Fréttablaðið - 02.12.2009, Síða 16
16 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Skaðleg efni í rafsígarettum
Lyfjastofnun hefur sent frá sér viðvörun þar
sem varað er við kaupum á rafsígarettum á net-
inu. Jafnframt að innflutningur og dreifing
þeirra hér á landi sé brot á lyfjalögum.
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum að undan-
förnu um rafsígarettur vekur Lyfjastofnun
athygli á því að rafsígarettur, sem innihalda nik-
ótín, séu flokkaðar sem lyf hér á landi. Innflutn-
ingur og dreifing slíkra vara án markaðsleyfis
sé því brot á lyfjalögum.
Stofnunin ítrekar að bandaríska matvæla- og
lyfjaeftirlitið, FDA, hafi rannsakað elektrónísk-
ar sígarettur eða rafsígaretturnar og í ljós hafi
komið að þær innihéldu, auk nikótíns ýmis skað-
leg og jafnvel krabbameinsvaldandi efni svo
sem ýmis nítrósamínsambönd og díetýlen glýk-
ól. Hafi FDA sent frá sér viðvörun vegna notk-
unar rafsígarettna.
Þá varar Lyfjastofnun fólk almennt við kaup-
um á lyfjum á netinu. Slík verslun með lyf sé
óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Auk þess
er bent á að rannsóknir hafi sýnt að yfir 60 pró-
sent lyfseðilsskyldra lyfja sem seld eru á netinu
séu fölsuð og yfir 90 prósent netapóteka starfi
ólöglega. - jss
RAFSÍGARETTTUR Innflutningur og dreifing á rafsígarettum
án markaðsleyfis hér er brot á lyfjalögum.
Fáar jurtir hérlendis eru
umdeildari en lúpínan. Hún
hefur verið notuð með góð-
um árangri í uppgræðslu en
hefur nú dreift sér víðar en
menn reiknuðu með. Starfs-
hópur hefur verið skipaður
um þessa umdeildu plöntu.
Umhverfisráðherra, Svandís
Svavarsdóttir, hefur falið Land-
græðslunni og Náttúrufræði-
stofnun Íslands að bera ábyrgð á
starfshópi sem ætlað er að kort-
leggja lúpínuna og koma með til-
lögur um hvernig hægt er að tak-
marka hana við ákveðin svæði.
Horft verður til þess að halda
plöntunni fyrir neðan 500 metra
hæðarlínu. Þá verða settar reglur
um notkun hennar, en engar slík-
ar eru í gildi.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri
Náttúrufræðistofnunar Íslands,
leiðir hópinn, ásamt Sveini Run-
ólfssyni landgræðslustjóra. Jón
Gunnar segir að lúpínan sé góð
til síns brúks; hún geti verið mjög
öflugt og gott landgræðslutæki.
Fram hjá göllum hennar verði
hins vegar ekki horft.
„Þetta er mjög ágeng tegund
og drepur annan gróður undan
sér og er þannig ógn við lífríki.
Á allra síðustu árum hefur orðið
sprenging í útbreiðslu hennar á
Íslandi. Hún er víða það mikil
ógn að grípa verður til mjög
skjótra aðgerða ef ekki á illa að
fara.“
Jón Gunnar segir að mörg svæði
á Íslandi séu þannig að lúpínan
eigi þangað ekkert erindi. Nefna
megi miðhálendið, skemmtilega
falleg og verðmæt gróðurlendi
á Vestfjörðum og birkiskóga. Þá
eigi hún ekki heima í viðkvæm-
um mólendum.
Hlutverk starfshópsins er fjór-
þætt að sögn Jóns Gunnars. Í
fyrsta lagi eigi að fjarlægja lúp-
ínuna þar sem hún kemur til með
að valda skaða, í öðru lagi að
reyna að hafa stjórn á henni þar
sem hún er og það verður erfitt
að eiga við hana, í þriðja lagi að
koma í veg fyrir að hún berist á
ákveðna staði og í fjórða lagi að
setja einhverjar reglur um með-
ferð hennar og þá sérstaklega
sem landgræðsluplöntu.
Jón Gunnar fagnar skipan
starfshópsins; í fyrsta skipti sé
verið að taka á vandamálinu með
skipulögðum hætti. Hann segir
menn munu vinna hratt og verða
tilbúnir með ákveðin verkefni
strax á næsta ári.
