, grænmetið látið þar út í og hitað þangað til það fer að
minnka í, þá er heitu vatni eða soði hellt yfir og soðið ca. 10 mín.
Kryddað eftir bragði. Borðað með hveitibrauði eða brauðsnúðum.
TÓMATSÚPA.
5 tómatar eða 1—2 dl. tómatkraftur, 4 kartöflur, 1 laukur,
1% msk. smjörlíki, 1% 1. vatn, 2 msk. hveiti, salt.
Aðferðin er sú sama og við grænmetissúpuna nema að síðustu
12 VIKAN