Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 12
12 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
ELSTAR Kínversku tvíburasysturnar Cao
Daqiao og Cao Xiaoqiao eru sagðar
elstu tvíburar í heimi, fæddar árið
1905 og því 104 ára gamlar.
NORDICPHOTOS/AFP
Alhliða uppskrift
Pulsa (hituð í vatni,
EKKI SOÐIN!!!) Pulsu-
brauð og bara hvað sem
þig langar að hafa með.
(Nema grænar baunir.
Grænar baunir í pulsu-
brauði geta valdið
öndunarerfiðleikum.)
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
www.lapulsa.is
Á RÁÐSTEFNU Í HR Tryggvi Björgvinsson, formaður FSFÍ, og Eric F. Salzman, stofnandi
og stjórnarmaður hjá Creative Commons. Stefnt er að því að fyrstu „almennu hug-
verkaréttarleyfin“ verði gefin út í byrjun næsta sumars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UPPLÝSINGATÆKNI Lagadeild Háskól-
ans í Reykjavík, Félag um stafrænt
frelsi á Íslandi (FSFÍ) og Creative
Commons-samtökin hafa gert með
sér samstarfssamning um þýðingu
og aðlögun „almenns hugverka-
réttar“ á Íslandi. Tryggvi Björg-
vinsson, formaður FSFÍ, kynnti
samstarfið á ráðstefnu sem félagið
hélt í gær í Háskólanum í Reykja-
vík.
Almennur hugverkaréttur er
þýðing á enska hugtakinu Creati-
ve Commons, en það er höfundar-
réttarleyfi þar sem rétthafi heim-
ilar afnot með eða án ákveðinna
skilyrða. Meðal þeirra sem inn-
leitt hafa og nota í miklu mæli slík
höfundarréttarleyfi eru vefsíður á
borð við WikiPedia-alfræðivefinn
og ljósmyndavefurinn Flickr.
Meðal frummælenda á ráðstefnu
FSFÍ í gær var Eric F. Saltzman,
einn upphafsmanna og stjórnar-
maður í Creative Commons-sam-
tökunum sem starfa víða um heim.
Hann segir stafræna miðlun hafa
kallað á nýja nálgun í höfundar-
réttarmálum og umgjörð til þess
að virða mætti höfundarrétt. Með
sameiginlegum, eða almennum
hugverkarétti, opnuðust víðfeðmir
möguleikar á samstarfi og þróun
hugmynda og verkefna sem ekki
hafi verið til staðar áður. Alfræði-
vefurinn WikiPedia segir hann að
sé skínandi dæmi.
Með Creative Commons-leyfum
eru heimiluð afnot efnis um leið
og uppfyllt eru þau skilyrði sem
kveðið er á um í viðkomandi leyfi,
svo sem varðandi nafngreiningu,
dreifingu, eða hvort nota megi
verk í hagnaðarskyni, eða í afleidd
verk.
Fram kom í máli Tryggva að 52
lönd hafi nú þýtt og aðlagað Creati-
ve Commons-hugverkaleyfi að
lagaumhverfi sínu, þar á meðal séu
mörg Evrópulönd og Norðurlönd-
in öll, utan Íslands. Átta lönd hafi
hins vegar nýlega hafið aðlögun-
arstarfið. „Og í dag bætist Ísland
í þeirra hóp,“ sagði Tryggvi í gær,
en hann tekur að sér hlutverk
opinbers verkefnisstjóra Creative
Commons á Íslandi. Hann gerir
ráð fyrir að innleiðing hér taki
um hálft ár. „Og er þá undanskilin
öll undirbúningsvinna sem þegar
hefur farið fram.“
Verkefnið segir Tryggvi að
sé einnig unnið í samstarfi við
menntamálaráðuneytið, en laga-
deild Háskólans í Reykjavík sé
lagalegur bakhjarl verkefnisins
meðan FSFÍ sjái um kynningar-
mál og haldi utan um framvindu
mála.
olikr@frettabladid.is
Nýjung í
höfundarrétti
Gefa á út fyrstu íslensku „Creative Commons“-hug-
verkaleyfin í byrjun næsta sumars. Slík leyfi eru
notuð víða um heim og auðvelda stafræna miðlun.
Þorskur og ýsa hækkar
Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna
og útvegsmanna var ákveðið að
hækka verð á slægðum og óslægð-
um þorski, sem ráðstafað er til eigin
vinnslu eða seldur til skyldra aðila,
um fimm prósent. Þá var ákveðið að
hækka verð á slægðri og óslægðri
ýsu um tíu prósent. Verð á karfa var
hækkað um fimm prósent. Verð þetta
gildir frá 1. desember 2009.
