Vikan


Vikan - 29.09.1960, Page 14

Vikan - 29.09.1960, Page 14
MúítukáUfJ Þegar öllu er á botninn hvolft, var tilviljunin ein að kránni 14 Nú líður mér þolanlega með borðið, stólinn og iegubekkjarræksnið. Ef ég leggst fyrir, hvín í fjöðrunum, sem sti'ngast í hrygginn á mér, og of ég sezt á stólinn, þarf ég ekki að iða mér ýkjamikið tii þess að heyra sársaukaýlfrið i honum. Ég bý í kjallara Morrisonsverksmiðj- unnar, og bráðum verð ég að leggja í eftirlits- ferð. Ég þarf að opna sautján dyr, eftir aö Morrison yngri fékk sér nýju skrifstofuna. Ég sit og finn dragsúginn bita í bakið á mér, og það er allt annað en þægilegt fyrir gamlan mann, sem fer að syngja sitt síðasta. Myrkrið grúfir þétt og kalt úti í lieiminum, sem lukizt hefur um mig og smám saman þrengt meira og meira að mér. En ef ég minnist hins liðna, gieðst ég jafnan yfir gömlum ininningum, þótt ég ætti ef til vill að gleyma sumum þeirra. En hvernig getur maður streitzt gegn til- viljuninni, sem virðist brjóta i bága við for- sjónina? IJm þetta leyti nætur minnist ég dóttur ávaxta- kaupmannsins Murrinis. Hún hét Varinia. Einn- ig minnist ég úrsmiðsins Zaleski. Hún, sem átti augu heitari en eldurinn sjálfur, — liann, sem virtist fylgifiskur dauðans. Tilviljunin var sannarlega að verki i kjallarakrá Bimmers, Hlébarðanum. Ég var þá yfirþjónn, sem eiginlega táknaði ekki annað en það, að ég var sá, sem átti að ’já um að koma drukknu fólki nálægt húsverð- •num, sem var blökkumaður, en hann tók drykkjuræflana síðan að sér og fór með þá eins og hann lysti. Kráin var eiginlega næsta furðuleg, og ann- að get ég ekki sagt staðnum í heild til hróss. Kráin hét Hlébarðinn og átti sér auðvitað sögu að baki. Nafnið kom frá sirkustemjara, sem kom þangað eitt sinn með taminn hlébarða i oandi. Hann pantaði mat handa sjálfum sér og skepnunni og lék sirkuslistir á kránni fyrir svo sem fimmtíu lafhrædda gesti. Þetta var, áður en Bimmer tók við, en upp frá þvi hét kráin Hiébarðinn. Og þar sem enginn heyrir til mín núna, ætla ég að leyfa mér að segja, að óút- reiknanlegir duttlungar skepnunnar loddu ein- hvern veginn við stofnunina upp frá þessu. AUar sögur hefjast eiginlega á því, er manni er bjargað inn 1 þennan heiin eftir öllum kúnst- arinnar regluin og heilsar heiminum með van- þakklætisvæli. Síðan rekur liver atburðurinn annan, og loks má þetta kallast ævi. Þannig lýkur loks sögunni, sem gæti ef til vill verið upphafið á annarri sögu, en þar ræður einnig tilviljunin. Vitringur nokkur er eitt sinn sagður hafa sagt, að fögur stúlka, sem ilmar af smyrsli og ber perlufesti á hvítum barmi sinum og skrjáf- andi skartgripi á grönnum lótusfótum, sé fær um að ná hvaða manni sem er á vald sitt. Þannig var Varinia, hin unga dóttir ávaxta- kaupmannsins Murrinis. Suðræn fegurð hennar minnti á dýrmætan gimstein. Þótt hár liennar væri ekki kolsvart á ítalska vísu, voru augu hennar svört sem tinna og líkami hennar mjúk- ur og vel skapaður. b»gar hún vaggaði sér í /IKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.