Fréttablaðið - 02.12.2009, Page 5

Fréttablaðið - 02.12.2009, Page 5
Nú hefur verið tilkynnt að kröfuhafar Kaupþings hafi eignast 87% hlut í Arion banka. 13% verða áfram í eigu ríkisins. Ákvörðun kröfuhafa sýnir að þeir meta rekstur bankans traustan og hafa trú á framtíð hans og íslensks efnahagslífs. Samkomulag um eignarhald bankans felur í sér að kröfuhafar leggja fram 66 milljarða kr. eigið fé í stað ríkisins. Þetta skilar sér í minni lánsfjárþörf íslenska ríkisins og þar með lægri álögum á landsmenn. Í krafti tengsla við erlenda kröfuhafa getur Arion banki aukið tiltrú erlendra aðila á íslenskan fjármálamarkað og verið í forystu við uppbyggingu efnahags- lífsins. Arion banki heyrir áfram að öllu leyti undir íslensk lög og íslenskar eftirlits- stofnanir. Arion banki stendur á traustum grunni, hefur á að skipa hæfu starfsfólki með mikla þekkingu og er velgengni bankans samofin hagsmunum kröfuhafa. Það er markmið okkar hjá Arion banka að byggja upp öflugan banka, vinna með og fyrir fólkið í landinu. Með nýju eignarhaldi getum við beitt okkur af fullum krafti að endurreisn og uppbyggingu íslensks efnahagslífs. Með fagmennsku, framsækni, ábyrgð og umhyggju að leiðarljósi setjum við viðskiptavini okkar í fyrsta sæti. Nánari upplýsingar má finna á vef bankans: arionbanki.is Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 33 1 Nýtt upphaf með breyttu eignarhaldi Í stuttu máli: • Kröfuhafar eignast 87% í Arion banka • Kröfuhafar leggja fram 66 milljarða króna • Breytt eignarhald styrkir bankann • Hagsmunir bankans og kröfuhafa fara saman • Bankinn stendur á traustum grunni Nýtt eignarhald 13% Ríkissjóður87% Kröfuhafar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.