SJÁVARÚTVEGUR
DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur sýkn-
að bíleiganda og Sjóvá-Almenn-
ar af skaðabótakröfu manns sem
slasaðist á fótum í Súðavíkurhlíð
í apríl 2006.
Slysið varð með þeim hætti að
maðurinn stóð á miðjum vegi milli
björgunarbíls og bíls sem hvorki
komst lönd né strönd vegna þess
að snjóflóð lokaði veginum. Þá féll
annað snjóflóð og ruddi bílnum
sem nær var hlíðinni þvert yfir
veginn og að hinum bílnum, svo
maðurinn klemmdist á milli. Mað-
urinn fór í mál með þeim rökum
að bíllinn sem skreið af stað, og
bílstjóri hans, hafi átt sök á því
hvernig fór fyrir honum. Á þetta
féllst dómurinn ekki, heldur taldi
snjóflóðinu um að kenna. - sh
Maður tapar skaðabótamáli gegn tryggingafélagi:
Snjóflóðinu að kenna
BANDARÍKIN Hjónin sem skutu upp
kollinum í kvöldverðarboði í Hvíta
húsinu í síðustu viku sögðust í sjón-
varpsviðtali alls ekki hafa verið
boðflennur. Tarek Salahi og kona
hans, Michaele, heilsuðu þar upp á
Barack Obama forseta, Joe Biden
varaforseta og fleiri háttsetta
menn og konur í ríkisstjórninni.
Í þættinum Today Show á NBC-
sjónvarpsstöðinni sögðu hjónin
að eftirmál heimsóknar þeirra
í Hvíta húsið væri það skelfileg-
asta sem fyrir þau hefði komið.
Þau fullyrtu að þau hefðu alls ekki
verið boðflennur.
Þau sögðu enn fremur að þau
hefðu veitt lífvarðasveit Hvíta
hússins allar þær upplýsingar sem
beðið hefði verið um og að sann-
leikurinn myndi brátt koma í ljós.
Robert Gibbs, blaðafulltrúi
Hvíta hússins, sagði aftur á móti
í samtali við CNN-fréttastofuna
að Salahi-hjónin hefðu ekki verið
á gestalistanum. „Ef þú ert ekki
á gestalista en mætir samt í sam-
kvæmi, þá ertu boðflenna sam-
kvæmt mínum bókum,“ sagði
Gibbs.
Hugsanlega hafa Salahi-hjónin
nú tekið þennan pól í hæðina þar
sem líklegt er að þau verði kærð
fyrir athæfið, sem getur bæði
kostað þau umtalsverðar fjárhæð-
ir og jafnvel fangelsi. - ót
Hjónin Tarek og Michaele Salahi sem mættu í boð í Hvíta húsinu:
Segjast ekki hafa verið boðflennur
TAREK OG MICHAELE SALAHI Hjónin
mættu óboðin í hóf í Hvíta húsinu og
birtu myndir af því á samskiptavefnum
Facebook.
VINNUMARKAÐUR Atvinnulaus-
ir fá enga desemberuppbót úr
atvinnuleysistryggingasjóði í ár
frekar en fyrri ár. Þetta árétt-
ar Vinnumálastofnun á vefsíðu
sinni vegna fyrirspurna sem
borist hafa stofnuninni. Greiðsl-
ur verða því með hefðbundnu
sniði þessi mánaðamót.
Vinnumálastofnun greiddi í
gær út 1,84 milljarða króna í
atvinnuleysistryggingar fyrir
nóvember til um 14.100 einstakl-
inga. Fyrir októbermánuð voru
alls greiddir út 1,82 milljarðar,
en þá til ögn fleiri einstaklinga,
eða 14.231.
- sh
Engin desemberuppbót:
Atvinnulausir
fá ekki uppbót
SAMFÉLAG Velferðarsjóður barna
afhenti Þorbirni Jenssyni, for-
stöðumanni Fjölsmiðjunnar, verð-
launagrip og
3,5 milljóna
króna ávísun í
gær.
Þetta voru
verðlaun fyrir
„ómetanlegt
starf í þágu
barna“, eins og
segir í tilkynn-
ingu frá sjóðn-
um.
Í Fjölsmiðjunni er ungt fólk
þjálfað fyrir almennan vinnu-
markað og hafa um fjögur hundr-
uð nemendur notið góðs af.
Íslensk erfðagreining stofn-
aði Velferðarsjóðinn árið 2000
og hafa um 600 milljónir farið til
ýmissa verkefna síðan. Sjóðurinn
úthlutar 160 milljónum í ár. - kóþ
Velferðarsjóður barna:
Þorbjörn fékk
3,5 milljónir
ÞORBJÖRN
JENSSON