En er hann bjartsýnn á árang-
ur? „Ja, ég segi nú bara Guð blessi
okkur ef þetta tekst ekki, svona
til lengri tíma litið.“
kolbeinn@frettabladid.is
Blásið í herlúðra
gegn lúpínunni
LÚPÍNAN Á þeim 60 árum sem lúpínan hefur verið notuð til landgræðslu hefur
hún dreift sér víða um landið og þykir mörgum nóg um. Engar reglur hafa verið um
notkun hennar en nýr starfshópur á að semja slíkar reglur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
■ Það eru ekki margir sem vita
að bræður Alfreðs Nobel, sem
Nóbelsverðlaunin eru kennd við,
þeir Ludvig og Robert, stofnuðu
og ráku eitt stærsta olíufélag 19.
aldar. Félag þeirra hét Branobel og
var stofnað í Bakú í Aserbaídsjan
árið 1876. Ludvig var frumherji í
þróun olíuflutninga á sjó. Hann
flutti fyrst olíu á prömmum en
sneri sér fljótlega að þróun olíu-
skipa. Fyrsta olíuskip Nobelbræðra
hét Zoroaster. Skrifað var undir
smíðasamning í janúar 1878 og
fyrsta ferð skipsins með olíu var
síðar það ár frá Bakú til Astrakhan.
Hönnun skipsins vakti athygli
og mörg voru byggð eftir sömu
teikningu, en Ludvig neitaði ávallt
að tryggja sér einkaleyfið.
FRÓÐLEIKUR
FYRSTU OLÍUSKIPIN
„Hjá okkur í Blóðbankanum er á þessum tíma
árs helst að frétta að við erum að undirbúa og
tryggja að við eigum nægilegt magn af blóð-
hlutum fyrir þennan árstíma,“ segir Sveinn
Guðmundsson, yfirlæknir í Blóðbankan-
um. „Á þessum árstíma blasir við okkur
að hjá þjóðinni er oft mikið annríki og við
keppum við alls konar áreiti. Við getum
ekki keppt um athyglina með sama hætti
og verslunarkeðjur gera með kosta-
boðum. Við bjóðum það sama og
áður, gott hjartaþel og gott kaffi
og með því.“
Sveinn segir að yfir hátíð-
irnar verði mörgum hugsað til
ástvina og jafnvel ástvina sem
þeir hafi misst. Blóðbankinn
fái fjölda bljóðgjafa á þessum
árstíma. „Þar er oft fólk sem
þekkir hvað blóðgjöf getur verið mikils virði,
jafnvel lífgjöf. Þá má líka minna á að á sjúkra-
húsunum liggja margir sjúklingar veikir yfir jól
og áramót og þurfa á blóði og blóðhlutum að
halda. Þess vegna er þetta alltaf annatími hjá
okkur í Blóðbankanum. Við höfum siglt góða
siglingu í gegnum þessa fyrstu hrinu inflú-
ensunnar og höfum getað aflað nægilegs
magns blóðgjafa og því ekki lent í vandræð-
um líkt og mörg nágrannalönd okkar.“
Starfsfólk bankans vill hins vegar
fara inn í hátíðirnar með góðar
birgðir. „Stórubrandajól eru ekki
góð blóðbankajól því þá eru svo
margir frídagar. Okkur hugnast
betur margir virkir dagar milli
jóla og nýárs þar sem við getum
safnað blóði og farið líka örugg
inn í áramótin.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SVEINN GUÐMUNDSSON YFIRLÆKNIR Í BLÓÐBANKANUM
Safna blóði fyrir jólaannríkið
NÝ Í NÁTTÚRUNNI
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri
flutti alaskalúpínuna til landsins
árið 1945 til landgræðslu. Hún
hafði þó þekkst sem skrautjurt í
görðum frá því á 19. öld.
Lúpínan breiðist hratt út og Jón
Gunnar nefnir svæði í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins sem dæmi.
Þar sem áður hafi verið mikil
berjalönd finnist nú
aðeins lúpínu-
breiður. Af því
skapist einnig
mikill eldmatur,
því hún verði að
mikilli sinu.
JÓN
GUNNAR
OTTÓSSON
Vefslóð bankans
er arionbanki.is
Hafðu samband
sími
Ekki þennan niður-
skurð alltaf hreint
„Það má ekki endalaust
skera niður í útgjöldum, þú
færð engar tekjur inn þannig.
Það er ekki leiðin til að vinna
sig út úr kreppunni.“
FINNBOGI SVEINBJÖRNSSON,
FORMAÐUR VERKALÝÐSFÉLAGS
VESTFJARÐA, KANN LAUSNINA.
Fréttablaðið 1. desember
Viti menn!
„[G]erðar voru rannsóknir
í Bandaríkjunum á áttunda
áratugnum þar sem sýnt var
fram á að tengsl eru á milli
heilsusamlegs lífsstíls og
heilbrigðis.“
RÚNAR VILHJÁLMSSON FÉLAGS-
FRÆÐIPRÓFESSOR RANNSAKAR
HEILBRIGÐI.
Fréttablaðið 1. desember